Skoða hvort ástæða sé til þess að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassa Sighvatur Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. apríl 2019 21:00 Einn af þeim stöðum þar sem spila má í spilakassa er við Lækjartorg. vísir/egill Hörður Helgi Helgason, lögmaður Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), segir að í ljósi hækkaðs áhættumats ríkislögreglustjóra varðandi það að peningaþvætti sé stundað í gegnum spilakassa muni happdrættið taka það til skoðunar hvort ástæða sé til að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassana. Lögreglu grunar að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur mikla ógn vera vegna peningaþvættis hér á landi, samkvæmt nýju áhættumati. Eitt af því sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti er að eigendur kassanna, sem á Íslandi eru bara tvö fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands, geri enga kröfu um gott orðspor, eins og það er orðað, þeirra sem reka kassana. Spurður út í það hvort fylgjast þurfi betur með þeim aðilum sem reka kassana segir Hörður að síðastliðin tvö ár hafi HHÍ byggt á áhættumati sem kom frá Evrópusambandinu. „Þar var þessi hætta metin meðalhá, í öðru stigi af fjórum. Á þeim grundvelli þá hefur ekki verið gripið til þess að skoða bakgrunn eða krefjast gagna um þessa rekstraraðila. En á grundvelli þessa hækkaða mats RLS þá mun happdrættið að sjálfsögðu taka til skoðunar hvort ástæða sé til þess að grípa meira inn í og skoða sterkar bakgrunn þeirra sem reka þessa staði,“ segir Hörður. Þá segir hann tiltölulega auðvelt að stemma stigu við því magni af fé sem hægt sé að flytja í gegnum spilakassana. Í kjölfar áhættumats ESB árið 2017 hafi HHÍ strax gripið til þeirra aðgerða að lækka mögulega fjárhæð sem getur verið til spils hverju sinni. „Sem veldur því að það verður mjög fyrirhafnarmikið að velta háum fjárhæðum í gegnum þessa pípu,“ segir Hörður. Fjárhættuspil Ísland á gráum lista FATF Lögreglumál Tengdar fréttir Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Hörður Helgi Helgason, lögmaður Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), segir að í ljósi hækkaðs áhættumats ríkislögreglustjóra varðandi það að peningaþvætti sé stundað í gegnum spilakassa muni happdrættið taka það til skoðunar hvort ástæða sé til að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassana. Lögreglu grunar að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur mikla ógn vera vegna peningaþvættis hér á landi, samkvæmt nýju áhættumati. Eitt af því sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti er að eigendur kassanna, sem á Íslandi eru bara tvö fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands, geri enga kröfu um gott orðspor, eins og það er orðað, þeirra sem reka kassana. Spurður út í það hvort fylgjast þurfi betur með þeim aðilum sem reka kassana segir Hörður að síðastliðin tvö ár hafi HHÍ byggt á áhættumati sem kom frá Evrópusambandinu. „Þar var þessi hætta metin meðalhá, í öðru stigi af fjórum. Á þeim grundvelli þá hefur ekki verið gripið til þess að skoða bakgrunn eða krefjast gagna um þessa rekstraraðila. En á grundvelli þessa hækkaða mats RLS þá mun happdrættið að sjálfsögðu taka til skoðunar hvort ástæða sé til þess að grípa meira inn í og skoða sterkar bakgrunn þeirra sem reka þessa staði,“ segir Hörður. Þá segir hann tiltölulega auðvelt að stemma stigu við því magni af fé sem hægt sé að flytja í gegnum spilakassana. Í kjölfar áhættumats ESB árið 2017 hafi HHÍ strax gripið til þeirra aðgerða að lækka mögulega fjárhæð sem getur verið til spils hverju sinni. „Sem veldur því að það verður mjög fyrirhafnarmikið að velta háum fjárhæðum í gegnum þessa pípu,“ segir Hörður.
Fjárhættuspil Ísland á gráum lista FATF Lögreglumál Tengdar fréttir Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00