Lífið

Járnsætið reyndist staðsett í Svíþjóð en ekki á Íslandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Landslagið verður að teljast nokkuð íslenskt í útliti.
Landslagið verður að teljast nokkuð íslenskt í útliti. Skjáskot/Youtube
Aðdáendum þáttanna Game of Thrones bauðst að gera tilkall til hins fræga Járnsætis, The Iron Throne, í nýrri auglýsingaherferð fyrir þættina. Sex hásætum var komið fyrir víðsvegar um heiminn en eitt þeirra fannst í Svíþjóð í dag. Hásætið reyndist því ekki vera á Íslandi, líkt og margir höfðu talið líklegt.

Herferðinni var hleypt af stokkunum í aðdraganda frumsýningar nýjustu, og jafnframt síðustu, seríu þáttanna undir yfirskriftinni For The Throne, eða Fyrir krúnuna. Aðdáendum gafst kostur á að leita að áðurnefndum hásætum sem falin höfðu verið á óræðum stöðum í heiminum.

„Gerðu tilkall til krúnunnar áður en tíminn rennur út,“ segir á opinberri vefsíðu þáttanna en engar vísbendingar um staðsetningar hásætanna voru gefnar upp, utan myndbanda af hásætunum sem birt voru á YouTube.

Eitt hásætið stóð innan um snæviþakin fjöll og þótti mörgum landslagið minna um margt á Ísland. Íslandi hafði þannig verið velt upp sem mögulegri staðsetningu í athugasemdum við umrætt myndband en í dag kom í ljós að hásætið var staðsett í Svíþjóð.

Opinber Twitter-reikningur HBO á Norðurlöndum birti nú fyrir skömmu mynd af aðdáendunum sem fundu hásætið: konungi og drottningu norðursins.

Þá römbuðu aðdáendur á annað hásæti í miðjum skógi fyrr í dag, líkt og sjá má hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.