Mikið jafnræði var í fyrri hálfeik og í raun allan leikinn. Nanterre leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta en staðn var 40-39, Nanterre í vil í hálfleik.
Áfram hélt baráttan í síðari hálfeik og voru heimamenn í Nanterre þremur stigum yfir síðasta leikhlutann. Þeir stóðu af sér áhlaup þeirra ítölsku og unnu að lokum átta stiga sigur, 83-75.
VICTOIRE - POINTS D'AVANCE
Au terme d'un match héroïque, les nanterriens s'imposent et auront donc 8 points d'avance pour le match retour mercredi prochain à Bologne
______________
@Nanterre92 vs @Virtusbo#WeAreJSF#BasketballCLpic.twitter.com/KLDk9NsYQr
— Nanterre 92 (@Nanterre92) March 27, 2019
Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik fyrir Nanterre. Hann var næst stigahæstur með fjórtán stig en að auki tók hann þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Nanterre er því með fínt forskot fyrir síðari leik liðanna en næst mætast liðin á Ítalíu á miðvikudaginn næstkomandi.