Bandaríkjastjórn hótar Evrópu með tollum á vín og osta Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 13:38 Deilurnar snúast um niðurgreiðslur til evrópska flugvélaframleiðandans Airbus sem Bandaríkjastjórn telur ólögmætar. Vísir/EPA Tollar gætu verið lagðir á evrópsk vín og osta sem fluttir eru til Bandaríkjanna eftir að Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) komst að þeirri niðurstöðu að niðurgreiðslur í þágu evrópska flugvélaframleiðandans Airbus hefðu komið niður á Bandaríkjunum. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lengi deilt um niðurgreiðslur hvors þeirra um sig til flugfélagaframleiðendanna Boeing annars vegar og Airbus hins vegar. Úrskurður WTO um styrki til Airbus féll Bandaríkjunum í vil í dag og segjast viðskiptafulltrúar Bandaríkjastjórnar ætla að leggja toll á evrópskar vörur að verðmæti allt að ellefu milljarðar dollara í framhaldinu. Talsmenn Evrópusambandsins segja þá upphæð fjarri öllu lagi. Það sé aðeins krafa Bandaríkjastjórnar og WTO eigi enn eftir að taka afstöðu til þess hvaða kröfu hún geti gert á hendur sambandsins. Bandaríkjastjórn hefur engu að síður þegar gefið út lista yfir evrópskar vörur sem gætu sætt innflutningstollum á næstunni. Þar á meðal eru flugvélar, ostar, vín, ólífuolía og bifhjól svo eitthvað sé nefnt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump Bandaríkjaforseti hleypti samskiptum Bandaríkjanna við Evrópu upp í fyrra þegar hann lagði verndartolla á innflutt stál og ál. Evrópumenn svöruðu með því að leggja tolla á bandarískar vörur. Frekari tollar á evrópskar vörur eru líklegir til að reyna enn á samskiptin yfir Atlantshafið. Evrópusambandið hefur einnig sakað Bandaríkjastjórn um að styrkja Boeing, keppinaut Airbus, með ólöglegum hætti og hótað að leggjatolla á bandarískar vörur vegna þess. Áfengi og tóbak Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tollar gætu verið lagðir á evrópsk vín og osta sem fluttir eru til Bandaríkjanna eftir að Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO) komst að þeirri niðurstöðu að niðurgreiðslur í þágu evrópska flugvélaframleiðandans Airbus hefðu komið niður á Bandaríkjunum. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lengi deilt um niðurgreiðslur hvors þeirra um sig til flugfélagaframleiðendanna Boeing annars vegar og Airbus hins vegar. Úrskurður WTO um styrki til Airbus féll Bandaríkjunum í vil í dag og segjast viðskiptafulltrúar Bandaríkjastjórnar ætla að leggja toll á evrópskar vörur að verðmæti allt að ellefu milljarðar dollara í framhaldinu. Talsmenn Evrópusambandsins segja þá upphæð fjarri öllu lagi. Það sé aðeins krafa Bandaríkjastjórnar og WTO eigi enn eftir að taka afstöðu til þess hvaða kröfu hún geti gert á hendur sambandsins. Bandaríkjastjórn hefur engu að síður þegar gefið út lista yfir evrópskar vörur sem gætu sætt innflutningstollum á næstunni. Þar á meðal eru flugvélar, ostar, vín, ólífuolía og bifhjól svo eitthvað sé nefnt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump Bandaríkjaforseti hleypti samskiptum Bandaríkjanna við Evrópu upp í fyrra þegar hann lagði verndartolla á innflutt stál og ál. Evrópumenn svöruðu með því að leggja tolla á bandarískar vörur. Frekari tollar á evrópskar vörur eru líklegir til að reyna enn á samskiptin yfir Atlantshafið. Evrópusambandið hefur einnig sakað Bandaríkjastjórn um að styrkja Boeing, keppinaut Airbus, með ólöglegum hætti og hótað að leggjatolla á bandarískar vörur vegna þess.
Áfengi og tóbak Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent