Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Sylvía Hall skrifar 27. mars 2019 17:58 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. Málþingið er lokaviðburður „Píkudaga“ sem fara fram 26. til 28. mars í háskólanum. Í svari Gunnars Braga til femínistafélagsins, sem hann hefur óskað eftir að verði lesið upp á málþinginu, segir hann ástæðuna vera undirtektir félagsins við yfirlýsingu Kvenréttindafélags Íslands sem lesin var upp á fundi Velferðarnefndar þann 4. mars í tengslum við Klausturmálið. Hann segir yfirlýsinguna einkennast af einelti og rógburði gegn eina kvenkyns þingmanni Miðflokksins, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. „[Þá mun] Miðflokkurinn ekki senda fulltrúa á þennan fund eða á aðrar samkomur félagsins að svo komnu máli. Með því að taka undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins hefur Femínistafélagið gert sig sekt um samskonar einelti og Kvenréttindafélagið.“Meðlimir stjórnar Femínistafélags Háskóla Íslands á viðburði Píkudaga.FacebookÁmælisvert að bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni Í yfirlýsingunni sem Gunnar Bragi vísar í mótmælti Kvenréttindafélag Íslands því að fulltrúar félagsins væru „settir í þá stöðu að þurfa að sitja fund með þingmanni sem hefði tekið þátt í hatursorðræðu á Klausturbar í nóvember“. Femínistafélagið tók einróma undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins og segir í svari sínu til Gunnars Braga að kyn Önnu Kolbrúnar kæmi yfirlýsingunni ekki við heldur þátttaka hennar í þeim umræðum sem fram fóru á Klausturbar. „Félaginu þykir miður að Gunnar Bragi reyni að láta líta svo út að yfirlýsing Kvenréttindafélagsins hafi eitthvað með kyn þingmannsins að gera. Það að ætla bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni á gjörðir einstaklinga þykir okkur ámælisvert,“ segir í svari Femínistafélagsins og er bent á að það sé ekki þingflokknum til framdráttar að aðeins ein kona sé innan þeirra raða. Að lokum segir í svarinu að Gunnar Bragi sé velkominn á málþing félagsins til þess að ræða við meðlimi þess fyrir opnum tjöldum. Félagið bauð þingflokksformönnum allra flokka á Alþingi að senda fulltrúa og hafa sex flokkar, Framsókn, Píratar, Samfylking, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn staðfest þátttöku sína. Flokkur fólksins afþakkaði þátttöku vegna anna. Gunnar Bragi afþakkar þátttöku í málþingi okkar á morgun með ásökunum um einelti og rógburð af hendi félagsins vegna stuðnings okkar við yfirlýsingu KRFÍ nýlega.Meðfylgjandi er opið svar okkar. pic.twitter.com/vDa9cSodEj— Femínistafélag HÍ (@femmafab) 27 March 2019 Alþingi Jafnréttismál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. Málþingið er lokaviðburður „Píkudaga“ sem fara fram 26. til 28. mars í háskólanum. Í svari Gunnars Braga til femínistafélagsins, sem hann hefur óskað eftir að verði lesið upp á málþinginu, segir hann ástæðuna vera undirtektir félagsins við yfirlýsingu Kvenréttindafélags Íslands sem lesin var upp á fundi Velferðarnefndar þann 4. mars í tengslum við Klausturmálið. Hann segir yfirlýsinguna einkennast af einelti og rógburði gegn eina kvenkyns þingmanni Miðflokksins, Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. „[Þá mun] Miðflokkurinn ekki senda fulltrúa á þennan fund eða á aðrar samkomur félagsins að svo komnu máli. Með því að taka undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins hefur Femínistafélagið gert sig sekt um samskonar einelti og Kvenréttindafélagið.“Meðlimir stjórnar Femínistafélags Háskóla Íslands á viðburði Píkudaga.FacebookÁmælisvert að bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni Í yfirlýsingunni sem Gunnar Bragi vísar í mótmælti Kvenréttindafélag Íslands því að fulltrúar félagsins væru „settir í þá stöðu að þurfa að sitja fund með þingmanni sem hefði tekið þátt í hatursorðræðu á Klausturbar í nóvember“. Femínistafélagið tók einróma undir yfirlýsingu Kvenréttindafélagsins og segir í svari sínu til Gunnars Braga að kyn Önnu Kolbrúnar kæmi yfirlýsingunni ekki við heldur þátttaka hennar í þeim umræðum sem fram fóru á Klausturbar. „Félaginu þykir miður að Gunnar Bragi reyni að láta líta svo út að yfirlýsing Kvenréttindafélagsins hafi eitthvað með kyn þingmannsins að gera. Það að ætla bera fyrir sig kyn til að sleppa við gagnrýni á gjörðir einstaklinga þykir okkur ámælisvert,“ segir í svari Femínistafélagsins og er bent á að það sé ekki þingflokknum til framdráttar að aðeins ein kona sé innan þeirra raða. Að lokum segir í svarinu að Gunnar Bragi sé velkominn á málþing félagsins til þess að ræða við meðlimi þess fyrir opnum tjöldum. Félagið bauð þingflokksformönnum allra flokka á Alþingi að senda fulltrúa og hafa sex flokkar, Framsókn, Píratar, Samfylking, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn staðfest þátttöku sína. Flokkur fólksins afþakkaði þátttöku vegna anna. Gunnar Bragi afþakkar þátttöku í málþingi okkar á morgun með ásökunum um einelti og rógburð af hendi félagsins vegna stuðnings okkar við yfirlýsingu KRFÍ nýlega.Meðfylgjandi er opið svar okkar. pic.twitter.com/vDa9cSodEj— Femínistafélag HÍ (@femmafab) 27 March 2019
Alþingi Jafnréttismál Miðflokkurinn Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41