Kynsvall í félagsheimilinu á sama tíma og börnin spiluðu fótbolta fyrir utan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 13:00 Börn í fótbolta. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Maja Hitij Foreldrar í smábæ í Þýskalandi vöknuðu upp við vondan draum á dögunum þegar þeir uppgötvuðu það sem var í gangi í félagsheimili fótboltaliðs bæjarins á sama tíma og börnin þeirra voru að keppa í fótbolta á sama stað. Bild sagði frá því að knattspyrnulið bæjarins hafi leigt út félagsheimilið á sama tíma og þrettán ára lið félagsins var að spila. Bærinn heitir Wetter og er nálægt Dortmund. Félagið ber nafn bæjarins og heitir FC Wetter. FC Wetter ákvað að leigja húsið út í miðjum síðasta mánuði og stjórnarmenn félagsins vissu ekki betur en að þar færi fram „venjulegt“ steggjapartí. Leigjandinn var fyrrum stjórnarformaður félagsins og hafði fullt traust félagsins.Während eines Jugendfußballspiels des FC Wetter soll im Vereinsheim nebenan eine Sexparty stattgefunden haben. https://t.co/ubPEfc7xWI — WDR aktuell (@WDR) April 2, 2019Annað kom hins vegar á daginn. Þetta var mjög gróft steggjapartí enda ekki aðeins boðið upp á glæsilegar veitingar og áfenga drykki heldur einnig fengu menn möguleika á að taka þátt í hreinu og beinu kynlífssvalli. Foreldrar sem voru mættir til að fylgjast með fótboltaleik barnanna urðu vitni af því að fullt af bílum fór að streyma inn á bílastæði félagsheimilsins og þá sáust menn líka í sloppum að reykja fyrir utan félagsheimilið. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo þar. Fatih Esbe, stjórnarformaður FC Wetter, fékk síðan skilaboð frá þjálfara unglingaliðsins að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þarna. „Þá voru menn farnir að bera dýnur inn í húsið,“ sagði Peter Pierskalla, gjaldkeri félagsins, í samtali við Bild.BILDplus Inhalt Eltern drohen mit Kündigung! - Pächter holt Sex-Party ins Fußball-Vereinsheim https://t.co/x4dBRwLvoz#BILD_Ruhrgebiet#N — BILD Ruhrgebiet (@BILD_Ruhrgebiet) April 1, 2019Esbe fór í framhaldinu að húsinu til að athuga betur hvað væri eiginlega í gangi þarna. „Þegar ég kom á svæðið þá voru allir inn í húsinu. Það var búið að líma fyrir alla glugga. Ég var með lykil og vildi komast inn en þeir hleyptu mér ekki inn,“ sagði Fatih Esbe við Bild en hann var enn í áfalli tveimur vikum síðar. Öryggisverðir svallsins hleyptu engum inn. FC Wetter hefur nú skiljanlega sagt upp leigusamningnum við Walter-Julius Stolte, umræddan fyrrum stjórnarformann félagsins, og skipuleggjanda kynsvallsins. Hann hefur reyndar hótað kærum og málaferlum þeim sem halda því fram að kynslífsvall hafi farið fram í húsinu. Þeir sem voru á svæðinu eru aftur á móti ekki í neinum vafa samkvæmt frétt Bild. Fótbolti Þýskaland Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Sjá meira
Foreldrar í smábæ í Þýskalandi vöknuðu upp við vondan draum á dögunum þegar þeir uppgötvuðu það sem var í gangi í félagsheimili fótboltaliðs bæjarins á sama tíma og börnin þeirra voru að keppa í fótbolta á sama stað. Bild sagði frá því að knattspyrnulið bæjarins hafi leigt út félagsheimilið á sama tíma og þrettán ára lið félagsins var að spila. Bærinn heitir Wetter og er nálægt Dortmund. Félagið ber nafn bæjarins og heitir FC Wetter. FC Wetter ákvað að leigja húsið út í miðjum síðasta mánuði og stjórnarmenn félagsins vissu ekki betur en að þar færi fram „venjulegt“ steggjapartí. Leigjandinn var fyrrum stjórnarformaður félagsins og hafði fullt traust félagsins.Während eines Jugendfußballspiels des FC Wetter soll im Vereinsheim nebenan eine Sexparty stattgefunden haben. https://t.co/ubPEfc7xWI — WDR aktuell (@WDR) April 2, 2019Annað kom hins vegar á daginn. Þetta var mjög gróft steggjapartí enda ekki aðeins boðið upp á glæsilegar veitingar og áfenga drykki heldur einnig fengu menn möguleika á að taka þátt í hreinu og beinu kynlífssvalli. Foreldrar sem voru mættir til að fylgjast með fótboltaleik barnanna urðu vitni af því að fullt af bílum fór að streyma inn á bílastæði félagsheimilsins og þá sáust menn líka í sloppum að reykja fyrir utan félagsheimilið. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo þar. Fatih Esbe, stjórnarformaður FC Wetter, fékk síðan skilaboð frá þjálfara unglingaliðsins að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þarna. „Þá voru menn farnir að bera dýnur inn í húsið,“ sagði Peter Pierskalla, gjaldkeri félagsins, í samtali við Bild.BILDplus Inhalt Eltern drohen mit Kündigung! - Pächter holt Sex-Party ins Fußball-Vereinsheim https://t.co/x4dBRwLvoz#BILD_Ruhrgebiet#N — BILD Ruhrgebiet (@BILD_Ruhrgebiet) April 1, 2019Esbe fór í framhaldinu að húsinu til að athuga betur hvað væri eiginlega í gangi þarna. „Þegar ég kom á svæðið þá voru allir inn í húsinu. Það var búið að líma fyrir alla glugga. Ég var með lykil og vildi komast inn en þeir hleyptu mér ekki inn,“ sagði Fatih Esbe við Bild en hann var enn í áfalli tveimur vikum síðar. Öryggisverðir svallsins hleyptu engum inn. FC Wetter hefur nú skiljanlega sagt upp leigusamningnum við Walter-Julius Stolte, umræddan fyrrum stjórnarformann félagsins, og skipuleggjanda kynsvallsins. Hann hefur reyndar hótað kærum og málaferlum þeim sem halda því fram að kynslífsvall hafi farið fram í húsinu. Þeir sem voru á svæðinu eru aftur á móti ekki í neinum vafa samkvæmt frétt Bild.
Fótbolti Þýskaland Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Sjá meira