Bein útsending: Framtíðarskipan vinnumála og breytingar á vinnumarkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 10:17 Málþingið fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Vísir/Vilhelm Ráðstefna um framtíðarskipan vinnumála og breytingar á vinnumarkaði (Future of Work) verður haldin í Hörpu dagana 4. og 5. apríl. Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, er haldin í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og Alþjóðavinnumálastofnunina í tilefni af því að öld er liðin frá því að Alþjóðavinnumálastofnunin tók til stafa. Streymt er beint frá ráðstefnunni og má sjá beina útsendingu hér að neðan.Ráðstefnan er sú síðasta af fjórum sem haldnar hafa verið árlega síðan 2016 í aðildarríkjum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í tilefni aldarafmælisins. Þar verða kynntar niðurstöður nefndar á vegum stofnunarinnar sem í eiga sæti þjóðarleiðtogar og sérfræðingar á sviði félags- og vinnumála. Þær byggja á niðurstöðum úr skýrslum frá fyrri afmælisráðstefnum. Kynnt verður áfangaskýrsla úr rannsókn Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíð vinnumála og breytingar á vinnumarkaði sem unnin er af rannsóknarstofnuninni Fafo í Noregi. Þá verður lögð sérstök áhersla á umræður um stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, flytur erindi og hefur nokkrum alþjóðasamtökum verið boðið að senda fulltrúa til að taka þátt, m.a. Evrópusambandinu, OECD o.fl. Í ár verður aldarafmælis Alþjóðavinnumálastofnunarinnar minnst með margvíslegum hætti en hún hóf starfsemi í framhaldi af friðarsamningunum sem bundu enda á fyrri heimsstyrjöldina árið 1919. Í tilefni afmælisins hleypti stofnunin auk þess af stokkunum verkefnum sem beindust að eftirfarandi þáttum: -þróun atvinnulífs og samfélags -atvinnusköpun - einnig í þágu þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði -breytingum á skipulagi vinnumála vegna nýrrar tækni -samskiptum atvinnurekenda og launafólks, réttindum og skyldum, formi á reglusetningu o.fl. á sviði félags- og vinnumála. Því var beint til ríkisstjórna aðildarríkjanna að efna til umræðna um framangreinda þætti sem gætu orðið innlegg í stefnumótun fyrir starfsemi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í nánustu framtíð. Ríkisstjórnir Norðurlandanna í samvinnu við Skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar, Alþjóðavinnumálastofnunina og samtök aðila vinnumarkaðarins stofnuðu til samstarfsverkefnis af þessu tilefni. Haustið 2017 hófst rannsóknarverkefni sem beinist að breytingum á skipulagi vinnumála og áhrifum þess á norræna vinnumarkaðsmódelið. Enn fremur er sjónum beint að því með hvaða hætti hægt er að hafa áhrif á framvinduna þannig að sá samfélagslegi árangur sem Norðurlöndin hafa náð á sviði félags- og vinnumála glatist ekki. Frá árinu 2016 hafa eins og að framan greinir verið haldnar árlegar ráðstefnur um framtíð vinnumála sem fylgt hafa formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Þar hafa verið tekin fyrir afmörkuð verkefni á framangreindum málefnasviðum. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Finnlandi árið 2016, önnur í Noregi árið 2017 og sú þriðja í Svíþjóð vorið 2018. Lokaráðstefnan verður í Hörpu. Vinnumarkaður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira
Ráðstefna um framtíðarskipan vinnumála og breytingar á vinnumarkaði (Future of Work) verður haldin í Hörpu dagana 4. og 5. apríl. Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, er haldin í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og Alþjóðavinnumálastofnunina í tilefni af því að öld er liðin frá því að Alþjóðavinnumálastofnunin tók til stafa. Streymt er beint frá ráðstefnunni og má sjá beina útsendingu hér að neðan.Ráðstefnan er sú síðasta af fjórum sem haldnar hafa verið árlega síðan 2016 í aðildarríkjum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í tilefni aldarafmælisins. Þar verða kynntar niðurstöður nefndar á vegum stofnunarinnar sem í eiga sæti þjóðarleiðtogar og sérfræðingar á sviði félags- og vinnumála. Þær byggja á niðurstöðum úr skýrslum frá fyrri afmælisráðstefnum. Kynnt verður áfangaskýrsla úr rannsókn Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíð vinnumála og breytingar á vinnumarkaði sem unnin er af rannsóknarstofnuninni Fafo í Noregi. Þá verður lögð sérstök áhersla á umræður um stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, flytur erindi og hefur nokkrum alþjóðasamtökum verið boðið að senda fulltrúa til að taka þátt, m.a. Evrópusambandinu, OECD o.fl. Í ár verður aldarafmælis Alþjóðavinnumálastofnunarinnar minnst með margvíslegum hætti en hún hóf starfsemi í framhaldi af friðarsamningunum sem bundu enda á fyrri heimsstyrjöldina árið 1919. Í tilefni afmælisins hleypti stofnunin auk þess af stokkunum verkefnum sem beindust að eftirfarandi þáttum: -þróun atvinnulífs og samfélags -atvinnusköpun - einnig í þágu þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði -breytingum á skipulagi vinnumála vegna nýrrar tækni -samskiptum atvinnurekenda og launafólks, réttindum og skyldum, formi á reglusetningu o.fl. á sviði félags- og vinnumála. Því var beint til ríkisstjórna aðildarríkjanna að efna til umræðna um framangreinda þætti sem gætu orðið innlegg í stefnumótun fyrir starfsemi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í nánustu framtíð. Ríkisstjórnir Norðurlandanna í samvinnu við Skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar, Alþjóðavinnumálastofnunina og samtök aðila vinnumarkaðarins stofnuðu til samstarfsverkefnis af þessu tilefni. Haustið 2017 hófst rannsóknarverkefni sem beinist að breytingum á skipulagi vinnumála og áhrifum þess á norræna vinnumarkaðsmódelið. Enn fremur er sjónum beint að því með hvaða hætti hægt er að hafa áhrif á framvinduna þannig að sá samfélagslegi árangur sem Norðurlöndin hafa náð á sviði félags- og vinnumála glatist ekki. Frá árinu 2016 hafa eins og að framan greinir verið haldnar árlegar ráðstefnur um framtíð vinnumála sem fylgt hafa formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Þar hafa verið tekin fyrir afmörkuð verkefni á framangreindum málefnasviðum. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Finnlandi árið 2016, önnur í Noregi árið 2017 og sú þriðja í Svíþjóð vorið 2018. Lokaráðstefnan verður í Hörpu.
Vinnumarkaður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Sjá meira