Leiðin er greið Hörður Ægisson skrifar 15. apríl 2019 07:00 Svartsýnin virðist vera á undanhaldi. Mikilvæg skref hafa verið stigin að undanförnu sem eru til þess fallin að draga úr óvissu og bæta rekstrar- og samkeppnisumhverfi íslensks efnahagslífs. Frumvarp um lækkun bankaskatts í áföngum á komandi árum, sem verður þó enn margfalt hærri en þekkist annars staðar, ætti að koma heimilum og fyrirtækjum til bóta með því að draga úr vaxtamun bankanna og ákvörðun Seðlabankans um að afnema bindiskyldu á innflæði fjármagns mun ýta undir þá þróun að vextir fari lækkandi og eins auka aðgengi atvinnulífsins að erlendri skuldabréfafjármögnun. Mestu máli skipta hins vegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu fjögurra ára sem kveða á um – heilt yfir – hófstilltari launahækkanir en margir höfðu óttast. Frá sjónarhorni greinenda og fjárfesta hefur kjarasamningunum verið vel tekið. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air, niðurstaða sem var búið að verðleggja að stórum hluta inn í eignaverð, þá hefur gengi krónunnar haldið sjó og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa lækkað verulega á síðustu vikum. Það þýðir að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði, mælikvarði á verðbólguvæntingar sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir mjög til við ákvörðun vaxta, hefur lækkað niður í um þrjú prósent – eftir að hafa nálgast 4,5 prósent undir lok síðasta árs – og hefur ekki mælst lægra frá því að gengi krónunnar var hvað sterkast vorið 2018. Markaðurinn er með öðrum orðum að reikna með að vextir Seðlabankans eigi eftir að lækka nokkuð á komandi misserum. Fátt bendir til annars en að það veðmál muni að óbreyttu ganga eftir. Fyrir Seðlabankann hefur niðurstaða kjarasamninganna komið bankanum þægilega á óvart. Sé litið á síðustu spá Seðlabankans um launavöxt til næstu ára virðast þær launahækkanir sem nú hefur verið samið um fyrir á annað hundrað þúsund manns á vinnumarkaði vera hóflegar – og jafnvel heldur minni en bankinn hafði reiknað með. Næsti vaxtaákvörðunarfundur peningastefnunefndar er ekki á dagskrá fyrr en í lok maímánaðar. Færa mætti fyrir því rök að ástæða væri mögulega fyrir bankann til að boða til fundar fyrr í því skyni að lækka vexti. Skýrar vísbendingar eru um niðursveiflu, sem eiga eftir að birtast okkur með enn meira afgerandi hætti eftir fall WOW air, og útlit er fyrir að eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar sé nú að líða undir lok. Atvinnuvegafjárfesting er minni, vöxtur í debetkortaveltu innanlands hefur dregist mjög saman og ferðamönnum til landsins á líklega eftir að fækka um meira en tíu prósent á milli ára. Nýleg hagspá Arion banka gerir ráð fyrir nærri tveggja prósenta efnahagssamdrætti í ár. Rætist slíkar hagspár er samt engin ástæða til að örvænta. Efnahagshorfur landsins eru góðar og nú þegar stærsti óvissuþátturinn er frá – almenni vinnumarkaðurinn – ættum við að sigla inn í efnahagslægð án þess að henni fylgi mikil gengisveiking og verðbólga. Það væri nýlunda. Sterkar stoðir þjóðarbúsins, einkum stór óskuldsettur gjaldeyrisforði og jákvæð eignastaða við útlönd, skipta þar höfuðmáli. Leiðin er þess vegna greið fyrir Seðlabankann til að lækka vexti og Ísland ber enn nafn með rentu sem gulleyjan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Svartsýnin virðist vera á undanhaldi. Mikilvæg skref hafa verið stigin að undanförnu sem eru til þess fallin að draga úr óvissu og bæta rekstrar- og samkeppnisumhverfi íslensks efnahagslífs. Frumvarp um lækkun bankaskatts í áföngum á komandi árum, sem verður þó enn margfalt hærri en þekkist annars staðar, ætti að koma heimilum og fyrirtækjum til bóta með því að draga úr vaxtamun bankanna og ákvörðun Seðlabankans um að afnema bindiskyldu á innflæði fjármagns mun ýta undir þá þróun að vextir fari lækkandi og eins auka aðgengi atvinnulífsins að erlendri skuldabréfafjármögnun. Mestu máli skipta hins vegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu fjögurra ára sem kveða á um – heilt yfir – hófstilltari launahækkanir en margir höfðu óttast. Frá sjónarhorni greinenda og fjárfesta hefur kjarasamningunum verið vel tekið. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air, niðurstaða sem var búið að verðleggja að stórum hluta inn í eignaverð, þá hefur gengi krónunnar haldið sjó og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa lækkað verulega á síðustu vikum. Það þýðir að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði, mælikvarði á verðbólguvæntingar sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir mjög til við ákvörðun vaxta, hefur lækkað niður í um þrjú prósent – eftir að hafa nálgast 4,5 prósent undir lok síðasta árs – og hefur ekki mælst lægra frá því að gengi krónunnar var hvað sterkast vorið 2018. Markaðurinn er með öðrum orðum að reikna með að vextir Seðlabankans eigi eftir að lækka nokkuð á komandi misserum. Fátt bendir til annars en að það veðmál muni að óbreyttu ganga eftir. Fyrir Seðlabankann hefur niðurstaða kjarasamninganna komið bankanum þægilega á óvart. Sé litið á síðustu spá Seðlabankans um launavöxt til næstu ára virðast þær launahækkanir sem nú hefur verið samið um fyrir á annað hundrað þúsund manns á vinnumarkaði vera hóflegar – og jafnvel heldur minni en bankinn hafði reiknað með. Næsti vaxtaákvörðunarfundur peningastefnunefndar er ekki á dagskrá fyrr en í lok maímánaðar. Færa mætti fyrir því rök að ástæða væri mögulega fyrir bankann til að boða til fundar fyrr í því skyni að lækka vexti. Skýrar vísbendingar eru um niðursveiflu, sem eiga eftir að birtast okkur með enn meira afgerandi hætti eftir fall WOW air, og útlit er fyrir að eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar sé nú að líða undir lok. Atvinnuvegafjárfesting er minni, vöxtur í debetkortaveltu innanlands hefur dregist mjög saman og ferðamönnum til landsins á líklega eftir að fækka um meira en tíu prósent á milli ára. Nýleg hagspá Arion banka gerir ráð fyrir nærri tveggja prósenta efnahagssamdrætti í ár. Rætist slíkar hagspár er samt engin ástæða til að örvænta. Efnahagshorfur landsins eru góðar og nú þegar stærsti óvissuþátturinn er frá – almenni vinnumarkaðurinn – ættum við að sigla inn í efnahagslægð án þess að henni fylgi mikil gengisveiking og verðbólga. Það væri nýlunda. Sterkar stoðir þjóðarbúsins, einkum stór óskuldsettur gjaldeyrisforði og jákvæð eignastaða við útlönd, skipta þar höfuðmáli. Leiðin er þess vegna greið fyrir Seðlabankann til að lækka vexti og Ísland ber enn nafn með rentu sem gulleyjan.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun