Seinni bylgjan: Sú besta saknaði stórleikjanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. apríl 2019 17:00 Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, var besti leikmaður seinni hluta Olís-deildar kvenna að mati Seinni bylgjunnar. Hún var einnig valin best í fyrri hlutanum. Valskonur eru ríkjandi bikar- og deildarmeistarar og eru komnar í 1-0 í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur liðanna fer fram í kvöld. Eftir tveggja ára frí frá handbolta gekk Íris Björk í raðir Vals í sumar. Hún lék alla 22 leiki Vals í Olís-deildinni og í þeim varði hún 13,6 skot að meðaltali, eða 42,8% þeirra skota sem hún fékk á sig. Þá var Íris Björk með 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Íris Björk mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. „Allar mínar bestu vinkonur eru í handboltanum og lífið hefur snúist svo lengi um hann. Maður saknaði stórleikjanna og allra þessara augnablika,“ sagði Íris Björk um ástæðu þess að hún tók skóna af hillunni. Valur fékk á sig fæst mörk allra í Olís-deildinni og Íris Björk hrósaði varnarleik liðsins. „Þetta er klikkuð vörn. Eins og allir sjá er Anna Úrsúla [Guðmundsdóttir] svindlleikmaður. Hún er rugluð, ekki bara út frá handboltahæfileikum heldur er hún hjartað í öllum liðum sem hún er í,“ sagði Íris Björk um Önnu Úrsúlu. Þær hafa leikið lengi saman og urðu m.a. tvisvar Íslandsmeistarar með Gróttu. Jóhann Gunnar Einarsson spurði Írisi Björk hver erfiðasti mótherji hennar væri. „Ég á ekki að segja þetta því við erum að spila á móti þeim en Berta [Rut Harðardóttir] hefur haft mig svolítið í vasanum á þessu tímabili. Í gegnum tíðina hefur Ester Óskarsdóttir reynst mér erfið,“ sagði Íris Björk. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Deildarmeistarar Vals unnu öruggan fimm marka sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta og tóku þar með forystu í einvíginu. 6. apríl 2019 16:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, var besti leikmaður seinni hluta Olís-deildar kvenna að mati Seinni bylgjunnar. Hún var einnig valin best í fyrri hlutanum. Valskonur eru ríkjandi bikar- og deildarmeistarar og eru komnar í 1-0 í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur liðanna fer fram í kvöld. Eftir tveggja ára frí frá handbolta gekk Íris Björk í raðir Vals í sumar. Hún lék alla 22 leiki Vals í Olís-deildinni og í þeim varði hún 13,6 skot að meðaltali, eða 42,8% þeirra skota sem hún fékk á sig. Þá var Íris Björk með 1,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Íris Björk mætti í settið í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gærkvöldi. „Allar mínar bestu vinkonur eru í handboltanum og lífið hefur snúist svo lengi um hann. Maður saknaði stórleikjanna og allra þessara augnablika,“ sagði Íris Björk um ástæðu þess að hún tók skóna af hillunni. Valur fékk á sig fæst mörk allra í Olís-deildinni og Íris Björk hrósaði varnarleik liðsins. „Þetta er klikkuð vörn. Eins og allir sjá er Anna Úrsúla [Guðmundsdóttir] svindlleikmaður. Hún er rugluð, ekki bara út frá handboltahæfileikum heldur er hún hjartað í öllum liðum sem hún er í,“ sagði Íris Björk um Önnu Úrsúlu. Þær hafa leikið lengi saman og urðu m.a. tvisvar Íslandsmeistarar með Gróttu. Jóhann Gunnar Einarsson spurði Írisi Björk hver erfiðasti mótherji hennar væri. „Ég á ekki að segja þetta því við erum að spila á móti þeim en Berta [Rut Harðardóttir] hefur haft mig svolítið í vasanum á þessu tímabili. Í gegnum tíðina hefur Ester Óskarsdóttir reynst mér erfið,“ sagði Íris Björk. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Deildarmeistarar Vals unnu öruggan fimm marka sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta og tóku þar með forystu í einvíginu. 6. apríl 2019 16:30 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 24-19 | Deildarmeistararnir byrja úrslitakeppnina af krafti Deildarmeistarar Vals unnu öruggan fimm marka sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta og tóku þar með forystu í einvíginu. 6. apríl 2019 16:30
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti