Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2019 13:45 Ragnar Þór Pétursson er formaður Kennarasambands Íslands. vísir/vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir Lífskjarasamninginn sem almenni vinnumarkaðurinn undirritaði nýverið, ekki byggðan á trausti og því ekki vera forsenda til almennra sátta. Formaður framhaldsskólakennara segir að hækka þurfi opinbera starfsmenn meira í launum en samið var um á almenna vinnumarkaði. Tekist var á um Lífskjarasamninginn svokallaða í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, sagði samninginn undirritaðan í andrúmslofti spennu og átaka - ekki sátta. Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar þessa orðræðu óábyrga. „Þessir samningur eins og hann er, hann er ekkert nema vopnahlé í baráttunni. Ekki þar með sagt að hann geti ekki verið gott innlegg í frekari þjóðarsátt. Það er mjög margt gott í þessum samningi og margt gott í aðdraganda þessa samnings sem hægt er að byggja á. Ég held að við séum í afneitun gagnvart ástandinu ef við getum byggt restina ofan á þetta. Það þarf að laga undirstöðuna“ segir Ragnar Þór.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.Opinberir starfsmenn hækki meira í launum Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir samningin merkilegan og upphaf nýrra leiða í samningagerð. Hún telur þó að samningar hjá hinu opinbera verði ekki steyptir í sama mót. Meta þurfi menntun til launa. Opinberir starfsmenn þurfi því að hækka meira í launum til að halda í við það. „Þá ætla ég að halda því til haga að það er launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins. Þegar við berum saman stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þar sem að opinberi geirinn er lægra launasettur. Það liggja fyrir fyrirheit stjórnvalda að jafna þennan launa mun. Mér finnst bara mikilvægt að halda því til að haga að við erum lögð af stað í þá vegverð að jafna launmun opinbera starfsmanna. Ef að stjórnvöld ætla að standa við það fyrirheit verður það augljóslega að fela það í sér að opinberir starfsmenn hækka hlutfallslega meira í launum núna í þessari samningagerð, og mögulega næstu samningum, heldur en almenni markaðurinn. Öðruvísi getum við ekki jafnað þennan launamun,“ segir Guðríður.Hlusta má á umræðurnar í Sprengisandi að neðan. Kjaramál Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir Lífskjarasamninginn sem almenni vinnumarkaðurinn undirritaði nýverið, ekki byggðan á trausti og því ekki vera forsenda til almennra sátta. Formaður framhaldsskólakennara segir að hækka þurfi opinbera starfsmenn meira í launum en samið var um á almenna vinnumarkaði. Tekist var á um Lífskjarasamninginn svokallaða í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, sagði samninginn undirritaðan í andrúmslofti spennu og átaka - ekki sátta. Óli Björn Kárason, þingmaður sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar þessa orðræðu óábyrga. „Þessir samningur eins og hann er, hann er ekkert nema vopnahlé í baráttunni. Ekki þar með sagt að hann geti ekki verið gott innlegg í frekari þjóðarsátt. Það er mjög margt gott í þessum samningi og margt gott í aðdraganda þessa samnings sem hægt er að byggja á. Ég held að við séum í afneitun gagnvart ástandinu ef við getum byggt restina ofan á þetta. Það þarf að laga undirstöðuna“ segir Ragnar Þór.Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.Opinberir starfsmenn hækki meira í launum Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir samningin merkilegan og upphaf nýrra leiða í samningagerð. Hún telur þó að samningar hjá hinu opinbera verði ekki steyptir í sama mót. Meta þurfi menntun til launa. Opinberir starfsmenn þurfi því að hækka meira í launum til að halda í við það. „Þá ætla ég að halda því til haga að það er launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins. Þegar við berum saman stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þar sem að opinberi geirinn er lægra launasettur. Það liggja fyrir fyrirheit stjórnvalda að jafna þennan launa mun. Mér finnst bara mikilvægt að halda því til að haga að við erum lögð af stað í þá vegverð að jafna launmun opinbera starfsmanna. Ef að stjórnvöld ætla að standa við það fyrirheit verður það augljóslega að fela það í sér að opinberir starfsmenn hækka hlutfallslega meira í launum núna í þessari samningagerð, og mögulega næstu samningum, heldur en almenni markaðurinn. Öðruvísi getum við ekki jafnað þennan launamun,“ segir Guðríður.Hlusta má á umræðurnar í Sprengisandi að neðan.
Kjaramál Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira