Enn eitt tapið hjá Celtics │Houston tryggði sig í úrslitakeppnina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. mars 2019 07:30 Kyrie Irving og félagar eru í vandræðum vísir/getty Boston Celtics tapaði fjórða leiknum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans Pelicans réðu ekkert við James Harden og stjörnurnar í Golden State Warriors skinu skært. LaMarcus Aldridge var óstöðvandi í liði San Antonio Spurs sem fór létt með Boston Celtics á heimavelli þeirra grænu í nótt. Aldridge var með 48 stig og 13 fráköst, en Spurs vann leikinn 115-96. Eftir leikinn funduðu leikmenn Celtics lengi á bak við luktar dyr áður en þeir sinntu sínum hefðbundnu fjölmiðlaskyldum eftir leiki. „Það er erfitt að vinna. Liðsumhverfi er erfitt,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn en hann skoraði 11 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum. „Þetta er ekki svo einfalt að það sé nóg að hlusta á alla aðra tala um hvað sé í gangi hjá liðinu. Það hefur enginn verið í minni stöðu áður, svo ég býst ekki við að neinn skilji það og þá getur enginn talað um það.“48 PTS | 13 REB | 6 AST@aldridge_12 fuels the @spurs victory on the road in Boston! #GoSpursGopic.twitter.com/Hs5BY6Y4bE — NBA (@NBA) March 25, 2019 Í New Orleans setti James Harden 28 stig þegar Houston Rockets vann 113-90 sigur á New Orleans Pelicans og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni. Hann spilaði hins vegar rétt um 29 mínútur í leiknum. Rockets vann fjórtánda leikinn af síðustu sextán og eru þeir komnir upp í þriðja sæti vesturdeildarinnar. Heimamenn komust aldrei yfir í leiknum en það vantaði stór skörð í lið þeirra. Af þeim sem spiluðu leikinn var Frank Jackson stigahæstur með 19 stig.#Rockets@JHarden13's 28 PTS (6 3PM) propel the @HoustonRockets past NOP! pic.twitter.com/aA07wZGo9c — NBA (@NBA) March 25, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State Warriors töpuðu stórt fyrir Dallas Mavericks um helgina en það var ekki upp á teningnum í nótt þegar þeir fengu Detroit Pistons í heimsókn. Stephen Curry, sem hafði hvílt í leiknum gegn Dallas, skoraði 26 stig og Klay Thompson bættu við 24 í leik þar sem stóru nöfnin sýndu afhverju þeir taka sviðsljósið svo oft. Golden State vann leikinn 121-114. Kevin Durant setti 14 stig og 11 stoðsendingar og Draymond Green var einnig með 14 stig. „Það leið engum vel eftir tapið, ekki heldur okkur sem spiluðum ekki leikinn. Það sást vel á leik okkar í kvöld að við vildum svara fyrir það strax,“ sagði Curry eftir leikinn. Golden State er í harðri baráttu við Denver Nuggets um toppsæti vesturdeildarinnar.@StephenCurry30 (26 PTS, 5 3PM) and @KlayThompson (24 PTS, 4 3PM) combine for 50 in the @warriors win at Oracle Arena! #DubNationpic.twitter.com/rPYvybqFuD — NBA (@NBA) March 25, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - LA Clippers 113-124 Milwaykee Bucks - Cleveland Cavaliers 127-105 Indiana Pacers - Denver Nuggets 124-88 Toronto Raptors - Charlotte Hornets 114-115 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 90-113 Boston Celtics - San Antonio Spurs 96-115 Golden State Warriors - Detroit Pistons 121-114 Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 111-106 NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Boston Celtics tapaði fjórða leiknum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans Pelicans réðu ekkert við James Harden og stjörnurnar í Golden State Warriors skinu skært. LaMarcus Aldridge var óstöðvandi í liði San Antonio Spurs sem fór létt með Boston Celtics á heimavelli þeirra grænu í nótt. Aldridge var með 48 stig og 13 fráköst, en Spurs vann leikinn 115-96. Eftir leikinn funduðu leikmenn Celtics lengi á bak við luktar dyr áður en þeir sinntu sínum hefðbundnu fjölmiðlaskyldum eftir leiki. „Það er erfitt að vinna. Liðsumhverfi er erfitt,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn en hann skoraði 11 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum. „Þetta er ekki svo einfalt að það sé nóg að hlusta á alla aðra tala um hvað sé í gangi hjá liðinu. Það hefur enginn verið í minni stöðu áður, svo ég býst ekki við að neinn skilji það og þá getur enginn talað um það.“48 PTS | 13 REB | 6 AST@aldridge_12 fuels the @spurs victory on the road in Boston! #GoSpursGopic.twitter.com/Hs5BY6Y4bE — NBA (@NBA) March 25, 2019 Í New Orleans setti James Harden 28 stig þegar Houston Rockets vann 113-90 sigur á New Orleans Pelicans og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni. Hann spilaði hins vegar rétt um 29 mínútur í leiknum. Rockets vann fjórtánda leikinn af síðustu sextán og eru þeir komnir upp í þriðja sæti vesturdeildarinnar. Heimamenn komust aldrei yfir í leiknum en það vantaði stór skörð í lið þeirra. Af þeim sem spiluðu leikinn var Frank Jackson stigahæstur með 19 stig.#Rockets@JHarden13's 28 PTS (6 3PM) propel the @HoustonRockets past NOP! pic.twitter.com/aA07wZGo9c — NBA (@NBA) March 25, 2019 Ríkjandi meistarar í Golden State Warriors töpuðu stórt fyrir Dallas Mavericks um helgina en það var ekki upp á teningnum í nótt þegar þeir fengu Detroit Pistons í heimsókn. Stephen Curry, sem hafði hvílt í leiknum gegn Dallas, skoraði 26 stig og Klay Thompson bættu við 24 í leik þar sem stóru nöfnin sýndu afhverju þeir taka sviðsljósið svo oft. Golden State vann leikinn 121-114. Kevin Durant setti 14 stig og 11 stoðsendingar og Draymond Green var einnig með 14 stig. „Það leið engum vel eftir tapið, ekki heldur okkur sem spiluðum ekki leikinn. Það sást vel á leik okkar í kvöld að við vildum svara fyrir það strax,“ sagði Curry eftir leikinn. Golden State er í harðri baráttu við Denver Nuggets um toppsæti vesturdeildarinnar.@StephenCurry30 (26 PTS, 5 3PM) and @KlayThompson (24 PTS, 4 3PM) combine for 50 in the @warriors win at Oracle Arena! #DubNationpic.twitter.com/rPYvybqFuD — NBA (@NBA) March 25, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - LA Clippers 113-124 Milwaykee Bucks - Cleveland Cavaliers 127-105 Indiana Pacers - Denver Nuggets 124-88 Toronto Raptors - Charlotte Hornets 114-115 New Orleans Pelicans - Houston Rockets 90-113 Boston Celtics - San Antonio Spurs 96-115 Golden State Warriors - Detroit Pistons 121-114 Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 111-106
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira