Bilun kom upp í morgun í kerfum hjá Reiknistofu bankanna (RB) sem gerir það að verkum að færslur birtast ekki á reikningsyfirlitum hjá Landsbankanum og Íslandsbanka.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RB en þar segir að staða reikninga í netbönkum, öppum og hraðbönkum sé engu að síður rétt.
Viðskiptavinir eru beðnir um að gæta að því að endurtaka ekki greiðslur og/eða millifærslur þó þær sjáist ekki á yfirliti.
Þá getur bilunin einnig orsakað hægagang í netbönkum hjá Landsbankanum og Íslandsbanka.
„RB harmar atvikið og vinnur hörðum höndum að úrlausn málsins. Frekari upplýsingar verða veittar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu.
Bilun hjá Reiknistofu bankanna
