Skoða hvort ástæða sé til þess að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassa Sighvatur Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. apríl 2019 21:00 Einn af þeim stöðum þar sem spila má í spilakassa er við Lækjartorg. vísir/egill Hörður Helgi Helgason, lögmaður Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), segir að í ljósi hækkaðs áhættumats ríkislögreglustjóra varðandi það að peningaþvætti sé stundað í gegnum spilakassa muni happdrættið taka það til skoðunar hvort ástæða sé til að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassana. Lögreglu grunar að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur mikla ógn vera vegna peningaþvættis hér á landi, samkvæmt nýju áhættumati. Eitt af því sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti er að eigendur kassanna, sem á Íslandi eru bara tvö fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands, geri enga kröfu um gott orðspor, eins og það er orðað, þeirra sem reka kassana. Spurður út í það hvort fylgjast þurfi betur með þeim aðilum sem reka kassana segir Hörður að síðastliðin tvö ár hafi HHÍ byggt á áhættumati sem kom frá Evrópusambandinu. „Þar var þessi hætta metin meðalhá, í öðru stigi af fjórum. Á þeim grundvelli þá hefur ekki verið gripið til þess að skoða bakgrunn eða krefjast gagna um þessa rekstraraðila. En á grundvelli þessa hækkaða mats RLS þá mun happdrættið að sjálfsögðu taka til skoðunar hvort ástæða sé til þess að grípa meira inn í og skoða sterkar bakgrunn þeirra sem reka þessa staði,“ segir Hörður. Þá segir hann tiltölulega auðvelt að stemma stigu við því magni af fé sem hægt sé að flytja í gegnum spilakassana. Í kjölfar áhættumats ESB árið 2017 hafi HHÍ strax gripið til þeirra aðgerða að lækka mögulega fjárhæð sem getur verið til spils hverju sinni. „Sem veldur því að það verður mjög fyrirhafnarmikið að velta háum fjárhæðum í gegnum þessa pípu,“ segir Hörður. Fjárhættuspil Ísland á gráum lista FATF Lögreglumál Tengdar fréttir Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Hörður Helgi Helgason, lögmaður Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), segir að í ljósi hækkaðs áhættumats ríkislögreglustjóra varðandi það að peningaþvætti sé stundað í gegnum spilakassa muni happdrættið taka það til skoðunar hvort ástæða sé til að kanna betur bakgrunn þeirra sem reka spilakassana. Lögreglu grunar að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis. Greiningardeild ríkislögreglustjóra telur mikla ógn vera vegna peningaþvættis hér á landi, samkvæmt nýju áhættumati. Eitt af því sem kemur fram í skýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti er að eigendur kassanna, sem á Íslandi eru bara tvö fyrirtæki, Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands, geri enga kröfu um gott orðspor, eins og það er orðað, þeirra sem reka kassana. Spurður út í það hvort fylgjast þurfi betur með þeim aðilum sem reka kassana segir Hörður að síðastliðin tvö ár hafi HHÍ byggt á áhættumati sem kom frá Evrópusambandinu. „Þar var þessi hætta metin meðalhá, í öðru stigi af fjórum. Á þeim grundvelli þá hefur ekki verið gripið til þess að skoða bakgrunn eða krefjast gagna um þessa rekstraraðila. En á grundvelli þessa hækkaða mats RLS þá mun happdrættið að sjálfsögðu taka til skoðunar hvort ástæða sé til þess að grípa meira inn í og skoða sterkar bakgrunn þeirra sem reka þessa staði,“ segir Hörður. Þá segir hann tiltölulega auðvelt að stemma stigu við því magni af fé sem hægt sé að flytja í gegnum spilakassana. Í kjölfar áhættumats ESB árið 2017 hafi HHÍ strax gripið til þeirra aðgerða að lækka mögulega fjárhæð sem getur verið til spils hverju sinni. „Sem veldur því að það verður mjög fyrirhafnarmikið að velta háum fjárhæðum í gegnum þessa pípu,“ segir Hörður.
Fjárhættuspil Ísland á gráum lista FATF Lögreglumál Tengdar fréttir Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Gruna að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis Embætti ríkislögreglustjóra segir skattsvik vera alvarlegt og umfangsmikið vandamál hér á landi. Þar að auki sé mikil ógn af skattsvikum í tengslum við fjárþvætti hér á landi. Sömuleiðis er veruleg hætta á því að spilakassar geti verið notaðir til að þvætta fé og leikur grunur á að það sé ítrekað gert. 5. apríl 2019 15:00