Kartöfluskortur en tollar ekki lækkaðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:53 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir afgreiðslu málsins hjá atvinnuvegaráðuneytinu algjörlega óviðunandi. Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu atvinnuvegaráðuneytisins á beiðnum innflytjenda um að tollar á innfluttum kartöflum verði lækkaðir vegna skorts á innlendum kartöflum af viðunandi gæðum. Á vef Félags atvinnurekenda segir að félagið hafi aflað sér upplýsinga sem sýni að nánast ekkert sé til af innlendum kartöflum í söluhæfum gæðum. Frá því í byrjun síðustu viku hafa innflutningsfyrirtæki því þrýst á atvinnuvegaráðuneytið um að bregðast við en það er á valdi ráðherra að lækka tolla á innflutningi við aðstæður sem þessar. Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara, sem starfar í ráðuneytinu, gerir tillögu til ráðherra um afnám tolla vegna skorts á búvörum á innanlandsmarkaði. Samkvæmt því sem fram kemur á vef Félags atvinnurekenda hefur beiðni um afnám tolla verið hafnað þar sem tveir framleiðendur segjast eiga talsvert af kartöflum. 30 prósent verðtollur leggst á innfluttar kartöflur auk 60 króna magntolls á kíló. „Það þýðir að verði fluttar inn kartöflur til að bregðast við skortinum má gera ráð fyrir að innflutningsverð þeirra geti tvöfaldast, sem hefur að sama skapi áhrif til hækkunar á útsöluverði til neytenda,“ segir á vef Félags atvinnurekenda. Þar er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra félagsins, að afgreiðsla ráðuneytisins sé algjörlega óviðunandi. „Það er vitað að talsvert er til af kartöflum í landinu, en það liggur jafnframt fyrir að nánast ekkert af innlendu framleiðslunni er af þeim gæðum sem neytendur sætta sig við, enda síðastliðið sumar blautt og óhagstætt framleiðendum. Að meta það svo að ekki sé yfirvofandi skortur er fráleitt og þýðir að innflytjendur missa dýrmætan tíma, sem það tekur að panta og flytja til landsins vöru sem svarar kröfum neytenda. FA hefur lengi gagnrýnt það ákvæði búvörulaganna sem nefndin vísar til, en það leggur það í raun í vald innlendra framleiðenda búvara að ákveða hvort þeir fái erlenda samkeppni, óháð því hvort þeir eigi í raun nóg af viðkomandi vöru í söluhæfum gæðum. Við skorum á ráðuneytið að taka ákvörðun sem tekur mið af hagsmunum neytenda. Það er algerlega óboðlegt að einstaka framleiðendur geti með órökstuddum yfirlýsingum um birgðir sínar ráðið skattheimtu ríkissjóðs,“ segir Ólafur. Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Félag atvinnurekenda gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu atvinnuvegaráðuneytisins á beiðnum innflytjenda um að tollar á innfluttum kartöflum verði lækkaðir vegna skorts á innlendum kartöflum af viðunandi gæðum. Á vef Félags atvinnurekenda segir að félagið hafi aflað sér upplýsinga sem sýni að nánast ekkert sé til af innlendum kartöflum í söluhæfum gæðum. Frá því í byrjun síðustu viku hafa innflutningsfyrirtæki því þrýst á atvinnuvegaráðuneytið um að bregðast við en það er á valdi ráðherra að lækka tolla á innflutningi við aðstæður sem þessar. Ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara, sem starfar í ráðuneytinu, gerir tillögu til ráðherra um afnám tolla vegna skorts á búvörum á innanlandsmarkaði. Samkvæmt því sem fram kemur á vef Félags atvinnurekenda hefur beiðni um afnám tolla verið hafnað þar sem tveir framleiðendur segjast eiga talsvert af kartöflum. 30 prósent verðtollur leggst á innfluttar kartöflur auk 60 króna magntolls á kíló. „Það þýðir að verði fluttar inn kartöflur til að bregðast við skortinum má gera ráð fyrir að innflutningsverð þeirra geti tvöfaldast, sem hefur að sama skapi áhrif til hækkunar á útsöluverði til neytenda,“ segir á vef Félags atvinnurekenda. Þar er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra félagsins, að afgreiðsla ráðuneytisins sé algjörlega óviðunandi. „Það er vitað að talsvert er til af kartöflum í landinu, en það liggur jafnframt fyrir að nánast ekkert af innlendu framleiðslunni er af þeim gæðum sem neytendur sætta sig við, enda síðastliðið sumar blautt og óhagstætt framleiðendum. Að meta það svo að ekki sé yfirvofandi skortur er fráleitt og þýðir að innflytjendur missa dýrmætan tíma, sem það tekur að panta og flytja til landsins vöru sem svarar kröfum neytenda. FA hefur lengi gagnrýnt það ákvæði búvörulaganna sem nefndin vísar til, en það leggur það í raun í vald innlendra framleiðenda búvara að ákveða hvort þeir fái erlenda samkeppni, óháð því hvort þeir eigi í raun nóg af viðkomandi vöru í söluhæfum gæðum. Við skorum á ráðuneytið að taka ákvörðun sem tekur mið af hagsmunum neytenda. Það er algerlega óboðlegt að einstaka framleiðendur geti með órökstuddum yfirlýsingum um birgðir sínar ráðið skattheimtu ríkissjóðs,“ segir Ólafur.
Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira