Tillaga um innleiðingu rafíþrótta í starf íþróttafélaga Björn Gíslason skrifar 28. mars 2019 21:51 Þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Sem borgarfulltrúi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis fæ ég mjög gjarnan fregnir af börnum sem einangra sig félagslega, eru heima í tölvunni og geta jafnvel ekki slitið sig frá henni. Ástæða er til að ætla að tíðari fregnir af slíkum tilfellum muni berast, enda fleygir tækninni fram á ógnarhraða og tölvutæknin orðin órjúfanlegur hluti af lífi fólks nú til dags.Byltingarkennd og hröð tækniþróun þarf ekki endilega að vera neikvæð. Í dag þykir t.d. ekkert tiltökumál að hringja myndsímtal í börnin og barnabörnin sem búsett eru utan landsteinanna, jafnvel í annarri heimsálfu. Þá þykir okkur ekkert tiltökumál að vinna hvar sem er í heiminum, það eina sem þarf til er tölva.En auðvitað á tæknin líka sínar myrku hliðar og er ein birtingarmyndin sú að börn og ungmenni fara ekki út úr húsi, eiga nánast í engum mannlegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Þetta hefur alls konar fylgikvilla í för með sér, s.s. vanlíðan, kvíða, þunglyndi og offitu. En hvað er til ráða?Sjálfur hef ég haft miklar áhyggjur af þessari þróun og velt vöngum yfir henni. Reykjavíkurborg og íþróttafélögin öll geta nefnilega lagt sitt af mörkum í að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs.Í haust hafði ég spurnir af svokölluðum rafíþróttum, sem ganga út á að börn og unglingar mæli sér mót og æfi sig saman sem lið og einstaklingar í alls kyns tölvuleikjum. Rafíþróttir eru þannig eins og hefðbundnar íþróttir í þeim skilningi að iðkendur hittast á æfingum og keppa svo sín á milli á mótum, sams konar mótum og íþróttamótum. Þetta eitt og sér fær ungmenni til þess að fara út úr húsi, hitta aðra einstaklinga og mynda nauðsynleg félagsleg tengsl.Rafíþróttir sem almennar íþróttagreinarEftir að hafa heyrt um rafíþróttir ákvað ég að mæla mér mót við menn sem þekkja þetta erlendis frá og sótti í kjölfarið ráðstefnu sem haldinn var hérlendis um málið.Sem formaður Íþróttafélagsins Fylkis lagði ég til að félagið yrði fyrst til þess að innleiða rafíþróttir inn í almennt íþróttastarf félagsins. Þannig myndum við skilgreina íþróttina sem almenna íþróttagrein innan félagsins. Nú er unnið hörðum höndum að stefnumótun sem felur í sér innleiðingu rafíþrótta innan félagsins.Þetta hefur verið gert víða á Norðurlöndunum, til að mynda í Danmörku og gefið góða raun. Í Danmörku njóta starfræktar rafíþróttadeildir mikilla vinsælda meðal iðkenda. Raunar hafa þær vaxið mjög hratt á umliðnum árum. Þarlendis hefur þátttaka foreldra jafnframt verið mikil.Sjálfur hef ég vakið máls á rafíþróttum í Menningar-, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Þar hef ég viðrað þá hugmynd að innleiða rafíþróttir inn í starf allra íþróttafélaganna í Reykjavík, ekki síst með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og unglinga. Þessar hugmyndir hafa hlotið jákvæðar undirtektir í ráðinu enda allra hagur að snúa aðsteðjandi vandamálum í lausnir, þ.e. að snúa vörn í sókn.Ég hef því ákveðið að leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að íþróttafélögin í Reykjavík fái aðstoð við að innleiða rafíþróttir. Þannig gætu íþróttafélögin í Reykjavík óskað eftir samstarfi við borgina og borgin aðstoðað við að byggja upp deildir innan íþróttafélaganna í Reykjavík. Nýtum tæknina til góðs.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Íþróttafélagsins Fylkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Sem borgarfulltrúi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis fæ ég mjög gjarnan fregnir af börnum sem einangra sig félagslega, eru heima í tölvunni og geta jafnvel ekki slitið sig frá henni. Ástæða er til að ætla að tíðari fregnir af slíkum tilfellum muni berast, enda fleygir tækninni fram á ógnarhraða og tölvutæknin orðin órjúfanlegur hluti af lífi fólks nú til dags.Byltingarkennd og hröð tækniþróun þarf ekki endilega að vera neikvæð. Í dag þykir t.d. ekkert tiltökumál að hringja myndsímtal í börnin og barnabörnin sem búsett eru utan landsteinanna, jafnvel í annarri heimsálfu. Þá þykir okkur ekkert tiltökumál að vinna hvar sem er í heiminum, það eina sem þarf til er tölva.En auðvitað á tæknin líka sínar myrku hliðar og er ein birtingarmyndin sú að börn og ungmenni fara ekki út úr húsi, eiga nánast í engum mannlegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Þetta hefur alls konar fylgikvilla í för með sér, s.s. vanlíðan, kvíða, þunglyndi og offitu. En hvað er til ráða?Sjálfur hef ég haft miklar áhyggjur af þessari þróun og velt vöngum yfir henni. Reykjavíkurborg og íþróttafélögin öll geta nefnilega lagt sitt af mörkum í að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs.Í haust hafði ég spurnir af svokölluðum rafíþróttum, sem ganga út á að börn og unglingar mæli sér mót og æfi sig saman sem lið og einstaklingar í alls kyns tölvuleikjum. Rafíþróttir eru þannig eins og hefðbundnar íþróttir í þeim skilningi að iðkendur hittast á æfingum og keppa svo sín á milli á mótum, sams konar mótum og íþróttamótum. Þetta eitt og sér fær ungmenni til þess að fara út úr húsi, hitta aðra einstaklinga og mynda nauðsynleg félagsleg tengsl.Rafíþróttir sem almennar íþróttagreinarEftir að hafa heyrt um rafíþróttir ákvað ég að mæla mér mót við menn sem þekkja þetta erlendis frá og sótti í kjölfarið ráðstefnu sem haldinn var hérlendis um málið.Sem formaður Íþróttafélagsins Fylkis lagði ég til að félagið yrði fyrst til þess að innleiða rafíþróttir inn í almennt íþróttastarf félagsins. Þannig myndum við skilgreina íþróttina sem almenna íþróttagrein innan félagsins. Nú er unnið hörðum höndum að stefnumótun sem felur í sér innleiðingu rafíþrótta innan félagsins.Þetta hefur verið gert víða á Norðurlöndunum, til að mynda í Danmörku og gefið góða raun. Í Danmörku njóta starfræktar rafíþróttadeildir mikilla vinsælda meðal iðkenda. Raunar hafa þær vaxið mjög hratt á umliðnum árum. Þarlendis hefur þátttaka foreldra jafnframt verið mikil.Sjálfur hef ég vakið máls á rafíþróttum í Menningar-, Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Þar hef ég viðrað þá hugmynd að innleiða rafíþróttir inn í starf allra íþróttafélaganna í Reykjavík, ekki síst með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og unglinga. Þessar hugmyndir hafa hlotið jákvæðar undirtektir í ráðinu enda allra hagur að snúa aðsteðjandi vandamálum í lausnir, þ.e. að snúa vörn í sókn.Ég hef því ákveðið að leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að íþróttafélögin í Reykjavík fái aðstoð við að innleiða rafíþróttir. Þannig gætu íþróttafélögin í Reykjavík óskað eftir samstarfi við borgina og borgin aðstoðað við að byggja upp deildir innan íþróttafélaganna í Reykjavík. Nýtum tæknina til góðs.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Íþróttafélagsins Fylkis.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun