Kröfðu Smálán ehf. um 171 milljón Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. apríl 2019 10:09 Smálánafyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir um þremur árum. Vísir/vilhelm Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að alls hafi verið gerðar kröfur í búið fyrir rúmlega 171 milljón króna en að skiptastjóri hafi samþykkt kröfur fyrir næstum 100 milljónir, þá sem almennar kröfur. Af þeim 171 milljóna kröfum sem gerðar voru í búið voru næstum 5 milljónir svokallaðar búskröfur, veðkröfur voru rúmlega 41,5 milljónir og almennar kröfur námu næstum 125 milljónum króna. Eftirstæðar kröfur reyndust um 9000 krónur. Almennir kröfuhafar fengu ráðstafað rúmlega 62% upp í samþykktar kröfur, sem námu tæplega 100 milljónum sem fyrr segir.Sjá einnig: Komist upp með grímulaus lögbrotSmálán ehf. var stofnað árið 2012 og var í 100% eigu DCC ehf., en skráður eigandi þess var Leifur Alexander Haraldsson. Fyrirtækið tengdist jafnframt öðru smálánafyrirtæki, Kredía ehf., en Marion Mengela var skráður sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri hjá báðum félögunum. Kredía var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2017 og nam gjaldþrot þess alls 252 milljónum króna. Kredía og Smálán höfðuðu mál á hendur Neytendastofu árið 2014. Ætlunin var að ógilda ákvörðun áfrýjunarnefndar neytendamála sem setti út á útreikning fyrirtækjanna á heildarlántökukostnaði. Neytendstofa var að endingu sýknuð af kröfum fyrirtækjanna. Þrátt fyrir gjaldþrotið eru Smálán ekki af baki dottin. Kredia, Hraðpeningar, Smálán, 1909 og Múla eru nú öll skráð í Danmörku. Vefsíður þeirra eru með danskt lén þrátt fyrir að vera á íslensku. Lénin eru í eigu tékkneska fjárfestingarfyrirtækisins Verrier Group sem er til húsa í blokk í Prag, eins og fjallað var um í lok mars. Gjaldþrot Smálán Tengdar fréttir Smálánafyrirtæki hyggjast áfrýja úrskurði 28. nóvember 2014 12:00 Gjaldþrot Kredia nam 252 milljónum króna Engar eignir fundust í búi Credit one ehf., sem rekið hafði smálánafyrirtækið Kredia. 8. janúar 2019 10:44 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Skiptum í þrotabú smálánafyrirtækisins Smálán ehf., sem fór í þrot árið 2016, lauk í upphafi mánaðar. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að alls hafi verið gerðar kröfur í búið fyrir rúmlega 171 milljón króna en að skiptastjóri hafi samþykkt kröfur fyrir næstum 100 milljónir, þá sem almennar kröfur. Af þeim 171 milljóna kröfum sem gerðar voru í búið voru næstum 5 milljónir svokallaðar búskröfur, veðkröfur voru rúmlega 41,5 milljónir og almennar kröfur námu næstum 125 milljónum króna. Eftirstæðar kröfur reyndust um 9000 krónur. Almennir kröfuhafar fengu ráðstafað rúmlega 62% upp í samþykktar kröfur, sem námu tæplega 100 milljónum sem fyrr segir.Sjá einnig: Komist upp með grímulaus lögbrotSmálán ehf. var stofnað árið 2012 og var í 100% eigu DCC ehf., en skráður eigandi þess var Leifur Alexander Haraldsson. Fyrirtækið tengdist jafnframt öðru smálánafyrirtæki, Kredía ehf., en Marion Mengela var skráður sem stjórnarmaður og framkvæmdastjóri hjá báðum félögunum. Kredía var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2017 og nam gjaldþrot þess alls 252 milljónum króna. Kredía og Smálán höfðuðu mál á hendur Neytendastofu árið 2014. Ætlunin var að ógilda ákvörðun áfrýjunarnefndar neytendamála sem setti út á útreikning fyrirtækjanna á heildarlántökukostnaði. Neytendstofa var að endingu sýknuð af kröfum fyrirtækjanna. Þrátt fyrir gjaldþrotið eru Smálán ekki af baki dottin. Kredia, Hraðpeningar, Smálán, 1909 og Múla eru nú öll skráð í Danmörku. Vefsíður þeirra eru með danskt lén þrátt fyrir að vera á íslensku. Lénin eru í eigu tékkneska fjárfestingarfyrirtækisins Verrier Group sem er til húsa í blokk í Prag, eins og fjallað var um í lok mars.
Gjaldþrot Smálán Tengdar fréttir Smálánafyrirtæki hyggjast áfrýja úrskurði 28. nóvember 2014 12:00 Gjaldþrot Kredia nam 252 milljónum króna Engar eignir fundust í búi Credit one ehf., sem rekið hafði smálánafyrirtækið Kredia. 8. janúar 2019 10:44 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Gjaldþrot Kredia nam 252 milljónum króna Engar eignir fundust í búi Credit one ehf., sem rekið hafði smálánafyrirtækið Kredia. 8. janúar 2019 10:44
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00