Kartöfluskortur en tollar ekki lækkaðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:53 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir afgreiðslu málsins hjá atvinnuvegaráðuneytinu algjörlega óviðunandi. Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu atvinnuvegaráðuneytisins á beiðnum innflytjenda um að tollar á innfluttum kartöflum verði lækkaðir vegna skorts á innlendum kartöflum af viðunandi gæðum. Á vef Félags atvinnurekenda segir að félagið hafi aflað sér upplýsinga sem sýni að nánast ekkert sé til af innlendum kartöflum í söluhæfum gæðum. Frá því í byrjun síðustu viku hafa innflutningsfyrirtæki því þrýst á atvinnuvegaráðuneytið um að bregðast við en það er á valdi ráðherra að lækka tolla á innflutningi við aðstæður sem þessar. Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara, sem starfar í ráðuneytinu, gerir tillögu til ráðherra um afnám tolla vegna skorts á búvörum á innanlandsmarkaði. Samkvæmt því sem fram kemur á vef Félags atvinnurekenda hefur beiðni um afnám tolla verið hafnað þar sem tveir framleiðendur segjast eiga talsvert af kartöflum. 30 prósent verðtollur leggst á innfluttar kartöflur auk 60 króna magntolls á kíló. „Það þýðir að verði fluttar inn kartöflur til að bregðast við skortinum má gera ráð fyrir að innflutningsverð þeirra geti tvöfaldast, sem hefur að sama skapi áhrif til hækkunar á útsöluverði til neytenda,“ segir á vef Félags atvinnurekenda. Þar er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra félagsins, að afgreiðsla ráðuneytisins sé algjörlega óviðunandi. „Það er vitað að talsvert er til af kartöflum í landinu, en það liggur jafnframt fyrir að nánast ekkert af innlendu framleiðslunni er af þeim gæðum sem neytendur sætta sig við, enda síðastliðið sumar blautt og óhagstætt framleiðendum. Að meta það svo að ekki sé yfirvofandi skortur er fráleitt og þýðir að innflytjendur missa dýrmætan tíma, sem það tekur að panta og flytja til landsins vöru sem svarar kröfum neytenda. FA hefur lengi gagnrýnt það ákvæði búvörulaganna sem nefndin vísar til, en það leggur það í raun í vald innlendra framleiðenda búvara að ákveða hvort þeir fái erlenda samkeppni, óháð því hvort þeir eigi í raun nóg af viðkomandi vöru í söluhæfum gæðum. Við skorum á ráðuneytið að taka ákvörðun sem tekur mið af hagsmunum neytenda. Það er algerlega óboðlegt að einstaka framleiðendur geti með órökstuddum yfirlýsingum um birgðir sínar ráðið skattheimtu ríkissjóðs,“ segir Ólafur. Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu atvinnuvegaráðuneytisins á beiðnum innflytjenda um að tollar á innfluttum kartöflum verði lækkaðir vegna skorts á innlendum kartöflum af viðunandi gæðum. Á vef Félags atvinnurekenda segir að félagið hafi aflað sér upplýsinga sem sýni að nánast ekkert sé til af innlendum kartöflum í söluhæfum gæðum. Frá því í byrjun síðustu viku hafa innflutningsfyrirtæki því þrýst á atvinnuvegaráðuneytið um að bregðast við en það er á valdi ráðherra að lækka tolla á innflutningi við aðstæður sem þessar. Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara, sem starfar í ráðuneytinu, gerir tillögu til ráðherra um afnám tolla vegna skorts á búvörum á innanlandsmarkaði. Samkvæmt því sem fram kemur á vef Félags atvinnurekenda hefur beiðni um afnám tolla verið hafnað þar sem tveir framleiðendur segjast eiga talsvert af kartöflum. 30 prósent verðtollur leggst á innfluttar kartöflur auk 60 króna magntolls á kíló. „Það þýðir að verði fluttar inn kartöflur til að bregðast við skortinum má gera ráð fyrir að innflutningsverð þeirra geti tvöfaldast, sem hefur að sama skapi áhrif til hækkunar á útsöluverði til neytenda,“ segir á vef Félags atvinnurekenda. Þar er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra félagsins, að afgreiðsla ráðuneytisins sé algjörlega óviðunandi. „Það er vitað að talsvert er til af kartöflum í landinu, en það liggur jafnframt fyrir að nánast ekkert af innlendu framleiðslunni er af þeim gæðum sem neytendur sætta sig við, enda síðastliðið sumar blautt og óhagstætt framleiðendum. Að meta það svo að ekki sé yfirvofandi skortur er fráleitt og þýðir að innflytjendur missa dýrmætan tíma, sem það tekur að panta og flytja til landsins vöru sem svarar kröfum neytenda. FA hefur lengi gagnrýnt það ákvæði búvörulaganna sem nefndin vísar til, en það leggur það í raun í vald innlendra framleiðenda búvara að ákveða hvort þeir fái erlenda samkeppni, óháð því hvort þeir eigi í raun nóg af viðkomandi vöru í söluhæfum gæðum. Við skorum á ráðuneytið að taka ákvörðun sem tekur mið af hagsmunum neytenda. Það er algerlega óboðlegt að einstaka framleiðendur geti með órökstuddum yfirlýsingum um birgðir sínar ráðið skattheimtu ríkissjóðs,“ segir Ólafur.
Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira