Cardiff rær lífróður næstu fjórar vikurnar Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2019 10:00 Aron Einar yfirgefur Cardiff í lok tímabilsins. Cardiff City rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar eru fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir. Aron mætir félaga sínum úr landsliðinu, Jóhanni Berg Guðmundssyni, um helgina þegar Burnley tekur á móti Cardiff þar sem Burnley getur endanlega tryggt sæti sitt í deildinni. Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Cardiff var tíu mínútum frá fræknum sigri gegn Chelsea en dómaramistök kostuðu Cardiff jöfnunarmark og Chelsea gekk á lagið. Þremur dögum seinna steinlá Cardiff gegn Manchester City á Etihad-vellinum. Á sama tíma hefur Burnley tekist að klífa upp töfluna og er komið í fjórtánda sæti eftir tvo sigra í röð. Aðeins tvö stig skildu að lið Cardiff og Burnley fyrir tveimur vikum en nú ætti einn sigur að duga Burnley til að tryggja lærisveinum Sean Dyche þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni fjórða árið í röð. Það sem leikmenn Cardiff geta þó huggað sig við er að leikjadagskráin fram undan gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika. Í næstu fjórum leikjum mætir Cardiff þremur liðum sem eru að berjast við Cardiff um að bjarga sæti sínu í deildinni ásamt því að taka á móti Liverpool. Eftir leikinn gegn Burnley um helgina bíður leikur gegn Brighton aðeins fjórum dögum síðar. Brighton hefur yfirleitt verið erfitt heim að sækja en eftir áramót hafa Brighton-menn aðeins unnið tvo leiki. Fjórum dögum síðar kemur Liverpool í heimsókn áður en Cardiff fer í heimsókn til Fulham sem er þegar fallið niður í Championship-deildina. Þá mætir Cardiff lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í síðasta heimaleik sínum áður en liðið heimsækir Manchester United í lokaumferðinni. Líklegt er að í þeim leik sé United að leika hreinan úrslitaleik upp á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Líklega þarf Cardiff, hið minnsta, að vinna þrjá af síðustu sex leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu á næsta tímabili og byrja á að vinna næstu tvo leiki við liðin sem eru rétt fyrir ofan Cardiff á töflunni. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, sem var kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir tapið grátlega gegn Chelsea virtist gera sér grein fyrir því að róðurinn væri orðinn ansi þungur hjá sínum mönnum. „Þessir tveir leikir munu ráða úrslitum um tímabilið hjá okkur. Við erum að renna út á tíma og við þurfum einfaldlega að fá stig úr báðum leikjunum. Ég held að við þurfum hið minnsta tíu stig, þrjá sigra og eitt jafntefli til að bjarga okkur fyrir horn,“ sagði Warnock hreinskilinn á blaðamannafundi í gær. Þetta er annað tímabil Cardiff í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið féll á vordögunum 2014 eftir stutt stopp í deild þeirra bestu. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira
Cardiff City rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar eru fimm stigum frá öruggu sæti þegar sex umferðir eru eftir. Aron mætir félaga sínum úr landsliðinu, Jóhanni Berg Guðmundssyni, um helgina þegar Burnley tekur á móti Cardiff þar sem Burnley getur endanlega tryggt sæti sitt í deildinni. Hlutirnir eru fljótir að breytast í ensku úrvalsdeildinni. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Cardiff var tíu mínútum frá fræknum sigri gegn Chelsea en dómaramistök kostuðu Cardiff jöfnunarmark og Chelsea gekk á lagið. Þremur dögum seinna steinlá Cardiff gegn Manchester City á Etihad-vellinum. Á sama tíma hefur Burnley tekist að klífa upp töfluna og er komið í fjórtánda sæti eftir tvo sigra í röð. Aðeins tvö stig skildu að lið Cardiff og Burnley fyrir tveimur vikum en nú ætti einn sigur að duga Burnley til að tryggja lærisveinum Sean Dyche þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni fjórða árið í röð. Það sem leikmenn Cardiff geta þó huggað sig við er að leikjadagskráin fram undan gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika. Í næstu fjórum leikjum mætir Cardiff þremur liðum sem eru að berjast við Cardiff um að bjarga sæti sínu í deildinni ásamt því að taka á móti Liverpool. Eftir leikinn gegn Burnley um helgina bíður leikur gegn Brighton aðeins fjórum dögum síðar. Brighton hefur yfirleitt verið erfitt heim að sækja en eftir áramót hafa Brighton-menn aðeins unnið tvo leiki. Fjórum dögum síðar kemur Liverpool í heimsókn áður en Cardiff fer í heimsókn til Fulham sem er þegar fallið niður í Championship-deildina. Þá mætir Cardiff lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í síðasta heimaleik sínum áður en liðið heimsækir Manchester United í lokaumferðinni. Líklegt er að í þeim leik sé United að leika hreinan úrslitaleik upp á sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta ári. Líklega þarf Cardiff, hið minnsta, að vinna þrjá af síðustu sex leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu á næsta tímabili og byrja á að vinna næstu tvo leiki við liðin sem eru rétt fyrir ofan Cardiff á töflunni. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, sem var kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín eftir tapið grátlega gegn Chelsea virtist gera sér grein fyrir því að róðurinn væri orðinn ansi þungur hjá sínum mönnum. „Þessir tveir leikir munu ráða úrslitum um tímabilið hjá okkur. Við erum að renna út á tíma og við þurfum einfaldlega að fá stig úr báðum leikjunum. Ég held að við þurfum hið minnsta tíu stig, þrjá sigra og eitt jafntefli til að bjarga okkur fyrir horn,“ sagði Warnock hreinskilinn á blaðamannafundi í gær. Þetta er annað tímabil Cardiff í ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið féll á vordögunum 2014 eftir stutt stopp í deild þeirra bestu.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira