Dregur úr trúverðugleika seðlabankans Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. apríl 2019 11:55 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði seðlabankans í kjarasamningum. Vísir/vilhelm „Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu. Nýr kjarasamningur er að hluta sniðinn utan um vaxtastig í landinu. Í tilkynningu frá ASÍ segir að það sé forsenda að vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningnum séu ákvæði um uppsögn verði vaxtalækkanir ekki að veruleika. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent og í síðustu fundargerð peningastefnunefndar sem var birt í gær ítrekar nefndin að peningastefnan á næstu misserum muni að miklu leyti ráðast af launahækkunum og áhrifum þeirra á verðbólgu. Fari verðbólga fram úr markmiðum verða vextir því mögulega hækkaðir. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði Seðlabankans með því að gera peningastefnuna að forsendu í kjarasamningum. „Seðlabankanum ber einfaldlega að bregðast við verðlagsþróun með hækkun eða lækkun vaxta. Ef kjarasamningar leiða til hógvægrar verðbólgu að þá er engin ástæða til að ætla annað en að seðlabankinn muni lækka vexti. Verði raunin önnur að þá ber bankanum auðvitað að bregðast við því með því að beita þeim tækjum sem hann hefur," segir Þorsteinn. Þurfi seðlabankinn á samningstímabilinu að bregðast við efnahagsþróun með vaxtahækkun hafi samningsaðilar engar löglegar leiðir til þess að knýja hann til annars, enda er hann sjálfstæð stofnun. „Það er mjög óeðlilegt að setja þennan þrýsting á seðlabankann; að kjarasamningum geti verið sagt upp ef bankinn lækkar ekki vexti." „Það hefur alltaf verið horft til þess í vestrænum ríkjum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka að það sé alveg gríðarlega mikilvægt að bankinn sé sjálfstæður í störfum sínum. Sé ekki beittur þrýstingi að hálfu stjórnmálamanna eða annarra aðila til ákvarðana sem ekki eru í takti við þau markmið sem bankanum ber að vinna eftir. Af því slíkt grefur til lengdar undan trúverðugleika peningastefnunnar," segir Þorsteinn Víglundsson. Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Vegið er að sjálfstæði Seðlabankans í nýjum kjarasamningi að sögn Þorsteins Víglundssonar þinmanns Viðreisnar. Óeðlilegt sé að gefa bankanum fyrirmæli en forsenda samningsins er að vextir lækki verulega á samningstímabilinu. Nýr kjarasamningur er að hluta sniðinn utan um vaxtastig í landinu. Í tilkynningu frá ASÍ segir að það sé forsenda að vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Í tilkynningu Eflingar segir að í samningnum séu ákvæði um uppsögn verði vaxtalækkanir ekki að veruleika. Stýrivextir eru í dag 4,5 prósent og í síðustu fundargerð peningastefnunefndar sem var birt í gær ítrekar nefndin að peningastefnan á næstu misserum muni að miklu leyti ráðast af launahækkunum og áhrifum þeirra á verðbólgu. Fari verðbólga fram úr markmiðum verða vextir því mögulega hækkaðir. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur vegið að sjálfstæði Seðlabankans með því að gera peningastefnuna að forsendu í kjarasamningum. „Seðlabankanum ber einfaldlega að bregðast við verðlagsþróun með hækkun eða lækkun vaxta. Ef kjarasamningar leiða til hógvægrar verðbólgu að þá er engin ástæða til að ætla annað en að seðlabankinn muni lækka vexti. Verði raunin önnur að þá ber bankanum auðvitað að bregðast við því með því að beita þeim tækjum sem hann hefur," segir Þorsteinn. Þurfi seðlabankinn á samningstímabilinu að bregðast við efnahagsþróun með vaxtahækkun hafi samningsaðilar engar löglegar leiðir til þess að knýja hann til annars, enda er hann sjálfstæð stofnun. „Það er mjög óeðlilegt að setja þennan þrýsting á seðlabankann; að kjarasamningum geti verið sagt upp ef bankinn lækkar ekki vexti." „Það hefur alltaf verið horft til þess í vestrænum ríkjum með sjálfstæða peningastefnu og sjálfstæðan seðlabanka að það sé alveg gríðarlega mikilvægt að bankinn sé sjálfstæður í störfum sínum. Sé ekki beittur þrýstingi að hálfu stjórnmálamanna eða annarra aðila til ákvarðana sem ekki eru í takti við þau markmið sem bankanum ber að vinna eftir. Af því slíkt grefur til lengdar undan trúverðugleika peningastefnunnar," segir Þorsteinn Víglundsson.
Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira