Lögregla leggur til breytingar á frumvarpi um neyslurými Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 12:00 Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Vísir/Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til breytingar á frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. Velferðarnefnd hefur frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni til umræðu en það gerir ráð fyrir að hægt verði að koma upp vernduðum neyslurýmum fyrir vímuefnaneytendur sem sprauta vímuefnum í æð. Slík rými hafa verið sett upp í nokkrum Evrópuríkjum sem og sumstaðar í Bandaríkjunum og Kanada og gefið góða raun. Dauðsföllum neytenda hefur fækkað og dregið hefur úr glæpum sem tengjast neyslunni. Tæplega hundrað aðilar voru beðnir um umsagnir við frumvarpið og hafa nokkrar borist nú þegar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að greinargerð með frumvarpinu beri með sér að markmið þess sé m.a. að koma því til leiðar að fíkniefnaneytendur geti án afskipta lögreglu mætt með fíkniefni á tiltekinn stað og neytt efnanna þar. Gengið virðist út frá að með því að heimila neyslu fíkniefna í löglegu neyslurými sé varsla fíkniefnanna heimil, jafnvel á tilteknu svæði þar um kring, ef sveitarfélag gerir samkomulag við lögreglu um „refsilaus svæði.“ Engin lagaheimild sé hins vegar fyrir slíku samkomulagi. Að mati lögreglustjóra þurfi þetta að koma fram í lagatextanum sjálfum með hliðsjón af þeim greinarmun sem gerður sé í réttarframkvæmd á vörslu fíkniefna annars vegar og neyslu þeirra hins vegar. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Lögreglu telji óhjákvæmilegt að fram komi í ákvæðinu hversu mikið magn af ávana- og fíkniefnum viðkomandi megi vera með í neyslurýminu, eða ráðstafanir gerðar til að útfæra það nánar í reglugerð. Ríkissaksóknari tekur undir þessi sjónarmið lögreglu. Lyfjafræðingafélag Íslands telur gott ef hægt verði að draga úr því að nálar og sprautur liggi liggi á víðavangi. Kveða verði skýrt á um ásættanlegt magn efna í vörslu hvers einstaklings og að neyslurými verði ekki staður fyrir viðskipti með fíkniefni. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar styður framgöngu frumvarpsins af heilum hug og fagnar því að þetta „mannréttindamál” sé komið á dagskrá þingsins, eins og það er kallað. Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur til breytingar á frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur. Eins og frumvarpið líti út í dag muni varsla fíkniefna áfram vera bönnuð og lögreglu því skylt að gera þau upptæk. Velferðarnefnd hefur frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um ávana- og fíkniefni til umræðu en það gerir ráð fyrir að hægt verði að koma upp vernduðum neyslurýmum fyrir vímuefnaneytendur sem sprauta vímuefnum í æð. Slík rými hafa verið sett upp í nokkrum Evrópuríkjum sem og sumstaðar í Bandaríkjunum og Kanada og gefið góða raun. Dauðsföllum neytenda hefur fækkað og dregið hefur úr glæpum sem tengjast neyslunni. Tæplega hundrað aðilar voru beðnir um umsagnir við frumvarpið og hafa nokkrar borist nú þegar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að greinargerð með frumvarpinu beri með sér að markmið þess sé m.a. að koma því til leiðar að fíkniefnaneytendur geti án afskipta lögreglu mætt með fíkniefni á tiltekinn stað og neytt efnanna þar. Gengið virðist út frá að með því að heimila neyslu fíkniefna í löglegu neyslurými sé varsla fíkniefnanna heimil, jafnvel á tilteknu svæði þar um kring, ef sveitarfélag gerir samkomulag við lögreglu um „refsilaus svæði.“ Engin lagaheimild sé hins vegar fyrir slíku samkomulagi. Að mati lögreglustjóra þurfi þetta að koma fram í lagatextanum sjálfum með hliðsjón af þeim greinarmun sem gerður sé í réttarframkvæmd á vörslu fíkniefna annars vegar og neyslu þeirra hins vegar. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verði ekki séð að það muni hrófla við skyldu lögreglu að haldleggja ólögleg ávana- og fíkniefni og gera þau upptæk. Lögreglu telji óhjákvæmilegt að fram komi í ákvæðinu hversu mikið magn af ávana- og fíkniefnum viðkomandi megi vera með í neyslurýminu, eða ráðstafanir gerðar til að útfæra það nánar í reglugerð. Ríkissaksóknari tekur undir þessi sjónarmið lögreglu. Lyfjafræðingafélag Íslands telur gott ef hægt verði að draga úr því að nálar og sprautur liggi liggi á víðavangi. Kveða verði skýrt á um ásættanlegt magn efna í vörslu hvers einstaklings og að neyslurými verði ekki staður fyrir viðskipti með fíkniefni. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar styður framgöngu frumvarpsins af heilum hug og fagnar því að þetta „mannréttindamál” sé komið á dagskrá þingsins, eins og það er kallað.
Heilbrigðismál Lögreglumál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira