Gæta þess að uppsagnir Kynnisferða beinist ekki sérstaklega gegn Eflingarmönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 23:23 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Stéttarfélagið Efling harmar hópuppsögn 59 starfsmanna Kynnisferða, sem tilkynnt var um í dag. Þá hafi félagið fylgst náið með framvindu málsins og gætt hagsmuna félagsmanna Eflingar vegna uppsagnanna, „bæði svo félagsmönnum Eflingar sé ekki sagt upp á undan öðrum starfsmönnum, og að uppsagnir séu ekki látnar beinast sérstaklega að virkum félagsmönnum,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Greint var frá því í dag að 59 starfsmönnum hefði verið sagt upp hjá Kynnisferðum en tilkynnt var um uppsagnirnar á starfsmannafundi síðdegis. Haft var eftir Birni Ragnarssyni framkvæmdastjóra Kynnisferða að uppsagnirnar skrifist aðallega á gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Í tilkynningu frá Eflingu segir að trúnaðarmenn og starfsmenn Eflingar hafi fundað með fulltrúum Kynnisferða og Samtaka atvinnulífsins (SA) á þriðjudag og fimmtudag. Á þessum fundum hafi fulltrúar Eflingar ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af því að efnt sé til hópuppsagna á sama tíma og kjaradeila stendur yfir. Þá er rakið að verkfallsaðgerðir hafi verið boðaðar hjá starfsmönnum Kynnisferða, bæði meðal rútubílstjóra frá síðasta föstudegi og hjá strætóbílstjórum frá og með næstkomandi mánudegi. Starfsmenn Kynnisferða hafi í því samhengi tekið þátt í atkvæðagreiðslu um verkföll, sinnt verkfallsvörslu og „verið í eldlínunni í kjarabaráttu á margvíslegan hátt.“ Fulltrúar Eflingar hafi hvatt trúnaðarmenn og starfsmenn Kynnisferða til að leita aðstoðar félagsins ef þeir telja að „óeðlilegar ástæður“ geti legið að baki uppsögn þeirra. „Efling hefur haldið mjög á lofti 6. grein kjarasamningsins við SA, um forgangsrétt Eflingarmeðlima til starfanna sem samningurinn nær til. Þegar verkföll Eflingar og VR voru í þann mund að hefjast básúnuðu Kynnisferðir þeirri staðreynd að hjá fyrirtækinu störfuðu bílstjórar sem væru skráðir í önnur stéttarfélög, eða engin, og að þeim væri frjálst að brjóta verkfallið. Ljóst er að þessir einstaklingar geta ekki notið forgangs þegar kemur að hópuppsögn. Efling og VR hafa áréttað sameiginlegan skilning sinn á þessu ákvæði kjarasamningsins við Kynnisferðir,“ segir í tilkynningu. Kjaramál Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Stéttarfélagið Efling harmar hópuppsögn 59 starfsmanna Kynnisferða, sem tilkynnt var um í dag. Þá hafi félagið fylgst náið með framvindu málsins og gætt hagsmuna félagsmanna Eflingar vegna uppsagnanna, „bæði svo félagsmönnum Eflingar sé ekki sagt upp á undan öðrum starfsmönnum, og að uppsagnir séu ekki látnar beinast sérstaklega að virkum félagsmönnum,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Greint var frá því í dag að 59 starfsmönnum hefði verið sagt upp hjá Kynnisferðum en tilkynnt var um uppsagnirnar á starfsmannafundi síðdegis. Haft var eftir Birni Ragnarssyni framkvæmdastjóra Kynnisferða að uppsagnirnar skrifist aðallega á gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Í tilkynningu frá Eflingu segir að trúnaðarmenn og starfsmenn Eflingar hafi fundað með fulltrúum Kynnisferða og Samtaka atvinnulífsins (SA) á þriðjudag og fimmtudag. Á þessum fundum hafi fulltrúar Eflingar ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af því að efnt sé til hópuppsagna á sama tíma og kjaradeila stendur yfir. Þá er rakið að verkfallsaðgerðir hafi verið boðaðar hjá starfsmönnum Kynnisferða, bæði meðal rútubílstjóra frá síðasta föstudegi og hjá strætóbílstjórum frá og með næstkomandi mánudegi. Starfsmenn Kynnisferða hafi í því samhengi tekið þátt í atkvæðagreiðslu um verkföll, sinnt verkfallsvörslu og „verið í eldlínunni í kjarabaráttu á margvíslegan hátt.“ Fulltrúar Eflingar hafi hvatt trúnaðarmenn og starfsmenn Kynnisferða til að leita aðstoðar félagsins ef þeir telja að „óeðlilegar ástæður“ geti legið að baki uppsögn þeirra. „Efling hefur haldið mjög á lofti 6. grein kjarasamningsins við SA, um forgangsrétt Eflingarmeðlima til starfanna sem samningurinn nær til. Þegar verkföll Eflingar og VR voru í þann mund að hefjast básúnuðu Kynnisferðir þeirri staðreynd að hjá fyrirtækinu störfuðu bílstjórar sem væru skráðir í önnur stéttarfélög, eða engin, og að þeim væri frjálst að brjóta verkfallið. Ljóst er að þessir einstaklingar geta ekki notið forgangs þegar kemur að hópuppsögn. Efling og VR hafa áréttað sameiginlegan skilning sinn á þessu ákvæði kjarasamningsins við Kynnisferðir,“ segir í tilkynningu.
Kjaramál Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39