Gæta þess að uppsagnir Kynnisferða beinist ekki sérstaklega gegn Eflingarmönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2019 23:23 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Stéttarfélagið Efling harmar hópuppsögn 59 starfsmanna Kynnisferða, sem tilkynnt var um í dag. Þá hafi félagið fylgst náið með framvindu málsins og gætt hagsmuna félagsmanna Eflingar vegna uppsagnanna, „bæði svo félagsmönnum Eflingar sé ekki sagt upp á undan öðrum starfsmönnum, og að uppsagnir séu ekki látnar beinast sérstaklega að virkum félagsmönnum,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Greint var frá því í dag að 59 starfsmönnum hefði verið sagt upp hjá Kynnisferðum en tilkynnt var um uppsagnirnar á starfsmannafundi síðdegis. Haft var eftir Birni Ragnarssyni framkvæmdastjóra Kynnisferða að uppsagnirnar skrifist aðallega á gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Í tilkynningu frá Eflingu segir að trúnaðarmenn og starfsmenn Eflingar hafi fundað með fulltrúum Kynnisferða og Samtaka atvinnulífsins (SA) á þriðjudag og fimmtudag. Á þessum fundum hafi fulltrúar Eflingar ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af því að efnt sé til hópuppsagna á sama tíma og kjaradeila stendur yfir. Þá er rakið að verkfallsaðgerðir hafi verið boðaðar hjá starfsmönnum Kynnisferða, bæði meðal rútubílstjóra frá síðasta föstudegi og hjá strætóbílstjórum frá og með næstkomandi mánudegi. Starfsmenn Kynnisferða hafi í því samhengi tekið þátt í atkvæðagreiðslu um verkföll, sinnt verkfallsvörslu og „verið í eldlínunni í kjarabaráttu á margvíslegan hátt.“ Fulltrúar Eflingar hafi hvatt trúnaðarmenn og starfsmenn Kynnisferða til að leita aðstoðar félagsins ef þeir telja að „óeðlilegar ástæður“ geti legið að baki uppsögn þeirra. „Efling hefur haldið mjög á lofti 6. grein kjarasamningsins við SA, um forgangsrétt Eflingarmeðlima til starfanna sem samningurinn nær til. Þegar verkföll Eflingar og VR voru í þann mund að hefjast básúnuðu Kynnisferðir þeirri staðreynd að hjá fyrirtækinu störfuðu bílstjórar sem væru skráðir í önnur stéttarfélög, eða engin, og að þeim væri frjálst að brjóta verkfallið. Ljóst er að þessir einstaklingar geta ekki notið forgangs þegar kemur að hópuppsögn. Efling og VR hafa áréttað sameiginlegan skilning sinn á þessu ákvæði kjarasamningsins við Kynnisferðir,“ segir í tilkynningu. Kjaramál Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Kölluðu til sérsveit vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Stéttarfélagið Efling harmar hópuppsögn 59 starfsmanna Kynnisferða, sem tilkynnt var um í dag. Þá hafi félagið fylgst náið með framvindu málsins og gætt hagsmuna félagsmanna Eflingar vegna uppsagnanna, „bæði svo félagsmönnum Eflingar sé ekki sagt upp á undan öðrum starfsmönnum, og að uppsagnir séu ekki látnar beinast sérstaklega að virkum félagsmönnum,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. Greint var frá því í dag að 59 starfsmönnum hefði verið sagt upp hjá Kynnisferðum en tilkynnt var um uppsagnirnar á starfsmannafundi síðdegis. Haft var eftir Birni Ragnarssyni framkvæmdastjóra Kynnisferða að uppsagnirnar skrifist aðallega á gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Í tilkynningu frá Eflingu segir að trúnaðarmenn og starfsmenn Eflingar hafi fundað með fulltrúum Kynnisferða og Samtaka atvinnulífsins (SA) á þriðjudag og fimmtudag. Á þessum fundum hafi fulltrúar Eflingar ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af því að efnt sé til hópuppsagna á sama tíma og kjaradeila stendur yfir. Þá er rakið að verkfallsaðgerðir hafi verið boðaðar hjá starfsmönnum Kynnisferða, bæði meðal rútubílstjóra frá síðasta föstudegi og hjá strætóbílstjórum frá og með næstkomandi mánudegi. Starfsmenn Kynnisferða hafi í því samhengi tekið þátt í atkvæðagreiðslu um verkföll, sinnt verkfallsvörslu og „verið í eldlínunni í kjarabaráttu á margvíslegan hátt.“ Fulltrúar Eflingar hafi hvatt trúnaðarmenn og starfsmenn Kynnisferða til að leita aðstoðar félagsins ef þeir telja að „óeðlilegar ástæður“ geti legið að baki uppsögn þeirra. „Efling hefur haldið mjög á lofti 6. grein kjarasamningsins við SA, um forgangsrétt Eflingarmeðlima til starfanna sem samningurinn nær til. Þegar verkföll Eflingar og VR voru í þann mund að hefjast básúnuðu Kynnisferðir þeirri staðreynd að hjá fyrirtækinu störfuðu bílstjórar sem væru skráðir í önnur stéttarfélög, eða engin, og að þeim væri frjálst að brjóta verkfallið. Ljóst er að þessir einstaklingar geta ekki notið forgangs þegar kemur að hópuppsögn. Efling og VR hafa áréttað sameiginlegan skilning sinn á þessu ákvæði kjarasamningsins við Kynnisferðir,“ segir í tilkynningu.
Kjaramál Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Kölluðu til sérsveit vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39