Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. apríl 2019 08:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir samkomulagið sem Efling og samflotsfélög féllust á við Samtök atvinnulífsins í gær „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslínu milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda“. Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þá segir í tilkynningu að meðlimir samninganefndar Eflingar funduðu ásamt forystu félagsins í gærkvöldi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Þar var rætt ítarlega um „inntak viðræðna síðustu daga og þann grundvöll sem þar hefur loks myndast.“ Þessi grundvöllur hafi orðið til í gegnum stífar viðræður Eflingar og samflotsfélaganna VR, LÍV, Framsýnar, VLFA og VLFG við Samtök atvinnulífsins síðustu daga.Sjá einnig: Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air „Að höfðu samráði við félagsmenn ákvað formaður Eflingar að aflýsa verkfallsaðgerðum og vinna að lokagerð samnings. Mun sú vinna hefjast strax í dag, auk þess sem leitað verður eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum en aðkoma þeirra er mikilvægur fyrirvari um undirritun samnings þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri EflingarFréttablaðið/AntonÞá er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að baráttan haldi áfram. „Niðurstaðan í þessum viðræðum er ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda. Baráttan milli þeirra heldur áfram. Ég er sátt við að við höfum fengið fram grundvöll til þess að loka samningi eftir langar og strangar kjaraviðræður,“ sagði Sólveig. „Félagsmenn okkar hafa auðvitað síðasta orðið um hvort þeir samþykkja samning í atkvæðagreiðslu eða ekki. En ég held að með þessum samningsgrundvelli hafi náðst að koma til móts við kröfur okkar félagsmanna um lífskjarabót.“ Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar að stálin stinn hafi mæst á lokametrum samningagerðarinnar. „Hér skipti miklu máli pressan sem verkfallsaðgerðir okkar sköpuðu, samtakamáttur félagsmanna og sá mikli meðbyr sem við höfum fundið í samfélaginu við kröfur Eflingar og bandalagsfélaga okkar,“ sagði Viðar. Efling undirbýr nú áætlun um kynningu komandi samnings meðal félagsmanna, á félagsfundum og með kynningarefni. Trúnaður hvílir enn sem komið er um inntak viðræðna. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir samkomulagið sem Efling og samflotsfélög féllust á við Samtök atvinnulífsins í gær „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslínu milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda“. Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þá segir í tilkynningu að meðlimir samninganefndar Eflingar funduðu ásamt forystu félagsins í gærkvöldi í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Þar var rætt ítarlega um „inntak viðræðna síðustu daga og þann grundvöll sem þar hefur loks myndast.“ Þessi grundvöllur hafi orðið til í gegnum stífar viðræður Eflingar og samflotsfélaganna VR, LÍV, Framsýnar, VLFA og VLFG við Samtök atvinnulífsins síðustu daga.Sjá einnig: Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air „Að höfðu samráði við félagsmenn ákvað formaður Eflingar að aflýsa verkfallsaðgerðum og vinna að lokagerð samnings. Mun sú vinna hefjast strax í dag, auk þess sem leitað verður eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum en aðkoma þeirra er mikilvægur fyrirvari um undirritun samnings þegar þar að kemur,“ segir í tilkynningu.Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri EflingarFréttablaðið/AntonÞá er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að baráttan haldi áfram. „Niðurstaðan í þessum viðræðum er ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína milli stéttar verkafólks og stéttar auðmagnseigenda. Baráttan milli þeirra heldur áfram. Ég er sátt við að við höfum fengið fram grundvöll til þess að loka samningi eftir langar og strangar kjaraviðræður,“ sagði Sólveig. „Félagsmenn okkar hafa auðvitað síðasta orðið um hvort þeir samþykkja samning í atkvæðagreiðslu eða ekki. En ég held að með þessum samningsgrundvelli hafi náðst að koma til móts við kröfur okkar félagsmanna um lífskjarabót.“ Þá er haft eftir Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra Eflingar að stálin stinn hafi mæst á lokametrum samningagerðarinnar. „Hér skipti miklu máli pressan sem verkfallsaðgerðir okkar sköpuðu, samtakamáttur félagsmanna og sá mikli meðbyr sem við höfum fundið í samfélaginu við kröfur Eflingar og bandalagsfélaga okkar,“ sagði Viðar. Efling undirbýr nú áætlun um kynningu komandi samnings meðal félagsmanna, á félagsfundum og með kynningarefni. Trúnaður hvílir enn sem komið er um inntak viðræðna.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08 Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. 2. apríl 2019 01:08
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Komust að samkomulagi upp úr miðnætti Upp úr miðnætti í kvöld var gengið frá yfirlýsingu milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og félaga verslunarmanna og félaga Starfsgreinasambandsins hins vegar um meginlínur kjarasamninga sem er ætlað að standa til 1. nóvember 2022. 2. apríl 2019 01:30