Lífið

Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis

Jakob Bjarnar skrifar
Samtökin Sniððgöngum Eurovision í Ísrael telja Hatara tannhjól í áróðursmaskínu Ísrael, hvað sem hver segir.
Samtökin Sniððgöngum Eurovision í Ísrael telja Hatara tannhjól í áróðursmaskínu Ísrael, hvað sem hver segir.
Póstkortið sem ávallt er framleitt til að kynna sérstaklega lögin sem keppa í Eurovision söngvakeppninni kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. Þar á bæ er talið að meðlimir hljómsveitarinnar Hatari, sem er framlag Íslands í ár og stíga á svið í Tel aviv í næsta mánuði, séu nytsamir sakleysingjar í áróðursvél Ísraelríkis.

Fagurt andlit Ísrael

„Ísrael hefur lagt mikla vinnu í póstkortin í ár, en formaður Kan sjónvarpsstöðvarinnar hefur kallað þau fullkomið tækifæri til að sýna 200 milljón áhorfendum „fagurt andlit Ísrael“. Þema póstkortanna í ár er „dansandi Ísrael“, en þau eru tekin upp á völdum stöðum sem Ísrael vill sýna áhorfendum, meðal annars í Golan-hæðum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu samtakanna sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum.

„Við sjáum þannig með skýrum hætti hvernig Eurovision skapar tækifæri til að sýna ólöglega innlimuð og/eða hernumin svæði á borð við Golan-hæðir og palestínsku Austur-Jerúsalem sem hluta af Ísrael. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um hvernig keppnin er notuð í áróðursskyni og í pólitískum tilgangi af Ísrael.“

 

Hatari virkir þátttakendur í ímyndarherferð Ísraelríkis

Sniðgöngum Eurovison í Ísrael telja fyrirliggjandi að Ísrael vilji nota keppnina óspart í áróðursskyni. Og Íslendingarnir séu þátttakendur í því, hvað sem tautar og raular.

„Hatari, sem telja sig hafa einhvers konar sérstöðu vegna óljósra yfirlýsinga um mótmæli, taka þannig með beinum þætti í áróðursmaskínunni.“

Meðlimir Hatari hafa verið í fjölmiðlabanni eftir að þeir sigruðu í undankeppninni á Íslandi og hefur hvorki heyrst í þeim hósti né stuna í fjölmiðlum eftir það. Fyrir liggur að þeir höfðu hugsað sér að nota tækifærið og vekja athygli á deilum Palestínumanna og Ísraelríkis, og þá sér í lagi gagnrýniverðri framgöngu Ísraelríkis. Og víst er að einhverjir kusu þá til sigurs á þeim forsendum. 

Shurat HaDin, umdeild ísraelsk samtök sem sjálf segjast berjast fyrir réttindum fórnarlamba hryðjuverkaárása í Ísrael hafa kallað eftir því að innanríkisráðherra Ísrael, Aryeh Deri, komi í veg fyrir að hljómsveitin Hatari fái að koma fram í Eurovision. En, ef marka má samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael, þá þurfa Shurat HaDin ekki að hafa miklar áhyggjur af Hatara.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.