LeBron James yfirgaf heimstöðvarnar í Cleveland og samdi við Los Angeles Lakers. Síðan þá hefur hann verið afar duglegur að auglýsa alls konar hluti sem tengjast ekkert körfuboltanum eins og víngerð og framleiðslu á sjónvarpsþáttum.
Á sama tíma hefur lítið gengið hjá Lakers liðinu sem er fyrir löngu búið að klúðra sínum möguleika á sæti í úrslitakeppninni.
Þetta slæma gengi inn á vellinum hefur fært gagnrýnendum vopnin í gagnrýni sinni og sumir hafa ekki sparað lýsingar sínar á því hvernig forgangsröðun LeBron hefur breyst.
Einn af þessum mönnum er Colin Cowherd á Fox Sports sem hefur tekið eftir stórri breytingu á nálgun LeBron James.
Colin fjallaði um þessa breytingu í gær og hér fyrir neðan má sjá hann taka hinn „nýja“ LeBron James fyrir.
"LeBron neck and neck with Kobe? I thought that argument had been won by LeBron... LeBron was a 'we' guy, now he's a 'me' guy. That poll lets you know exactly how all that's landing to players in the league. There's been a tipping point." — @ColinCowherdpic.twitter.com/ofQiDtKClw
— FOX Sports (@FOXSports) April 8, 2019
Colin Cowherd gerir hér mikið úr því að í könnun meðal NBA-leikmanna í deildinni í dag þá fékk Michael Jordan yfirburðarkosningu sem besti leikmaður allra tíma í NBA-deildinni.
James er reyndar í öðru sæti en 60 prósentum á eftir Jordan og bara rétt á undan KobeBryant.
Að mati ColinCowherd eru vinsældir KobeBryant að aukast á meðan þær eru að hrynja hjá LeBron James.
Svo má horfa á það hversu illa James gengur að fá leikmenn til að koma til sín til Los AngelesLakers. Honum gengur meira segja illa að fá leikmenn til að leika með sér körfubolta í myndinni SpaceJam 2.
Lykilatriðið er að mati Cowherd er að LeBron James var „við gæi“ en er núna „ég gæi“. Allt hjá LeBron í dag snýst um hann sjálfan og ævintýri hans í Hollywood og annars staðar utan körfuboltavallarins.