Vantar fjármagn til að ljúka breytingum á fleiri deildum geðsviðs Sighvatur Jónsson skrifar 20. mars 2019 12:15 Breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga sem voru framin þar. Vísir/Sighvatur Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni í ágúst 2017. Breytingarnar á verklaginu lúta meðal annars að auknu eftirliti með fólki og rafrænni áminningu til starfsmanna um að líta reglulega eftir sjúklingum sem taldir eru líklegir til að valda sér skaða. Þeir sem eru taldir í mestri hættu þurfa að vera undir stöðugu eftirliti. Breytingarnar á húsnæði deildanna eru umtalsverðar. Fjarlægja þarf allt sem sjúklingar gætu notað til að skaða sig. Einnig hafa verið gerðar breytingar á vinnuaðstöðu starfsfólks. En vinnunni er langt því frá að vera lokið að sögn Eyrúnar Thorstensen, verkefnastjóra á geðsviði Landspítala. Hún segir framkvæmdum lokið við þrjár deildir af átta, ekki sé hægt að halda vinnunni áfram fyrr en frekara fjármagn fæst. „Við þurfum að laga gríðarlega margt inni á legudeildunum okkar til að gera umhverfið öruggt.“ Eyrún kveðst ekki geta sagt til um hvenær hægt verði að ljúka breytingum á þeim deildum sem þarf að gera endurbætur á. Verkefnið sé gríðarlega kostnaðarsamt, það sé verkefni stjórnenda Landspítala að fara fram á fjármagn vegna framkvæmdanna og rökstyðja þörf þeirra.Uppfært klukkan 16:45 Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, segir að verið sé að vinna upp langvarandi viðhaldsskort á húsnæði spítalans. Fjárveitingar vegna þessa hafi aukist, í dag verji ríkið ríflega tveimur milljörðum króna í viðhaldsverkefni á Landspítala. Stefán Hrafn segir ýmsa aðra þætti en fjármagn takmarka hraða og framgang verkefna, meðal annars skort á iðnaðarmönnum. Hann segir einnig erfitt að loka deildum þar sem mikil þörf sé fyrir þjónustu. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á húsnæði og verklagi á geðsviði Landspítala. Gripið var til aðgerðanna í kjölfar þess að tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni í ágúst 2017. Breytingarnar á verklaginu lúta meðal annars að auknu eftirliti með fólki og rafrænni áminningu til starfsmanna um að líta reglulega eftir sjúklingum sem taldir eru líklegir til að valda sér skaða. Þeir sem eru taldir í mestri hættu þurfa að vera undir stöðugu eftirliti. Breytingarnar á húsnæði deildanna eru umtalsverðar. Fjarlægja þarf allt sem sjúklingar gætu notað til að skaða sig. Einnig hafa verið gerðar breytingar á vinnuaðstöðu starfsfólks. En vinnunni er langt því frá að vera lokið að sögn Eyrúnar Thorstensen, verkefnastjóra á geðsviði Landspítala. Hún segir framkvæmdum lokið við þrjár deildir af átta, ekki sé hægt að halda vinnunni áfram fyrr en frekara fjármagn fæst. „Við þurfum að laga gríðarlega margt inni á legudeildunum okkar til að gera umhverfið öruggt.“ Eyrún kveðst ekki geta sagt til um hvenær hægt verði að ljúka breytingum á þeim deildum sem þarf að gera endurbætur á. Verkefnið sé gríðarlega kostnaðarsamt, það sé verkefni stjórnenda Landspítala að fara fram á fjármagn vegna framkvæmdanna og rökstyðja þörf þeirra.Uppfært klukkan 16:45 Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, Stefán Hrafn Hagalín, segir að verið sé að vinna upp langvarandi viðhaldsskort á húsnæði spítalans. Fjárveitingar vegna þessa hafi aukist, í dag verji ríkið ríflega tveimur milljörðum króna í viðhaldsverkefni á Landspítala. Stefán Hrafn segir ýmsa aðra þætti en fjármagn takmarka hraða og framgang verkefna, meðal annars skort á iðnaðarmönnum. Hann segir einnig erfitt að loka deildum þar sem mikil þörf sé fyrir þjónustu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira