Bíó og sjónvarp

Önnur sería Ófærðar fékk 334 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði

Birgir Olgeirsson skrifar
Ófærðar-þættirnir njóta gífurlegra vinsælda á Íslandi.
Ófærðar-þættirnir njóta gífurlegra vinsælda á Íslandi. Mynd/Lilja Jóns
Önnur sería íslensku glæpaþáttaraðarinnar Ófærðar fékk 334 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði. Þetta kemur fram í yfirliti um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands en fyrst var greint frá málinu á vef Ríkisútvarpsins.

Kvikmyndaverkefni sem unnin eru hér á landi geta fengið 25 prósent af kostnaði verkefnisins endurgreidd úr ríkissjóði. Séu 334 milljónirnar framreiknaðar miðað við endurgreiðsluna má ætla að önnur sería Ófærðar hafi kostað 1,3 milljarða króna. Fyrsta serían fékk 236 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði.

Önnur verkefni sem fengu endurgreiðslu úr ríkissjóði er til dæmis kvikmyndin Lof mér að falla, sem er eina kvikmyndin sem hefur fengið endurgreiðslu á árinu.

Hér fyrir neðan má sjá listann yfir endurgreiðslurnar á árinu:


Tengdar fréttir

Bretar furða sig á byssuleysinu í Ófærð

BBC4 sýndi lokaþátt Ófærðar um helgina. Sigríður Pétursdóttir býr í London. Hefur mátt hafa sig alla við að svara forvitnum Bretum um hjúskaparstöðu Ólafs Darra, myrkrið og byssuleysið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.