Flugfreyjurnar aftur á spítalana Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2019 11:33 Nú er WOW-ævintýrið að baki. Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hafa starfað í háloftunum á vegum WOW hafa sumir hverjir sett sig í samband við Landspítalann og athugað með stöður. Þar eru þeir velkomnir. Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hurfu úr greininni og hófu störf sem flugfreyjur, hafa sett sig í samband við Landspítala og spurst fyrir um lausar stöður þar. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.Hjúkrunarfræðingar leita í flugið „Já, það er vissulega svo. Hjúkrunarfræðingar hafa sett sig í samband við okkur sem voru að missa vinnuna hjá WOW air,“ segir Anna Sigrún. Hún tekur skýrt fram að þetta sé vissulega ekkert fagnaðarefni, tilefnið hefði mátt vera skemmtilegra. En, hún bendir á að það sé ávallt svo að spítalinn taki fagnandi á móti öllum faglærðum svo sem hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Það þarf enginn hjúkrunarfræðingur að vera atvinnulaus. Fólk hefur samband við okkur, sem vill skoða stöðuna og við tökum vel á móti öllum.“Anna Sigrún segir að fólk sem missti vinnuna hjá WOW hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann.Vísir/GVAEkki er ofsagt að lærðir hjúkrunarfræðingar hafi horfið til annarra starfa en þeirra sem þeir menntuðu sig til og þá ekki síst í flugið. Þannig má sjá í grein sem finna má á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá í desember 2017 að þriðji hver útskrifaður hjúkrunarfræðingur muni starfa við annað en hjúkrun. Þar segir jafnframt, og er vísað til rannsóknar sem náði til 50 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27-43 ára sem hætt hafa í hjúkrun störfuðu 61 prósent þeirra sem flugfreyjur.Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að óttast atvinnuleysi Anna Sigrún segir ómögulegt að meta það hversu margir hjúkrunarfræðingar hafi leitað í flugið. Það sé mjög fljótandi og þar er einnig um að ræða fólk sem starfi hjá Icelandair. „Við höfum aldrei náð almennilega utan um þetta. En, okkur munar um hvern hjúkrunarfræðing. Og sjúkraliða. Við erum að sækjast eftir báðum stéttum.“ Anna Sigrún segir að Landspítalinn hafi sett sig í samband við mannauðsstjóra WOW, til að minna á sig. „Það er auðvitað brjálað að gera hjá þeim núna. Og við höfum líka verið í sambandi við Vinnumálastofnun.“ Það kom Önnu Sigrúnu á óvart að fólk hafi sett sig svo fljótt í samband við spítalann, hún hefði haldið að það þyrfti að taka sér andrými eftir áfall gærdagsins. En, þá er til þess að líta að oftar en ekki er um afar dugmikið fólk, sem hefur til að bera frumkvæði. „Þetta er eftirsótt starfsfólk.“ Fréttir af flugi Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Lærðir hjúkrunarfræðingar, sem hurfu úr greininni og hófu störf sem flugfreyjur, hafa sett sig í samband við Landspítala og spurst fyrir um lausar stöður þar. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.Hjúkrunarfræðingar leita í flugið „Já, það er vissulega svo. Hjúkrunarfræðingar hafa sett sig í samband við okkur sem voru að missa vinnuna hjá WOW air,“ segir Anna Sigrún. Hún tekur skýrt fram að þetta sé vissulega ekkert fagnaðarefni, tilefnið hefði mátt vera skemmtilegra. En, hún bendir á að það sé ávallt svo að spítalinn taki fagnandi á móti öllum faglærðum svo sem hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. „Það þarf enginn hjúkrunarfræðingur að vera atvinnulaus. Fólk hefur samband við okkur, sem vill skoða stöðuna og við tökum vel á móti öllum.“Anna Sigrún segir að fólk sem missti vinnuna hjá WOW hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann.Vísir/GVAEkki er ofsagt að lærðir hjúkrunarfræðingar hafi horfið til annarra starfa en þeirra sem þeir menntuðu sig til og þá ekki síst í flugið. Þannig má sjá í grein sem finna má á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga frá í desember 2017 að þriðji hver útskrifaður hjúkrunarfræðingur muni starfa við annað en hjúkrun. Þar segir jafnframt, og er vísað til rannsóknar sem náði til 50 hjúkrunarfræðinga á aldrinum 27-43 ára sem hætt hafa í hjúkrun störfuðu 61 prósent þeirra sem flugfreyjur.Hjúkrunarfræðingar þurfa ekki að óttast atvinnuleysi Anna Sigrún segir ómögulegt að meta það hversu margir hjúkrunarfræðingar hafi leitað í flugið. Það sé mjög fljótandi og þar er einnig um að ræða fólk sem starfi hjá Icelandair. „Við höfum aldrei náð almennilega utan um þetta. En, okkur munar um hvern hjúkrunarfræðing. Og sjúkraliða. Við erum að sækjast eftir báðum stéttum.“ Anna Sigrún segir að Landspítalinn hafi sett sig í samband við mannauðsstjóra WOW, til að minna á sig. „Það er auðvitað brjálað að gera hjá þeim núna. Og við höfum líka verið í sambandi við Vinnumálastofnun.“ Það kom Önnu Sigrúnu á óvart að fólk hafi sett sig svo fljótt í samband við spítalann, hún hefði haldið að það þyrfti að taka sér andrými eftir áfall gærdagsins. En, þá er til þess að líta að oftar en ekki er um afar dugmikið fólk, sem hefur til að bera frumkvæði. „Þetta er eftirsótt starfsfólk.“
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07 Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi. 28. mars 2019 10:07
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Flugmönnum WOW bjóðast þegar störf Flugmenn hjá WOW air fengu þegar í gær tilboð um störf utan landsteinanna. 29. mars 2019 06:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent