Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 13:27 Leigubílsstjórar eru í viðbragðsstöðu en Guðmundur Börkur segir þessi uppgrip ekkert sérstakt ánægjuefni. fbl/stefán Þó uppgrip séu í spilunum vegna verkfalls langferðabifreiða, sem brestur á um miðnætti að öllu óbreyttu, er það ekki svo að leigubílsstjórar hugsi sér gott til glóðarinnar. Guðmundur Börkur Thorarensen framkvæmdastjóri BSR-leigubíla segist ekki vilja nota orðið „uppgrip“ um komandi tíð. „Við reynum okkar besta en það er ljóst að leigubílstjórar geta ekki sinnt öllum þeim fjölda sem fer með rútufyrirtækjunum á sólarhring,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Vísi.Veruleg skerðing á farþegaflutningum Fyrir liggur að verkfallið mun setja strik í reikninginn hvað varðar flutninga á farþegum. Að sögn Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, er þetta á bilinu fjögur til fimm hundruð bílstjórar í Eflingu sem voru á kjörskrá. Og svo er um að ræða hátt í tólf hundruð hótelstarfsmenn sem munu leggja niður störf á miðnætti. Svo bætast meðlimir VR við.Vísir ræddi við Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, fyrr í dag en hann segir að fyrirtækið muni einbeita sér að því að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. Að sögn Björns munu um 170 starfsmenn Kynnisferða leggja niður störf komi til verkfalla. Um fimmtán bílstjórar eru ekki í stéttarfélögunum tveimur sem boðað hafa verkföll og munu þeir keyra flugrútuna milli BSÍ og Keflavíkur á morgun. Þjónustan verður hins vegar skert. Leigubílsstjórar í viðbragðsstöðu Guðmundur Börkur segir að á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum séu um 600 leigubílar í heildina, og er þá litið til allra stöðva svo sem BSR, Hreyfils og Aðalstöðvarinnar í Keflavík. Hann segir að til þessa hafi komið áður, það er verkfall hjá rútubílsstjórum, og þá hafi verið mikið að gera. Og leigubílsstjórar eru nú í viðbragðsstöðu og fylgjast grannt með fréttum af gangi mála.Við erum þá að tala um fyrirsjáanleg uppgrip? „Mér finnst þetta ekki ánægjuefni. Upplifun ferðamannsins skiptir öllu mál. Ferðaþjónustan skila krónum í þjóðarbúið sem svo allir njóta með beinum og óbeinum hætti. Einn sólarhringur eða nokkrir dagar hafa ekki teljandi áhrif á afkomu leigubílstjóra, ekki þegar litið er til heils árs. En skiptir meiru fyrir afkomu leigubílsstjóra að ferðaþjónustan í heild gangi vel,“ segir Guðmundur Börkur. Sem telur þetta áhyggjuefni fyrir okkur öll. „Þetta skiptir alla máli. Ef ekki eru ferðamenn er fólk ekki í vinnu, í hótelum og svo mörgum öðrum greinum.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Þó uppgrip séu í spilunum vegna verkfalls langferðabifreiða, sem brestur á um miðnætti að öllu óbreyttu, er það ekki svo að leigubílsstjórar hugsi sér gott til glóðarinnar. Guðmundur Börkur Thorarensen framkvæmdastjóri BSR-leigubíla segist ekki vilja nota orðið „uppgrip“ um komandi tíð. „Við reynum okkar besta en það er ljóst að leigubílstjórar geta ekki sinnt öllum þeim fjölda sem fer með rútufyrirtækjunum á sólarhring,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Vísi.Veruleg skerðing á farþegaflutningum Fyrir liggur að verkfallið mun setja strik í reikninginn hvað varðar flutninga á farþegum. Að sögn Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, er þetta á bilinu fjögur til fimm hundruð bílstjórar í Eflingu sem voru á kjörskrá. Og svo er um að ræða hátt í tólf hundruð hótelstarfsmenn sem munu leggja niður störf á miðnætti. Svo bætast meðlimir VR við.Vísir ræddi við Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, fyrr í dag en hann segir að fyrirtækið muni einbeita sér að því að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. Að sögn Björns munu um 170 starfsmenn Kynnisferða leggja niður störf komi til verkfalla. Um fimmtán bílstjórar eru ekki í stéttarfélögunum tveimur sem boðað hafa verkföll og munu þeir keyra flugrútuna milli BSÍ og Keflavíkur á morgun. Þjónustan verður hins vegar skert. Leigubílsstjórar í viðbragðsstöðu Guðmundur Börkur segir að á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum séu um 600 leigubílar í heildina, og er þá litið til allra stöðva svo sem BSR, Hreyfils og Aðalstöðvarinnar í Keflavík. Hann segir að til þessa hafi komið áður, það er verkfall hjá rútubílsstjórum, og þá hafi verið mikið að gera. Og leigubílsstjórar eru nú í viðbragðsstöðu og fylgjast grannt með fréttum af gangi mála.Við erum þá að tala um fyrirsjáanleg uppgrip? „Mér finnst þetta ekki ánægjuefni. Upplifun ferðamannsins skiptir öllu mál. Ferðaþjónustan skila krónum í þjóðarbúið sem svo allir njóta með beinum og óbeinum hætti. Einn sólarhringur eða nokkrir dagar hafa ekki teljandi áhrif á afkomu leigubílstjóra, ekki þegar litið er til heils árs. En skiptir meiru fyrir afkomu leigubílsstjóra að ferðaþjónustan í heild gangi vel,“ segir Guðmundur Börkur. Sem telur þetta áhyggjuefni fyrir okkur öll. „Þetta skiptir alla máli. Ef ekki eru ferðamenn er fólk ekki í vinnu, í hótelum og svo mörgum öðrum greinum.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05