Harden bað um sanngirni í dómgæslu eftir tapið í leik eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 10:30 James Harden mótmælir dómi. AP/David J. Phillip Golden State Warriors vann 104-100 sigur á Houston Rockets í spennuleik í úrslitakeppni NBA í nótt en leikurinn endaði á því að Chris Paul var hent út í húsi fyrir að mótmæla því að ekki var dæmt þegar James Harden klikkaði á lokaskoti Rockets-liðsins. Það kom því ekkert á óvart að dómararnir hafi verið til umræðu eftir leikinn. James Harden og félagar í liði Houston Rockets voru nefnilega allt annað en sáttir með dómgæsluna í þessum fyrsta leik sínum á móti Golden State Warriors í undanúrslitum vestursins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.James Harden wasn't thrilled about the officiating in Game 1. pic.twitter.com/2e2GRlaiDg — NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 28, 2019Liðin hafa mæst oft í úrslitakeppninni á síðustu árum og eins og áður þá ganga leikmenn Golden State Warriors eins langt og þeir komast við að reyna að stoppa James Harden. Að þessu sinni virtust þeir komast margoft upp með það að stíga undir James Harden í þriggja stiga skotunum. Samkvæmt James Harden og þjálfaranum Mike D'Antoni þá viðurkenndu dómararnir í hálfleik að þeir höfðu fjórum sinnum misst af því þegar Klay Thompson, leikmaður Golden State Warriors, hoppaði undir Harden í þriggja stiga skoti. Það gerðist síðan aftur í lokaskotinu en þá var það Draymond Green sem fór undir Harden. „Ég ætla að reyna að vera eins kurteis og ég get því ég vil ekki gefa þeim peninginn. Ég vil miklu frekar að mín góðgerðasamtök njóti góðs af peningunum mínum,“ sagði Mike D'Antoni eftir leik. „Dómararnir komu inn í sal eftir hálfleikinn og viðurkenndu að þeir höfðu misst af þessu. Þeir sögðu mér það. Þeir misstu af fjórum villum. Það eru tólf vítaskot. Það verður að hafa það. Þeir eru að gera eins vel og þeir geta,“ sagði Mike D'Antoni.CP3 got ejected after this wild Rockets final possession pic.twitter.com/qXqGJ9Yqjo — SportsCenter (@SportsCenter) April 28, 2019James Harden var líka spurður út í dómgæsluna en hann tók fjórtán víti í leiknum í nótt og skoraði alls 35 stig. Aðeins 4 af 16 þriggja stiga skotum hans fóru hins vegar rétta leið. „Ég vil bara fá sanngirni í dómgæslunni og að þeir fari eftir reglunum. Ég bið ekki um meira og þá get ég sætt við mig útkomuna,“ sagði James Harden sem klikkaði á þriggja stiga skoti 7,4 sekúndum fyrir leikslok en hann hefði þá getað jafnað metin. Harden komst eins og áður sagði fjórtán sinnum á vítalínuna en þá aðeins einu sinni eftir að brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Það er hætt við því að dómarar næsta leiks muni fylgjast gaumgæfilega með því hvort að leikmenn Golden State fari undir Harden í þriggja stiga skotunum.Big plays down the stretch as the @warriors (1-0) top HOU in a thrilling Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/JjHLdSeRNy — NBA (@NBA) April 28, 2019Chris Paul fékk tvær tæknivillur fyrir að mótmæla því að James Harden fékk ekki villu á leikmenn Golden State í þriggja stiga skoti. Seinna atvikið var á lokasekúndunum og var Paul þá sendur í sturtu. Harden rifjaði það líka upp þegar Kawhi Leonard meiddist illa í leik eitt á móti Golden State í úrslitakeppninni 2017 þegar Zaza Pachulia fór undir hann og Leonard lenti á fætinum hans og tognaði illa. „Við vitum öll hvað gerðist hjá Kawhi fyrir nokkrum árum. Svona atvik getur breytt heilli seríu. Þetta er bara einfalt. Dæmið leikinn eins og stendur í reglunum,“ ítrekaði Harden.Harden (16 PTS) steps back for three... got it! #NBAPlayoffs#RunAsOne 44#StrengthInNumbers 51 2:36 left in Q2 on #NBAonABCpic.twitter.com/Z4kTimOFlc — NBA (@NBA) April 28, 2019 NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira
Golden State Warriors vann 104-100 sigur á Houston Rockets í spennuleik í úrslitakeppni NBA í nótt en leikurinn endaði á því að Chris Paul var hent út í húsi fyrir að mótmæla því að ekki var dæmt þegar James Harden klikkaði á lokaskoti Rockets-liðsins. Það kom því ekkert á óvart að dómararnir hafi verið til umræðu eftir leikinn. James Harden og félagar í liði Houston Rockets voru nefnilega allt annað en sáttir með dómgæsluna í þessum fyrsta leik sínum á móti Golden State Warriors í undanúrslitum vestursins í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.James Harden wasn't thrilled about the officiating in Game 1. pic.twitter.com/2e2GRlaiDg — NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 28, 2019Liðin hafa mæst oft í úrslitakeppninni á síðustu árum og eins og áður þá ganga leikmenn Golden State Warriors eins langt og þeir komast við að reyna að stoppa James Harden. Að þessu sinni virtust þeir komast margoft upp með það að stíga undir James Harden í þriggja stiga skotunum. Samkvæmt James Harden og þjálfaranum Mike D'Antoni þá viðurkenndu dómararnir í hálfleik að þeir höfðu fjórum sinnum misst af því þegar Klay Thompson, leikmaður Golden State Warriors, hoppaði undir Harden í þriggja stiga skoti. Það gerðist síðan aftur í lokaskotinu en þá var það Draymond Green sem fór undir Harden. „Ég ætla að reyna að vera eins kurteis og ég get því ég vil ekki gefa þeim peninginn. Ég vil miklu frekar að mín góðgerðasamtök njóti góðs af peningunum mínum,“ sagði Mike D'Antoni eftir leik. „Dómararnir komu inn í sal eftir hálfleikinn og viðurkenndu að þeir höfðu misst af þessu. Þeir sögðu mér það. Þeir misstu af fjórum villum. Það eru tólf vítaskot. Það verður að hafa það. Þeir eru að gera eins vel og þeir geta,“ sagði Mike D'Antoni.CP3 got ejected after this wild Rockets final possession pic.twitter.com/qXqGJ9Yqjo — SportsCenter (@SportsCenter) April 28, 2019James Harden var líka spurður út í dómgæsluna en hann tók fjórtán víti í leiknum í nótt og skoraði alls 35 stig. Aðeins 4 af 16 þriggja stiga skotum hans fóru hins vegar rétta leið. „Ég vil bara fá sanngirni í dómgæslunni og að þeir fari eftir reglunum. Ég bið ekki um meira og þá get ég sætt við mig útkomuna,“ sagði James Harden sem klikkaði á þriggja stiga skoti 7,4 sekúndum fyrir leikslok en hann hefði þá getað jafnað metin. Harden komst eins og áður sagði fjórtán sinnum á vítalínuna en þá aðeins einu sinni eftir að brotið var á honum í þriggja stiga skoti. Það er hætt við því að dómarar næsta leiks muni fylgjast gaumgæfilega með því hvort að leikmenn Golden State fari undir Harden í þriggja stiga skotunum.Big plays down the stretch as the @warriors (1-0) top HOU in a thrilling Game 1! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffs Game 2: Tuesday (4/30), 10:30pm/et, TNT pic.twitter.com/JjHLdSeRNy — NBA (@NBA) April 28, 2019Chris Paul fékk tvær tæknivillur fyrir að mótmæla því að James Harden fékk ekki villu á leikmenn Golden State í þriggja stiga skoti. Seinna atvikið var á lokasekúndunum og var Paul þá sendur í sturtu. Harden rifjaði það líka upp þegar Kawhi Leonard meiddist illa í leik eitt á móti Golden State í úrslitakeppninni 2017 þegar Zaza Pachulia fór undir hann og Leonard lenti á fætinum hans og tognaði illa. „Við vitum öll hvað gerðist hjá Kawhi fyrir nokkrum árum. Svona atvik getur breytt heilli seríu. Þetta er bara einfalt. Dæmið leikinn eins og stendur í reglunum,“ ítrekaði Harden.Harden (16 PTS) steps back for three... got it! #NBAPlayoffs#RunAsOne 44#StrengthInNumbers 51 2:36 left in Q2 on #NBAonABCpic.twitter.com/Z4kTimOFlc — NBA (@NBA) April 28, 2019
NBA Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Sjá meira