Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Árni Jóhannsson skrifar 1. mars 2025 22:11 Borche þurfti stundum að biðla til dómara leiksins. Vísir/Anton Brink Borche Ilievski var ánægður með sína menn þrátt fyrir 90-87 tap gegn Val í 19. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Hann var hinsvegar ekki alveg viss með dómara leiksins í lok hans. Þjálfari ÍR, Borche Ilievski, var spurður að því eftir leikinn hvort hann hafi getað beðið um eitthvað meira frá sínum mönnum. „Ég meina við stóðum okkur vel í kvöld og það eina sem vantaði var að vinna leikinn. Ég er ánægður með það hvernig við komum inn í leikinn og hvernig þeir spiluðu mesta allan leikinn. Að sjálfsögðu þá eru mistök hér og þar sem eru hluti af leiknum. Ég er ekki viss um að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir slepptu því að flauta þegar Jakob Falko var snertur í lokasóknunum okkar. Ég er ekki viss hvort þetta hafi verið villur eða ekki en á hinum endanum var flautað á svipaða hluti. Ég set spurningamerki við þetta en svona er þetta. Við getum ekki kvartað, dómararnir sjá það sem þeir sjá og flauta á það sem þeir sjá. Ég er bara sorgmæddur yfir því að ná ekki í sigurinn.“ Það hlýtur samt að vera eitthvað sem Borche getur tekið jákvætt út úr leiknum í kvöld þrátt fyrir tap? „Ég er hrifinn af andanum og hvernig við spiluðum í 40 mínútur. Að endingu voru þeir kannski heppnari þegar boltinn barst til Kára þegar hann tók forystuna fyrir þá og við fengum tækifæri til að jafna í lokin en það fór ekki ofan í. Svona er það. Það er margt jákvætt og þetta er stíllinn okkar. Svona þurfum við að spila. Við náðum ekki að klára leikinn gegn Njarðvík og ekki þennan heldur og ég er dálítið vonsvikinn með það. Við þurfum að gera örlítið betur og leggja meira á okkur fyrir næsta leik.“ Talandi um að ná ekki að loka leikjum. Hefur Borche einhverjar áhyggjur af því að ÍR nái ekki að loka þessum leikjum? „Ég hef ekki áhyggjur. Ef Jakob Falko hefði fengið villurnar í lokin þá hefðum við lokað þessu. Það varð ekki og þannig er það. Við höldum bara áfram.“ Bónus-deild karla ÍR Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. 1. mars 2025 18:46 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira
Þjálfari ÍR, Borche Ilievski, var spurður að því eftir leikinn hvort hann hafi getað beðið um eitthvað meira frá sínum mönnum. „Ég meina við stóðum okkur vel í kvöld og það eina sem vantaði var að vinna leikinn. Ég er ánægður með það hvernig við komum inn í leikinn og hvernig þeir spiluðu mesta allan leikinn. Að sjálfsögðu þá eru mistök hér og þar sem eru hluti af leiknum. Ég er ekki viss um að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir slepptu því að flauta þegar Jakob Falko var snertur í lokasóknunum okkar. Ég er ekki viss hvort þetta hafi verið villur eða ekki en á hinum endanum var flautað á svipaða hluti. Ég set spurningamerki við þetta en svona er þetta. Við getum ekki kvartað, dómararnir sjá það sem þeir sjá og flauta á það sem þeir sjá. Ég er bara sorgmæddur yfir því að ná ekki í sigurinn.“ Það hlýtur samt að vera eitthvað sem Borche getur tekið jákvætt út úr leiknum í kvöld þrátt fyrir tap? „Ég er hrifinn af andanum og hvernig við spiluðum í 40 mínútur. Að endingu voru þeir kannski heppnari þegar boltinn barst til Kára þegar hann tók forystuna fyrir þá og við fengum tækifæri til að jafna í lokin en það fór ekki ofan í. Svona er það. Það er margt jákvætt og þetta er stíllinn okkar. Svona þurfum við að spila. Við náðum ekki að klára leikinn gegn Njarðvík og ekki þennan heldur og ég er dálítið vonsvikinn með það. Við þurfum að gera örlítið betur og leggja meira á okkur fyrir næsta leik.“ Talandi um að ná ekki að loka leikjum. Hefur Borche einhverjar áhyggjur af því að ÍR nái ekki að loka þessum leikjum? „Ég hef ekki áhyggjur. Ef Jakob Falko hefði fengið villurnar í lokin þá hefðum við lokað þessu. Það varð ekki og þannig er það. Við höldum bara áfram.“
Bónus-deild karla ÍR Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. 1. mars 2025 18:46 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut. 1. mars 2025 18:46