„Þetta þýðir að hörð átök eru framundan innan Sjálfstæðisflokksinsum málið og sennilega innan Framsóknarflokksins líka. Staðan innan VG er óljósari,“ skrifar Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins á bloggsíðu sína styrmir.is
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu utanríkisráðherra um að leggja fyrir Alþingi tillögu um hinn umdeilda þriðja orkupakka.
Að sögn Styrmis kom í ljós í haust að grasrótin innan Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu séu ekki til í að taka þátt í að þingmenn flokksins samþykki málið fyrir sína parta.
„Þeir þingmenn flokksins, sem greiða atkvæði með orkupakkanum munu missa traust flokksmanna með afgerandi hætti. Verði þeir þess ekki varir á næstu vikum munu þeir finna það skýrt og greinilega í prófkjörum vegna næstu alþingiskosninga. Hér er nefnilega ekki á ferð venjuleg pólitískt álitaefni heldur grundvallarmál, sem varðar fullveldi Íslands og yfirráð yfir einni af helztu auðlindum landsins.“
Styrmir telur að margir Sjálfstæðismenn muni ekki fyrirgefa þetta svo glatt; sínum mönnum fyrir að bregðast í þessu máli.
„Á næsta landsfundi mun afleiðingarnar koma fram í harkalegum deilum í umræðum um málið og við kjör forystumanna a.m.k. í verulega minnkandi hlutfalli þeirra, sem greiða forystumönnum atkvæði sitt.“
Styrmir spáir hörðum átökum innan Sjálfstæðisflokksins
![Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að fjölmargir innan Sjálfstæðisflokknum muni aldrei fyrirgefa þingmönnum flokksins stuðning við málið.](https://www.visir.is/i/2BED0439839EE1FB45ED3E7266C3B5C87F6393FE7257A1897167A5BC40E4898E_713x0.jpg)
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/3BE784B820B1CFF9B4C1CE6046B06201CB05E48AC111784C2035275506D31A1E_308x200.jpg)
Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi.