Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2019 23:28 Theresa May og Jean-Claude Juncker. AP/Vincent Kessler Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt David Lidington, ráðherra May, felur samkomulagið í sér að ESB geti í raun ekki bundið Bretland innan tollasamstarfs sambandsins. May flaug óvænt til Strasbourg í dag í aðdraganda þess að breskir þingmenn munu kjósa um Brexit-samning hennar á morgun. Þingmenn hafa hafnað samningnum áður. Eftir að Lidington tilkynnti samkomulagið sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að val þingmanna væri ljóst. Það væri að samþykkja samninginn, því annars væri mögulegt að ekki yrði af Brexit. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars.Our agreement provides meaningful clarifications & legal guarantees to the Withdrawal Agreement & #backstop. The choice is clear: it is this deal, or #Brexit may not happen at all. Let’s bring the UK’s withdrawal to an orderly end. We owe it to history. https://t.co/lfy9eehEZipic.twitter.com/XCqcLwZV7V — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) March 11, 2019 Í janúar þegar síðast voru greidd atkvæði um Brexit-samning á breska þinginu beið forsætisráðherrann afhroð. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 greiddu atkvæði með honum. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra Bretlands í sögu þingsins. Það sem hefur staðið hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel aldrei, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Nýja samkomulag May og framkvæmdastjórnarinnar felur í sér að reyni ESB að þvinga Breta til að vera áfram innan tollasamstarfsins hafi Bretar leiðir til að koma í veg fyrir það, eða því heldur Lidington fram allavega. Miðað við fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðunnar í Bretlandi þykir það ekki ljóst. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt David Lidington, ráðherra May, felur samkomulagið í sér að ESB geti í raun ekki bundið Bretland innan tollasamstarfs sambandsins. May flaug óvænt til Strasbourg í dag í aðdraganda þess að breskir þingmenn munu kjósa um Brexit-samning hennar á morgun. Þingmenn hafa hafnað samningnum áður. Eftir að Lidington tilkynnti samkomulagið sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að val þingmanna væri ljóst. Það væri að samþykkja samninginn, því annars væri mögulegt að ekki yrði af Brexit. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars.Our agreement provides meaningful clarifications & legal guarantees to the Withdrawal Agreement & #backstop. The choice is clear: it is this deal, or #Brexit may not happen at all. Let’s bring the UK’s withdrawal to an orderly end. We owe it to history. https://t.co/lfy9eehEZipic.twitter.com/XCqcLwZV7V — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) March 11, 2019 Í janúar þegar síðast voru greidd atkvæði um Brexit-samning á breska þinginu beið forsætisráðherrann afhroð. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 greiddu atkvæði með honum. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra Bretlands í sögu þingsins. Það sem hefur staðið hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel aldrei, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Nýja samkomulag May og framkvæmdastjórnarinnar felur í sér að reyni ESB að þvinga Breta til að vera áfram innan tollasamstarfsins hafi Bretar leiðir til að koma í veg fyrir það, eða því heldur Lidington fram allavega. Miðað við fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðunnar í Bretlandi þykir það ekki ljóst.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira