Wade með 30 stig í síðasta heimaleiknum og enn er smá von um uppklapp í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 07:30 Dwyane Wade faðmar Derrick Jones Jr. eftir leikinn í nótt. AP/Lynne Sladky Miami Heat hélt mikið kveðjukvöld fyrir goðsögnina sína Dwyane Wade í NBA-deildinni í nótt og Wade svaraði með einum besta leik sínum í langan tíma. Dirk Nowitzki átti líka sinn langbesta leik í síðasta heimaleik sínum með Dallas og hálfgert varalið Golden State Warriors var nógu gott til að vinna Pelíkanana. Þrenna frá Russell Westbrook og sigurkarfa Paul George tryggðu Oklahoma City Thunder sigur á Houston Rockets.In his #OneLastDance at home, @DwyaneWade scores 30 PTS to fuel the @MiamiHEAT W! #L3GACY#HEATCulturepic.twitter.com/CL3xotXUlo — NBA (@NBA) April 10, 2019Kvöldið snerist allt um Dwyane Wade fyrir og eftir leik og hann sá sjálfur til þess að það snerist líka um hann á meðan á leiknum stóð. Dwyane Wade skoraði 30 stig í 122-99 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers í síðasta deildarleik Wade í Miami. Wade kom inn í byrjunarliðið og skoraði þessi 30 stig á 35 mínútum. Hann hitti úr 10 af 23 skotum og var líka með 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Goran Dragic einbeitti sér að gefa boltann og var með 13 stig og stig en næststigahæstur hjá Miami var Bam Adebayo með 19 stig. Þökk sé þessum sigri á einu af sterkustu liðunum í Austurdeildinni þá á Miami Heat enn smá von um að komast í úrslitakeppnina á kostnað Detriot Pistons. Bæði liðin eiga einn leik eftir og Miami þarf að ná betri úrslitin en Pistons í þeim til að komast upp fyrir þá og í áttunda og síðasta sætið.From the heart. We love you too, @DwyaneWade! pic.twitter.com/z7Rq6I4iMC — Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 10, 2019@DwyaneWade & @swish41 both earn #SAPStatLineOfTheNight with 30 PTS apiece in their final home games! pic.twitter.com/2IRVodBUkB — NBA.com/Stats (@nbastats) April 10, 2019Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas Mavericks í 120-109 sigri á Phoenix Suns í síðasta heimaleiknum hans en hann staðfesti það eftir leikinn að hann væri að hætta eftir þetta tímabil. Dallas spilaði upp á Nowitzki í byrjun og hann skoraði 10 fyrstu stig liðsins í leiknum. Nýliðinn Luka Doncic var með þrennu í leiknum en hann skoraði 21 stig, tók 16 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Þetta var áttunda þrennan hans á leiktíðinni og hann er aðeins einni frá félagsmeti Jason Kidd frá 1995-96.@swish41 drops a season-high 30 PTS (5 3PM) in the final home game of his 21st season! #MFFLpic.twitter.com/RLsjs1jEgO — NBA (@NBA) April 10, 2019DeMarcus Cousins var með 21 stig og 12 fráköst þegar hálfgert varalið Golden State Warriors vann 112-103 útisigur á New Orleans Pelicans. Kevin Durant (veikur) og Klay Thompson (hvíld) spiluðu ekki með Golden State og þá spilaði Stephen Curry aðeins fyrstu níu mínúturnar eftir að hafa tognað lítillega á ökkla. Damion Lee skoraði 20 stig fyrir Golden State og Quinn Cook var með 19 stig.Detroit Pistons vann upp 22 stiga forskot Memphis Grizzlies og tryggði sér lífsnauðsynlega 100-93 sigur en með honum heldur liðið frumkvæðinu í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Detroit tryggir sér sætið með sigri í New York í nótt. Andre Drummond var með 20 stig og 17 fráköst fyrir Detroit liðið og Ish Smith bætti við 22 stigum. Blake Griffin var aftur á móti aðeins með 5 stig og 2 fráköst á 18 mínútum og var að glíma við meiðsli á vinstra hné.@russwest44 (29 PTS, 12 REB, 10 AST) records his 33rd triple-double of the season as the @okcthunder outlast HOU at home! #ThunderUppic.twitter.com/xR2AjSX94z — NBA (@NBA) April 10, 2019Paul George tryggði Oklahoma City Thunder 112-111 sigur á Houston Rockets með því að skora þriggja stiga körfu 1,8 sekúndum fyrir leikslok. Thunder liðið vann upp 14 stiga forskot í fjórða leikhlutanum. Russell Westbrook var með flotta þrennu en hann skoraði 29 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þetta var 33. þrennan hans á leiktíðinni en hann endar hana með þrennu að meðaltali í leik. James Harden skoraði 39 stig fyrir Houston liðið og Chris Paul var með 24 stig. Liðið datt niður í þriðja sætið í Vesturdeildinni eftir þetta tap.@spidadmitchell ties his career-high 46 PTS, helping the @utahjazz top Denver! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/cCqlLWq7AC — NBA (@NBA) April 10, 2019Donovan Mitchell skoraði 46 stig þegar Utah Jazz vann 118-108 sigur á Denver Nuggets, Rudy Gobert bætti við 20 stigum og 10 fráköstum, Derrick Favors skoraði 16 stig og Joe Ingles var með 10 stig og 13 fráköst. Utah Jazz vann átta síðustu heimaleiki sína í deildarkeppninni.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 101-104 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 112-111 Utah Jazz - Denver Nuggets 118-108 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 120-109 Chicago Bulls - New York Knicks 86-96 Minnesota Timberwolves - Toronto Raptors 100-120 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 103-112 Miami Heat - Philadelphia 76ers 122-99 Cleveland Cavaliers - Charlotte Hornets 97-124 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 100-93 Washington Wizards - Boston Celtics 110-116 NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Miami Heat hélt mikið kveðjukvöld fyrir goðsögnina sína Dwyane Wade í NBA-deildinni í nótt og Wade svaraði með einum besta leik sínum í langan tíma. Dirk Nowitzki átti líka sinn langbesta leik í síðasta heimaleik sínum með Dallas og hálfgert varalið Golden State Warriors var nógu gott til að vinna Pelíkanana. Þrenna frá Russell Westbrook og sigurkarfa Paul George tryggðu Oklahoma City Thunder sigur á Houston Rockets.In his #OneLastDance at home, @DwyaneWade scores 30 PTS to fuel the @MiamiHEAT W! #L3GACY#HEATCulturepic.twitter.com/CL3xotXUlo — NBA (@NBA) April 10, 2019Kvöldið snerist allt um Dwyane Wade fyrir og eftir leik og hann sá sjálfur til þess að það snerist líka um hann á meðan á leiknum stóð. Dwyane Wade skoraði 30 stig í 122-99 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers í síðasta deildarleik Wade í Miami. Wade kom inn í byrjunarliðið og skoraði þessi 30 stig á 35 mínútum. Hann hitti úr 10 af 23 skotum og var líka með 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Goran Dragic einbeitti sér að gefa boltann og var með 13 stig og stig en næststigahæstur hjá Miami var Bam Adebayo með 19 stig. Þökk sé þessum sigri á einu af sterkustu liðunum í Austurdeildinni þá á Miami Heat enn smá von um að komast í úrslitakeppnina á kostnað Detriot Pistons. Bæði liðin eiga einn leik eftir og Miami þarf að ná betri úrslitin en Pistons í þeim til að komast upp fyrir þá og í áttunda og síðasta sætið.From the heart. We love you too, @DwyaneWade! pic.twitter.com/z7Rq6I4iMC — Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 10, 2019@DwyaneWade & @swish41 both earn #SAPStatLineOfTheNight with 30 PTS apiece in their final home games! pic.twitter.com/2IRVodBUkB — NBA.com/Stats (@nbastats) April 10, 2019Dirk Nowitzki skoraði 30 stig fyrir Dallas Mavericks í 120-109 sigri á Phoenix Suns í síðasta heimaleiknum hans en hann staðfesti það eftir leikinn að hann væri að hætta eftir þetta tímabil. Dallas spilaði upp á Nowitzki í byrjun og hann skoraði 10 fyrstu stig liðsins í leiknum. Nýliðinn Luka Doncic var með þrennu í leiknum en hann skoraði 21 stig, tók 16 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Þetta var áttunda þrennan hans á leiktíðinni og hann er aðeins einni frá félagsmeti Jason Kidd frá 1995-96.@swish41 drops a season-high 30 PTS (5 3PM) in the final home game of his 21st season! #MFFLpic.twitter.com/RLsjs1jEgO — NBA (@NBA) April 10, 2019DeMarcus Cousins var með 21 stig og 12 fráköst þegar hálfgert varalið Golden State Warriors vann 112-103 útisigur á New Orleans Pelicans. Kevin Durant (veikur) og Klay Thompson (hvíld) spiluðu ekki með Golden State og þá spilaði Stephen Curry aðeins fyrstu níu mínúturnar eftir að hafa tognað lítillega á ökkla. Damion Lee skoraði 20 stig fyrir Golden State og Quinn Cook var með 19 stig.Detroit Pistons vann upp 22 stiga forskot Memphis Grizzlies og tryggði sér lífsnauðsynlega 100-93 sigur en með honum heldur liðið frumkvæðinu í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Detroit tryggir sér sætið með sigri í New York í nótt. Andre Drummond var með 20 stig og 17 fráköst fyrir Detroit liðið og Ish Smith bætti við 22 stigum. Blake Griffin var aftur á móti aðeins með 5 stig og 2 fráköst á 18 mínútum og var að glíma við meiðsli á vinstra hné.@russwest44 (29 PTS, 12 REB, 10 AST) records his 33rd triple-double of the season as the @okcthunder outlast HOU at home! #ThunderUppic.twitter.com/xR2AjSX94z — NBA (@NBA) April 10, 2019Paul George tryggði Oklahoma City Thunder 112-111 sigur á Houston Rockets með því að skora þriggja stiga körfu 1,8 sekúndum fyrir leikslok. Thunder liðið vann upp 14 stiga forskot í fjórða leikhlutanum. Russell Westbrook var með flotta þrennu en hann skoraði 29 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þetta var 33. þrennan hans á leiktíðinni en hann endar hana með þrennu að meðaltali í leik. James Harden skoraði 39 stig fyrir Houston liðið og Chris Paul var með 24 stig. Liðið datt niður í þriðja sætið í Vesturdeildinni eftir þetta tap.@spidadmitchell ties his career-high 46 PTS, helping the @utahjazz top Denver! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/cCqlLWq7AC — NBA (@NBA) April 10, 2019Donovan Mitchell skoraði 46 stig þegar Utah Jazz vann 118-108 sigur á Denver Nuggets, Rudy Gobert bætti við 20 stigum og 10 fráköstum, Derrick Favors skoraði 16 stig og Joe Ingles var með 10 stig og 13 fráköst. Utah Jazz vann átta síðustu heimaleiki sína í deildarkeppninni.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Portland Trail Blazers 101-104 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 112-111 Utah Jazz - Denver Nuggets 118-108 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 120-109 Chicago Bulls - New York Knicks 86-96 Minnesota Timberwolves - Toronto Raptors 100-120 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 103-112 Miami Heat - Philadelphia 76ers 122-99 Cleveland Cavaliers - Charlotte Hornets 97-124 Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 100-93 Washington Wizards - Boston Celtics 110-116
NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Höttur | Mikilvægur leikur í jafnri deild Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira