Iðnaðarmenn farnir úr Karphúsinu en mæta aftur á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2019 01:08 Það var þónokkur umgangur inn og út úr karphúsinu í kvöld. Vísir/Sigurjón Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. „Við vorum bara að kíkja aðeins í hús og fara yfir stöðu mála. Við höfum ekki átt neina samningafundi í dag, samflot iðnaðarmanna,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum, á leið sinni út úr húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan hálf eitt í nótt. „Við munum eiga fund hjá sáttasemjara á morgun. Það er svona fyrsti formlegi fundur eftir að það slitnaði upp úr hjá okkur og það er svo sem bara sú staða sem er í gangi hjá okkur,“ segir Kristján Þórður, sem kvaðst lítið fleira geta sagt um stöðuna. Fundað hefur verið stíft í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag þar sem reynt er til þrautar að landa samningum í kjaradeilu VR, Eflingar og fjögurra annarra stéttarfélaga. Fyrr í kvöld var greint frá því að boðuðum verkföllum VR og Eflingar, sem hefjast áttu síðar í vikunni, hafi verið aflýst. Fundur í kjaraviðræðum stéttarfélaganna sex og Samtaka atvinnulífsins, stóð enn yfir nú um klukkan eitt. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að árangur dagsins standi og falli með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru líkur á því að það samtal muni eiga sér stað í fyrramálið. Kjaramál Tengdar fréttir Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Kölluðu til sérsveit vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Samflot iðnaðarmanna mun koma til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur á morgun en það verður fyrsti samningafundur iðnaðarmanna með Samtökum atvinnulífsins hjá sáttasemjara eftir að viðræðum var slitið. „Við vorum bara að kíkja aðeins í hús og fara yfir stöðu mála. Við höfum ekki átt neina samningafundi í dag, samflot iðnaðarmanna,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum, á leið sinni út úr húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan hálf eitt í nótt. „Við munum eiga fund hjá sáttasemjara á morgun. Það er svona fyrsti formlegi fundur eftir að það slitnaði upp úr hjá okkur og það er svo sem bara sú staða sem er í gangi hjá okkur,“ segir Kristján Þórður, sem kvaðst lítið fleira geta sagt um stöðuna. Fundað hefur verið stíft í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag þar sem reynt er til þrautar að landa samningum í kjaradeilu VR, Eflingar og fjögurra annarra stéttarfélaga. Fyrr í kvöld var greint frá því að boðuðum verkföllum VR og Eflingar, sem hefjast áttu síðar í vikunni, hafi verið aflýst. Fundur í kjaraviðræðum stéttarfélaganna sex og Samtaka atvinnulífsins, stóð enn yfir nú um klukkan eitt. Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að árangur dagsins standi og falli með aðkomu ríkisins. Samningaaðilar hafi náð árangri en samtalið muni svo halda áfram við stjórnvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru líkur á því að það samtal muni eiga sér stað í fyrramálið.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkföllum aflýst SA og VR hafa náð samkomulagi um að aflýsa verkföllum. 1. apríl 2019 22:24 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Kölluðu til sérsveit vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira