Gera þurfi víðtækar breytingar til að fá hjúkrunarfræðinga aftur í störfin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2019 19:15 Aldrei hefur veriðjafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns Hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Í fréttum okkar í gær kom fram að fresta hefur þurft sjö af hverjum tíu aðgerðum á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut síðustu vikur og helmingi allra aðgerða frá áramótum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans segir að oft hafi verið erfitt að manna stöður hjúkrunarfræðinga en aldrei eins og síðustu misseri. „Þessi skortur á hjúkrunarfræðingum hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar á Landspítalanum og leitt til þess að loka hefur þurft allt að 40 legurýmum í heilt ár. Spítalinn gæti ráðið 170 hjúkrunarfræðinga án þess að neitt myndi breytast nema að sjálfsögðu að þá væri hægt að opna legurrýmin sem nú eru lokuð,“ segir Marta.Afar alvarlegtástandábráðamóttökuHún segir að ástandið sé mjög slæmt á bráðamóttökunni. „Það er náttúrulega hræðilegt, einkum á bráðamóttökunni bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Þar liggja 20 til 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni meðferð en eru fastir því þeir komast ekki á lyfjadeild því plássin þar eru lokuð.“ segir hún. Hátt íþúsund manns hafa menntun sem hjúkrunarfræðingar en starfa ekki í sínu fagi. Marta segir að ástæðurnar séu margar. „Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að vera í samræmi við laun annarra stétta og í samræmi viðábyrgð og álag í starfi. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf líka að vera aðlaðandi og tæki og búnaður í lagi og samkvæmt nýjustu stöðlum,“ segir hún.Góður vinnustaður Hún segir hins vegar aðþrátt fyrir ýmsa vankanta sé spítalinn góður vinnustaður. „Landspítalinn er eina hátæknisjúkrahúsið okkar það er líka háskólasjúkrahús og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hægt er að vinna við alls konar störf. Hann ætti því að vera afar eftirsóttur vinnustaður en til að það geti orðið þarf að breyta ýmsu,“ segir Marta að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Aldrei hefur veriðjafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns Hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Í fréttum okkar í gær kom fram að fresta hefur þurft sjö af hverjum tíu aðgerðum á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut síðustu vikur og helmingi allra aðgerða frá áramótum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans segir að oft hafi verið erfitt að manna stöður hjúkrunarfræðinga en aldrei eins og síðustu misseri. „Þessi skortur á hjúkrunarfræðingum hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar á Landspítalanum og leitt til þess að loka hefur þurft allt að 40 legurýmum í heilt ár. Spítalinn gæti ráðið 170 hjúkrunarfræðinga án þess að neitt myndi breytast nema að sjálfsögðu að þá væri hægt að opna legurrýmin sem nú eru lokuð,“ segir Marta.Afar alvarlegtástandábráðamóttökuHún segir að ástandið sé mjög slæmt á bráðamóttökunni. „Það er náttúrulega hræðilegt, einkum á bráðamóttökunni bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Þar liggja 20 til 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni meðferð en eru fastir því þeir komast ekki á lyfjadeild því plássin þar eru lokuð.“ segir hún. Hátt íþúsund manns hafa menntun sem hjúkrunarfræðingar en starfa ekki í sínu fagi. Marta segir að ástæðurnar séu margar. „Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að vera í samræmi við laun annarra stétta og í samræmi viðábyrgð og álag í starfi. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf líka að vera aðlaðandi og tæki og búnaður í lagi og samkvæmt nýjustu stöðlum,“ segir hún.Góður vinnustaður Hún segir hins vegar aðþrátt fyrir ýmsa vankanta sé spítalinn góður vinnustaður. „Landspítalinn er eina hátæknisjúkrahúsið okkar það er líka háskólasjúkrahús og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hægt er að vinna við alls konar störf. Hann ætti því að vera afar eftirsóttur vinnustaður en til að það geti orðið þarf að breyta ýmsu,“ segir Marta að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira