Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2019 13:26 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Verkfallsvörðum Eflingar var meinuð innganga á hótelið Reykjavík Natura, sem er í eigu Icelandair Hotels, í dag. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, fyrir utan hótelið í dag en fjölmiðlamönnum var meinuð innganga inn á hótelið. Sólveig segir fulltrúa Eflingar hafa sinnt hefðbundinni verkfallsvörslu um allan bæ í dag en þegar komið var á Reykjavík Natura var þeim tilkynnt að verkfallsvörðum yrði ekki hleypt upp á hæðir hótelsins til að sinna vörslunni. Fulltrúar Eflingar stóðu því í anddyri hótelsins í töluverðan tíma þar til tveimur verkfallsvörðum var hleypt upp á hæðirnar, að sögn Sólveigar. „Ég get ekki fullyrt hvað okkur grunar að sé í gangi en ég fæ ekki góða tilfinningu þegar við komum á hótel og það er tekið á móti okkur með þessum hætti og meinað að stunda eðlilega verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna sem bætti við að eftir nokkurt streð fengu fulltrúarnir að fara upp á hæðirnar.Verkfallsverðir segja mun fleiri brot í dag en í síðustu aðgerðum Eflingar.Vísir/VilhelmAthygli vakti að starfsmenn frá þrifafyrirtækinu Dögum voru við þrif í anddyri hótelsins en Sólveig Anna sagði að það væri eðlilegt að þeir tækju að sér þrif í anddyrinu. Efling ætlaði hins vegar að fá úr því skorið hvort það væri sannleikanum samkvæmt og að þeir gengju ekki í störf þerna með því að þrífa hótelherbergi. „Það fylgdi ekki sögunni hvort að Dagar væru hér í þrifum sem eiga að vera í Eflingar höndum.“ Kristinn Örn Arnarsson og Edda Margrét Hilmarsdóttir hafa sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag en þau segja verkfallsbrot mun tíðari í dag en þegar Efling var í síðustu verkfallsaðgerðum fyrr í mánuðinum. Þau höfðu rekist á þernur, starfsmenn og þjóna á veitingahúsum sem eru rekin undir kennitölum hótelanna. Á einu slíku sáu þau yfirþernu sem greiðir í Eflingu en eftir að þau útskýrðu fyrir henni hver staðan væri lagði hún niður störf og gekk út með þeim. „Hún var mjög hugrökk,“ sagði Edda Margrét um yfirþernuna. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Verkfallsvörðum Eflingar var meinuð innganga á hótelið Reykjavík Natura, sem er í eigu Icelandair Hotels, í dag. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, fyrir utan hótelið í dag en fjölmiðlamönnum var meinuð innganga inn á hótelið. Sólveig segir fulltrúa Eflingar hafa sinnt hefðbundinni verkfallsvörslu um allan bæ í dag en þegar komið var á Reykjavík Natura var þeim tilkynnt að verkfallsvörðum yrði ekki hleypt upp á hæðir hótelsins til að sinna vörslunni. Fulltrúar Eflingar stóðu því í anddyri hótelsins í töluverðan tíma þar til tveimur verkfallsvörðum var hleypt upp á hæðirnar, að sögn Sólveigar. „Ég get ekki fullyrt hvað okkur grunar að sé í gangi en ég fæ ekki góða tilfinningu þegar við komum á hótel og það er tekið á móti okkur með þessum hætti og meinað að stunda eðlilega verkfallsvörslu,“ segir Sólveig Anna sem bætti við að eftir nokkurt streð fengu fulltrúarnir að fara upp á hæðirnar.Verkfallsverðir segja mun fleiri brot í dag en í síðustu aðgerðum Eflingar.Vísir/VilhelmAthygli vakti að starfsmenn frá þrifafyrirtækinu Dögum voru við þrif í anddyri hótelsins en Sólveig Anna sagði að það væri eðlilegt að þeir tækju að sér þrif í anddyrinu. Efling ætlaði hins vegar að fá úr því skorið hvort það væri sannleikanum samkvæmt og að þeir gengju ekki í störf þerna með því að þrífa hótelherbergi. „Það fylgdi ekki sögunni hvort að Dagar væru hér í þrifum sem eiga að vera í Eflingar höndum.“ Kristinn Örn Arnarsson og Edda Margrét Hilmarsdóttir hafa sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag en þau segja verkfallsbrot mun tíðari í dag en þegar Efling var í síðustu verkfallsaðgerðum fyrr í mánuðinum. Þau höfðu rekist á þernur, starfsmenn og þjóna á veitingahúsum sem eru rekin undir kennitölum hótelanna. Á einu slíku sáu þau yfirþernu sem greiðir í Eflingu en eftir að þau útskýrðu fyrir henni hver staðan væri lagði hún niður störf og gekk út með þeim. „Hún var mjög hugrökk,“ sagði Edda Margrét um yfirþernuna.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira