Grái herinn grætur sinn besta mann Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2019 11:47 Fjölmargir syrgja Björgvin Guðmundsson sem á ótvírætt má heita öflugasti baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra nú á seinni árum. Björgvin Guðmundsson er fallinn frá eins og greint var frá á Vísi í morgun. Björgin var mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og víst er að fjölmargir, ekki síst úr röðum Gráa hersins, baráttusamtök aldraðra sem og fjölskyldumeðlimir, sakna hans og minnast nú á samfélagsmiðlum. Barnabarn hans, Júlía Birgis, sem sjálf hefur látið til sín taka í baráttu fyrir velferðarmálum á öðrum vettvangi, segir um afa sinn: „Hann var ótrúlegur maður. Svo afkastamikill aktivisti og barðist fyrir réttindum eldri borgara og þeirra sem minna mega sín. Skrifaði ótalgreinar, gaf út bækur, bloggaði, notaði facebook og var algjör fyrirmynd í þessari baráttu. Hann tileinkaði sér nýja tækni eins og ekkert væri og orkan frá honum í baráttunni var yndisleg,“ skrifar Júlía meðal annars. Má þetta heita lýsandi og í takti við ótal kveðjur og eftirmæli sem fallið hafa í morgun um þennan mikla baráttumann.Mesti og besti baráttumaður aldraðra Víst er að aldraðir telja sig hafa misst sinn besta mann úr baráttunni. Hér verða tilgreind fáein dæmi en af nægu er að taka. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir einfaldlega á sinni Facebooksíðu: „Einn mesti og besti baráttumaður okkar ellibelgja.“ Guðbjörn Jónsson, sem sjálfur hefur látið til sín taka með skrifum á opinberum vettvangi segir: „Mikill baráttumaður fyrir mannréttindum og bættum lífskjörum eldri borgara er nú fallinn frá. Um leið og honum er þökkuð öll hans barátta er aðstandendum hans send innileg samúðarkveðja.“ Öflugri en samtökin samanlagt María Kristjánsdóttir leikstjóri og gagnrýnandi segir: „Björgvin Guðmundsson sá mikli baráttumaður fyrir kjörum okkar öldunganna er látinn. Mér fannst hann vera öflugri en öll samtök okkar samanlagt. Mikið mun ég sakna hans.“ Sigríður Stefánsdóttir, sem er móðir Drífu Snædal formanns ASÍ, segir: „Óbilandi elja allt til loka. Hans verður sannarlega saknað.“ Samtökin Grái herinn hefur sent kveðju á sinni síðu og þar undir tjá sig fjölmargir: „Blessuð sé minning þessa mikla baráttumanns okkar. Hlýjar kveðjur til allra aðstandenda. Nú er það okkar að sýna við við getum haldið kyndlinum á lofti. Hver fyllir hans skarð? Maríanna Friðjónsdóttir kvikmyndagerðarmaður segir þar við: „Takk fyrir alla þína baráttu frá upphafi til enda, fyrir jafnrétti og mannréttindum. Það er skarð fyrir skildi.“ Og þannig er þetta allt á eina leið. Stefán Benediktsson fyrrverandi alþingismaður spyr: „Björgvin Guðmundsson farinn. Hver fyllir í hans skarð?“ Og Stefán Ólafsson stjórnmálafræðingur segir: „Það verður mikill missir af honum í baráttunni fyrir bættum kjörum lífeyrisþega. Aðdáunarverður dugnaður og þrautseigja sem hann hefur sýnt til lengri tíma.“ Andlát Kjaramál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð í rekstrarvanda og ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Björgvin Guðmundsson er fallinn frá eins og greint var frá á Vísi í morgun. Björgin var mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og víst er að fjölmargir, ekki síst úr röðum Gráa hersins, baráttusamtök aldraðra sem og fjölskyldumeðlimir, sakna hans og minnast nú á samfélagsmiðlum. Barnabarn hans, Júlía Birgis, sem sjálf hefur látið til sín taka í baráttu fyrir velferðarmálum á öðrum vettvangi, segir um afa sinn: „Hann var ótrúlegur maður. Svo afkastamikill aktivisti og barðist fyrir réttindum eldri borgara og þeirra sem minna mega sín. Skrifaði ótalgreinar, gaf út bækur, bloggaði, notaði facebook og var algjör fyrirmynd í þessari baráttu. Hann tileinkaði sér nýja tækni eins og ekkert væri og orkan frá honum í baráttunni var yndisleg,“ skrifar Júlía meðal annars. Má þetta heita lýsandi og í takti við ótal kveðjur og eftirmæli sem fallið hafa í morgun um þennan mikla baráttumann.Mesti og besti baráttumaður aldraðra Víst er að aldraðir telja sig hafa misst sinn besta mann úr baráttunni. Hér verða tilgreind fáein dæmi en af nægu er að taka. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir einfaldlega á sinni Facebooksíðu: „Einn mesti og besti baráttumaður okkar ellibelgja.“ Guðbjörn Jónsson, sem sjálfur hefur látið til sín taka með skrifum á opinberum vettvangi segir: „Mikill baráttumaður fyrir mannréttindum og bættum lífskjörum eldri borgara er nú fallinn frá. Um leið og honum er þökkuð öll hans barátta er aðstandendum hans send innileg samúðarkveðja.“ Öflugri en samtökin samanlagt María Kristjánsdóttir leikstjóri og gagnrýnandi segir: „Björgvin Guðmundsson sá mikli baráttumaður fyrir kjörum okkar öldunganna er látinn. Mér fannst hann vera öflugri en öll samtök okkar samanlagt. Mikið mun ég sakna hans.“ Sigríður Stefánsdóttir, sem er móðir Drífu Snædal formanns ASÍ, segir: „Óbilandi elja allt til loka. Hans verður sannarlega saknað.“ Samtökin Grái herinn hefur sent kveðju á sinni síðu og þar undir tjá sig fjölmargir: „Blessuð sé minning þessa mikla baráttumanns okkar. Hlýjar kveðjur til allra aðstandenda. Nú er það okkar að sýna við við getum haldið kyndlinum á lofti. Hver fyllir hans skarð? Maríanna Friðjónsdóttir kvikmyndagerðarmaður segir þar við: „Takk fyrir alla þína baráttu frá upphafi til enda, fyrir jafnrétti og mannréttindum. Það er skarð fyrir skildi.“ Og þannig er þetta allt á eina leið. Stefán Benediktsson fyrrverandi alþingismaður spyr: „Björgvin Guðmundsson farinn. Hver fyllir í hans skarð?“ Og Stefán Ólafsson stjórnmálafræðingur segir: „Það verður mikill missir af honum í baráttunni fyrir bættum kjörum lífeyrisþega. Aðdáunarverður dugnaður og þrautseigja sem hann hefur sýnt til lengri tíma.“
Andlát Kjaramál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð í rekstrarvanda og ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Sjá meira
Andlát: Björgvin Guðmundsson Björgvin starfaði lengi vel við fjölmiðla og kom víða við á ferli sínu. Undanfarin ár var hann áberandi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. 11. apríl 2019 08:40