Lifði af Chapecoense flugslysið en lést eftir fótboltaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 11:30 Rafael Henzel er hér lengst til hægri með leikmönnunum þremur sem lifðu slysið af en þeir eru Alan Ruschel, Neto og Jackson Follmann. Getty/Jayson Braga Einn af þeim sex sem lifði af Chapecoense flugslysið árið 2016 lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Rafael Henzel var 45 ára brasilískur fjölmiðlamaður sem var að spila fótbolta með vinum sínum þegar hann féll skyndilega í jörðina. Henzel var fluttur á sjúkrahús en lést skömmu síðar. Aðeins þrír leikmenn Chapecoense komust af í flugslysinu en liðið var á leiðinni í úrslitaleik í Copa Sudamericana sem var spilaður í Kólumbíu. 77 farþegar voru í vélinni þar af 19 leikmenn Chapecoense.Rafael Henzel, one of six survivors of the Chapecoense plane crash, has died after he collapsed during a football match. "The green and white pages of this institution will always remember his example of overcoming [adversity] and everything he did."https://t.co/MAUBqIlMNxpic.twitter.com/tP4egUoBMg — BBC Sport (@BBCSport) March 27, 2019Chapecoense minnist Rafael Henzel sem „táknmyndar endurbyggingar félagsins“ eftir þetta mikla áfall að missa út allt aðalliðið sitt. Þeir þrír sem eftir stóðu voru það slasaðir að þeir voru ekkert að fara að spila alvöru fótbolta á næstunni. Rafael Henzel var mjög virtur fjölmiðlamaður en hann fór aftur í sitt gamla starf sem útvarpsmaður þegar hann var búinn að ná sér eftir flugslysið sem varð 28. nóvember 2016. „Allan sinn frábæra feril sagði Rafael söguna af Chapecoense,“ sagði í minningarfrétt á heimasíðu félagsins og þar er tekið fram að félagið muni aldrei gleyma hvað Rafael Henzel gerði fyrir það.Muito além de um símbolo da reconstrução, Rafael Henzel tornou-se parte da história da Chapecoense por eternizar, com a voz inconfundível, a emoção desmedida e o amor incondicional, os momentos mais marcantes da história do clube. Obrigado, Rafa!#VamosChapepic.twitter.com/VUPRKnV2Es — Chapecoense (@ChapecoenseReal) March 27, 2019Henzel braut sjö rifbein í slysinu en slapp annars ótrúlega vel. Hann gaf út bók þar sem hann sagði frá upplifun sinni af flugslysinu. Hinir fimm sem lifðu af voru leikmennirnir Alan Ruschel, Helio Zemper Neto og Jakson Follmann og flugþjónarnir Ximena Suarez og Erwin Tumiri. Henzel átti að lýsa næsta leik Chapecoense sem var á móti Criciúma í Copa do Brasil en Chapecoense biðlaði til brasilíska sambandsins að leiknum yrði frestað vegna fráfalls Rafael Henzel.Our condolences go out to the family of Rafael Henzel, journalist & Chapecoense crash survivor, who died last night aged 45 Here is one of his finest moments as a professional, commentating on Chape's historic Copa Sul-Americana semi-final win in 2016 pic.twitter.com/jlX8Q8ymzV — Yellow & Green Football (@football_yellow) March 27, 2019 Andlát Brasilía Fótbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Einn af þeim sex sem lifði af Chapecoense flugslysið árið 2016 lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Rafael Henzel var 45 ára brasilískur fjölmiðlamaður sem var að spila fótbolta með vinum sínum þegar hann féll skyndilega í jörðina. Henzel var fluttur á sjúkrahús en lést skömmu síðar. Aðeins þrír leikmenn Chapecoense komust af í flugslysinu en liðið var á leiðinni í úrslitaleik í Copa Sudamericana sem var spilaður í Kólumbíu. 77 farþegar voru í vélinni þar af 19 leikmenn Chapecoense.Rafael Henzel, one of six survivors of the Chapecoense plane crash, has died after he collapsed during a football match. "The green and white pages of this institution will always remember his example of overcoming [adversity] and everything he did."https://t.co/MAUBqIlMNxpic.twitter.com/tP4egUoBMg — BBC Sport (@BBCSport) March 27, 2019Chapecoense minnist Rafael Henzel sem „táknmyndar endurbyggingar félagsins“ eftir þetta mikla áfall að missa út allt aðalliðið sitt. Þeir þrír sem eftir stóðu voru það slasaðir að þeir voru ekkert að fara að spila alvöru fótbolta á næstunni. Rafael Henzel var mjög virtur fjölmiðlamaður en hann fór aftur í sitt gamla starf sem útvarpsmaður þegar hann var búinn að ná sér eftir flugslysið sem varð 28. nóvember 2016. „Allan sinn frábæra feril sagði Rafael söguna af Chapecoense,“ sagði í minningarfrétt á heimasíðu félagsins og þar er tekið fram að félagið muni aldrei gleyma hvað Rafael Henzel gerði fyrir það.Muito além de um símbolo da reconstrução, Rafael Henzel tornou-se parte da história da Chapecoense por eternizar, com a voz inconfundível, a emoção desmedida e o amor incondicional, os momentos mais marcantes da história do clube. Obrigado, Rafa!#VamosChapepic.twitter.com/VUPRKnV2Es — Chapecoense (@ChapecoenseReal) March 27, 2019Henzel braut sjö rifbein í slysinu en slapp annars ótrúlega vel. Hann gaf út bók þar sem hann sagði frá upplifun sinni af flugslysinu. Hinir fimm sem lifðu af voru leikmennirnir Alan Ruschel, Helio Zemper Neto og Jakson Follmann og flugþjónarnir Ximena Suarez og Erwin Tumiri. Henzel átti að lýsa næsta leik Chapecoense sem var á móti Criciúma í Copa do Brasil en Chapecoense biðlaði til brasilíska sambandsins að leiknum yrði frestað vegna fráfalls Rafael Henzel.Our condolences go out to the family of Rafael Henzel, journalist & Chapecoense crash survivor, who died last night aged 45 Here is one of his finest moments as a professional, commentating on Chape's historic Copa Sul-Americana semi-final win in 2016 pic.twitter.com/jlX8Q8ymzV — Yellow & Green Football (@football_yellow) March 27, 2019
Andlát Brasilía Fótbolti Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira