Nær allir fengu launahækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. mars 2019 08:00 Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer yfir svör ríkisfyrirtækjanna og hvort tilefni sé til aðgerða. Fréttablaðið/GVA Þrettán af sextán fyrirtækjum í ríkiseigu, sem svöruðu erindi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum þeirra 12. febrúar síðastliðinn, hækkuðu laun æðstu stjórnenda sinna 1. júlí 2017. Þá tóku ný lög um kjararáð gildi og ákvörðunarvald yfir launum stjórnenda ríkisfyrirtækja færðist aftur til stjórnanna. Hjá þeim sem hækkuðu nemur hækkunin að meðaltali rúmum 24 prósentum. Aðeins tvö fyrirtæki gerðu enga breytingu á launum stjórnenda og aðeins í einu tilfelli lækkuðu laun framkvæmdastjóra. Úttekt Fréttablaðsins sýnir að meðallaun stjórnenda ríkisfyrirtækjanna voru um 1.400 þúsund krónur á mánuði fyrir 1. júlí 2017 en eru í dag að meðaltali rúmlega 1.700 þúsund krónur á mánuði. Inni í þessum útreikningum eru ekki bankastjórar ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Íslandsbanka, sem mikið hefur verið fjallað um launaskriðið hjá að undanförnu. Aðeins er hér rýnt í svör þeirra fyrirtækja sem ráðuneytið birti á vef sínum í síðustu viku. Ekki eru í öllum tilfellum gefin upp laun þá og nú í svörum fyrirtækjanna og mismikil nákvæmni. Er í þeim tilfellum sem mögulegt er stuðst við fyrri svör ráðuneytisins við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á þingi í fyrra og upplýsingaöflun blaðamanns hjá viðkomandi fyrirtækjum og úr fyrri fréttum. Tilefni erindis ráðuneytisins þann 12. febrúar síðastliðinn var að óska eftir svörum frá fyrirtækjunum um hvernig brugðist hefði verið við tilmælum sem beint var til þeirra í ársbyrjun 2017 varðandi launaákvarðanir og starfskjör stjórnenda. Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félaga í ríkiseigu, meðal annars með tilvísun til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varlegar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur þegar tekið stjórnir ríkisbankanna á beinið fyrir launaákvarðanir þeirra sem hann telur að hafi verið úr hófi, ekki varlegar og raunar skaðlegt innlegg í viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum. Ríkisfyrirtækin fengu vikufrest til að svara. Kom fram í tilkynningu ráðuneytisins að farið yrði yfir svörin sem bárust og í kjölfarið brugðist við eins og tilefni og ástæða kann að vera. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu í gær er enn verið að fara yfir svörin og engin ákvörðun því verið tekin um hvort þau kalli á viðbrögð. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Þrettán af sextán fyrirtækjum í ríkiseigu, sem svöruðu erindi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi stjórnum þeirra 12. febrúar síðastliðinn, hækkuðu laun æðstu stjórnenda sinna 1. júlí 2017. Þá tóku ný lög um kjararáð gildi og ákvörðunarvald yfir launum stjórnenda ríkisfyrirtækja færðist aftur til stjórnanna. Hjá þeim sem hækkuðu nemur hækkunin að meðaltali rúmum 24 prósentum. Aðeins tvö fyrirtæki gerðu enga breytingu á launum stjórnenda og aðeins í einu tilfelli lækkuðu laun framkvæmdastjóra. Úttekt Fréttablaðsins sýnir að meðallaun stjórnenda ríkisfyrirtækjanna voru um 1.400 þúsund krónur á mánuði fyrir 1. júlí 2017 en eru í dag að meðaltali rúmlega 1.700 þúsund krónur á mánuði. Inni í þessum útreikningum eru ekki bankastjórar ríkisbankanna tveggja, Landsbankans og Íslandsbanka, sem mikið hefur verið fjallað um launaskriðið hjá að undanförnu. Aðeins er hér rýnt í svör þeirra fyrirtækja sem ráðuneytið birti á vef sínum í síðustu viku. Ekki eru í öllum tilfellum gefin upp laun þá og nú í svörum fyrirtækjanna og mismikil nákvæmni. Er í þeim tilfellum sem mögulegt er stuðst við fyrri svör ráðuneytisins við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar á þingi í fyrra og upplýsingaöflun blaðamanns hjá viðkomandi fyrirtækjum og úr fyrri fréttum. Tilefni erindis ráðuneytisins þann 12. febrúar síðastliðinn var að óska eftir svörum frá fyrirtækjunum um hvernig brugðist hefði verið við tilmælum sem beint var til þeirra í ársbyrjun 2017 varðandi launaákvarðanir og starfskjör stjórnenda. Í tilmælunum 2017 var því beint til stjórna félaga í ríkiseigu, meðal annars með tilvísun til mikilvægis stöðugleika á vinnumarkaði, að launaákvarðanir yrðu varlegar og að forðast yrði að ákvarða miklar launabreytingar á stuttu tímabili. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur þegar tekið stjórnir ríkisbankanna á beinið fyrir launaákvarðanir þeirra sem hann telur að hafi verið úr hófi, ekki varlegar og raunar skaðlegt innlegg í viðkvæma stöðu í kjaraviðræðum. Ríkisfyrirtækin fengu vikufrest til að svara. Kom fram í tilkynningu ráðuneytisins að farið yrði yfir svörin sem bárust og í kjölfarið brugðist við eins og tilefni og ástæða kann að vera. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu í gær er enn verið að fara yfir svörin og engin ákvörðun því verið tekin um hvort þau kalli á viðbrögð.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði