„Við munum undirrita kjarasamning á morgun" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. apríl 2019 01:01 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi eftir miðnætti. „Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er það sem við stefnum að. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hátt í eitt hundrað manns verið á skrifstofu ríkissáttasemjara í dag að leggja lokahönd á samninga. Fulltrúar frá stjórnvöldum hafa komið og kynnt sinn aðgerðarpakka fyrir verkalýðshreyfingunni auk þess sem bakland félaganna hefur verið í húsi. Halldór segir stöðuna ágæta. „Þetta hefur verið langt og strangt ferli. Þetta hefur tekið á marga og hér hefur á tímum verið tekist hart á. En á endanum er þetta með þeim hætti að allir aðilar eiga að geta ágætlega við þetta unað og það er fyrir mestu. Að létta þeirri óvissu sem hefur legið eins og mara yfir samfélaginu allt of lengi," segir Halldór. Fundur á að hefjast á nýjan leik klukkan átta í fyrramálið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, stefnir að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil á morgun. „Við ákváðum að slíta fundi núna og hittast aftur í fyrramálið og gera þá lokaatlögu að því að klára þetta. Birta síðan undirskrifaðan samning sem við getum lagt til okkar félagsmanna í atkvæðagreiðslu á næstu dögum og kynnt fyrir almenningi vonandi seinni partinn á morgun," sagði Ragnar að loknum fundi eftir miðnætti. „Ég er allavega mjög bjartsýnn á að við náum að klára þetta fyrir hádegi." Rætt hefur verið um vaxtalækkanir, breytingar á verðtryggingu og skattamál í dag. Ragnar vill lítið gefa upp um efni samningsins og segir erfitt að útskýra eitt atriði án þess að annað þurfi með að fylgja. „Stóri ramminn er kominn, bæði hvað varðar okkar samninga við SA og síðan aðkomu stjórnvalda," segir hann. „Þetta er þríhliða samningur aðila sem eru að reyna bæta lífskjör almennings hér á landi." „Það á eftir að segja nokkur já við okkur í viðbót og þá er þetta komið," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ekki standi þó mikið út af. „Ég hef engar áhyggjur af því að við klárum það ekki."Ertu sáttur?„Það er þannig þegar maður er í kjarasamningsgerð að maður vill alltaf meira. Og kjarabaráttu fyrir bættum kjörum íslensks verkafólks og launafólks lýkur aldrei. Við klárum þetta og svo förum við í næsta slag," sagði Vilhjálmur að loknum fundi í kvöld. Kjaramál Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
„Við munum undirrita kjarasamning á morgun. Það er það sem við stefnum að. Það er lítið eftir en það er gott að hvíla sig áður en lokaákvörðun er tekin," sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara skömmu eftir miðnætti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa hátt í eitt hundrað manns verið á skrifstofu ríkissáttasemjara í dag að leggja lokahönd á samninga. Fulltrúar frá stjórnvöldum hafa komið og kynnt sinn aðgerðarpakka fyrir verkalýðshreyfingunni auk þess sem bakland félaganna hefur verið í húsi. Halldór segir stöðuna ágæta. „Þetta hefur verið langt og strangt ferli. Þetta hefur tekið á marga og hér hefur á tímum verið tekist hart á. En á endanum er þetta með þeim hætti að allir aðilar eiga að geta ágætlega við þetta unað og það er fyrir mestu. Að létta þeirri óvissu sem hefur legið eins og mara yfir samfélaginu allt of lengi," segir Halldór. Fundur á að hefjast á nýjan leik klukkan átta í fyrramálið og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, stefnir að því að undirrita kjarasamning um hádegisbil á morgun. „Við ákváðum að slíta fundi núna og hittast aftur í fyrramálið og gera þá lokaatlögu að því að klára þetta. Birta síðan undirskrifaðan samning sem við getum lagt til okkar félagsmanna í atkvæðagreiðslu á næstu dögum og kynnt fyrir almenningi vonandi seinni partinn á morgun," sagði Ragnar að loknum fundi eftir miðnætti. „Ég er allavega mjög bjartsýnn á að við náum að klára þetta fyrir hádegi." Rætt hefur verið um vaxtalækkanir, breytingar á verðtryggingu og skattamál í dag. Ragnar vill lítið gefa upp um efni samningsins og segir erfitt að útskýra eitt atriði án þess að annað þurfi með að fylgja. „Stóri ramminn er kominn, bæði hvað varðar okkar samninga við SA og síðan aðkomu stjórnvalda," segir hann. „Þetta er þríhliða samningur aðila sem eru að reyna bæta lífskjör almennings hér á landi." „Það á eftir að segja nokkur já við okkur í viðbót og þá er þetta komið," segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ekki standi þó mikið út af. „Ég hef engar áhyggjur af því að við klárum það ekki."Ertu sáttur?„Það er þannig þegar maður er í kjarasamningsgerð að maður vill alltaf meira. Og kjarabaráttu fyrir bættum kjörum íslensks verkafólks og launafólks lýkur aldrei. Við klárum þetta og svo förum við í næsta slag," sagði Vilhjálmur að loknum fundi í kvöld.
Kjaramál Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira