Umdeild samtök vilja banna Hatara að koma til Ísrael Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2019 18:52 Hataramenn hafa vakið mikla athygli fyrir framkomu sína, jafnt á sviðinu sem utan þess. Hér eru þeir eftir að hafa sigrað Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðna helgi. Mynd/RÚV Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision í Ísrael í maí. Ráðgert er að Hatari muni flytja lag sitt „Hatrið mun sigra,“ á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar sem fram fer þriðjudagskvöldið 14. maí. Úrslitakvöldið verður síðan laugardaginn 18. maí. Samtökin halda því fram að fái Hatari að koma fram, sé næsta víst að þeir mun nýta sér dagskrárvald sitt með því að mótmæla Ísraelsríki. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Ynet News um mál sveitarinnar eru meðlimir Hatara sagðir hafa gagnrýnt Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki sniðgengið keppnina í ár vegna þess hvar hún er haldin. Þá eru Hataramenn sagðir hafa opinberað fyrirætlanir sínar um að notfæra sér sviðsljósið sem fyglir Eurovision með því að lýsa yfir samstöðu sinni með Palestínu og mótmæla mannréttindabrotum Ísraela á þeim.Málið mögulega tekið fyrir af innanríkisráðherranum Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin, segir samtökin hafa fengið veður af stuðningsyfirlýsingu Hatara við sniðgöngu á keppninni. „Síðasta sumar skrifaði hljómsveitin undir ákall um sniðgöngu Íslands á Eurovision. Eftir að hafa sigrað lýsti Hatari því yfir að sveitin myndi mótmæla Ísrael á sviði keppninnar, þrátt fyrir að það brjóti í bága við reglur keppninnar.“Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin.Mike Cohen/WikipediaDarshan-Leitner segir að samkvæmt lögum um inngöngu í Ísraelsríki sé einstaklingum sem ekki séu ísraelskir ríkisborgarar eða hafi dvalarleyfi í landinu, fái ekki inngöngu inn í landið hafi einstaklingurinn eða samtök sem hann er í forsvari fyrir stutt formlega við sniðgöngu á Ísrael. Talsmaður innanríkisráðherra Ísraels hefur sagt að beiðni samtakanna um að meina Hatara að koma inn í landið verði tekin fyrir þegar formleg beiðni berst innanríkisráðuneytinu. Hún verði síðan tekin fyrir í samvinnu við viðeigandi yfirvöld.Umdeild samtök Shurat HaDin lýsa sjálfum sér sem mannréttindasamtökum sem ætlað er að tala máli fórnarlamba hryðjuverkaárása, gyðinga og Ísraela. Starf Shurat HaDin gengur að miklu leyti út á að notfæra sér réttarkerfið til þess að sækja til saka þá sem samtökin telja styðja málstað hryðjuverkamanna, eða aðra sem samtökin sjá sem óvini gyðinga og Ísraelsmanna. Margir hafa sakað samtökin um að stunda beinlínis „lagalegan skæruhernað,“ þar sem þeir sem hugnast ekki samtökunum eru dregnir fyrir dómstóla og mannorð þeirra skaddað í nafni þess að „sigrast“ á þeim sem ekki þóknast Shurat HaDin. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30 Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision í Ísrael í maí. Ráðgert er að Hatari muni flytja lag sitt „Hatrið mun sigra,“ á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar sem fram fer þriðjudagskvöldið 14. maí. Úrslitakvöldið verður síðan laugardaginn 18. maí. Samtökin halda því fram að fái Hatari að koma fram, sé næsta víst að þeir mun nýta sér dagskrárvald sitt með því að mótmæla Ísraelsríki. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Ynet News um mál sveitarinnar eru meðlimir Hatara sagðir hafa gagnrýnt Ríkisútvarpið fyrir að hafa ekki sniðgengið keppnina í ár vegna þess hvar hún er haldin. Þá eru Hataramenn sagðir hafa opinberað fyrirætlanir sínar um að notfæra sér sviðsljósið sem fyglir Eurovision með því að lýsa yfir samstöðu sinni með Palestínu og mótmæla mannréttindabrotum Ísraela á þeim.Málið mögulega tekið fyrir af innanríkisráðherranum Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin, segir samtökin hafa fengið veður af stuðningsyfirlýsingu Hatara við sniðgöngu á keppninni. „Síðasta sumar skrifaði hljómsveitin undir ákall um sniðgöngu Íslands á Eurovision. Eftir að hafa sigrað lýsti Hatari því yfir að sveitin myndi mótmæla Ísrael á sviði keppninnar, þrátt fyrir að það brjóti í bága við reglur keppninnar.“Nitsana Darshan-Leitner, formaður Shurat HaDin.Mike Cohen/WikipediaDarshan-Leitner segir að samkvæmt lögum um inngöngu í Ísraelsríki sé einstaklingum sem ekki séu ísraelskir ríkisborgarar eða hafi dvalarleyfi í landinu, fái ekki inngöngu inn í landið hafi einstaklingurinn eða samtök sem hann er í forsvari fyrir stutt formlega við sniðgöngu á Ísrael. Talsmaður innanríkisráðherra Ísraels hefur sagt að beiðni samtakanna um að meina Hatara að koma inn í landið verði tekin fyrir þegar formleg beiðni berst innanríkisráðuneytinu. Hún verði síðan tekin fyrir í samvinnu við viðeigandi yfirvöld.Umdeild samtök Shurat HaDin lýsa sjálfum sér sem mannréttindasamtökum sem ætlað er að tala máli fórnarlamba hryðjuverkaárása, gyðinga og Ísraela. Starf Shurat HaDin gengur að miklu leyti út á að notfæra sér réttarkerfið til þess að sækja til saka þá sem samtökin telja styðja málstað hryðjuverkamanna, eða aðra sem samtökin sjá sem óvini gyðinga og Ísraelsmanna. Margir hafa sakað samtökin um að stunda beinlínis „lagalegan skæruhernað,“ þar sem þeir sem hugnast ekki samtökunum eru dregnir fyrir dómstóla og mannorð þeirra skaddað í nafni þess að „sigrast“ á þeim sem ekki þóknast Shurat HaDin.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30 Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Val Íslendinga á fulltrúa í Eurovision hefur aldrei vakið jafn mikla athygli utan landsteinanna og í ár. 10. mars 2019 13:30
Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15
Dagskrárstjóri um Hatara: „Það er engin ástæða til að örvænta“ Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir að engin ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að framlag Íslands til Eurovision verði dæmt úr keppni fyrir að brjóta í bága við lög Eurovision. 5. mars 2019 18:32