Valur vann allt sem í boði var Hjörvar Ólafsson skrifar 29. apríl 2019 06:15 Lovísa Thompson og Díana Dögg Magnúsdóttir hlaupa sigurhring með bikarinn. Vísir/Daníel Valur vann Fram 25-21 í þriðja leik liðanna í úrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gær. Þar með höfðu Valskonur betur 3-0 í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og 17. titillinn í höfn hjá Hlíðarendaliðinu. Hlutverkin snérust því við frá því í fyrravor þegar Fram bar sigurorð af Val og varð Íslandsmeistari. Valur er þrefaldur meistari en liðið vann Fram sömuleiðis í bikarúrslitum og varð deildarmeistari eftir baráttu við Fram í allan vetur. Lovísa Thompson, Morgan Marie Þorkelsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar hjá Val með fjögur mörk hver. Að öðrum ólöstuðum var hins vegar Íris Björk Símonardóttir fremst á meðal jafningja en hún, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Gerður Arinbjarnar mynduðu þéttan varnarmúr sem Fram átti í miklum erfiðleikum með að brjóta niður. Írís Björk varði um og yfir 20 skot í leikjunum þremur og hún, þétt vörn Valsliðsins og agaður og góður sóknarleikur urðu til þess að Fram náði ekki að verja titil sinn og bikarinn verður á Hlíðarenda næsta árið hið minnsta. „Þetta er algjörlega geggjuð tilfinning og eitthvað sem ég gæti klárlega vanist. Þó svo að ég hafi gert þetta áður þá er sú stund þegar þetta er í höfn alltaf jafn innileg. Umgjörðin í þessum leik var líka alveg einstök og ég man ekki jafn mikilli stemmingu á handboltaleik. Stuðningsmenn okkar voru algerlega frábærir og þeir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Iris Björk í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Íris Björk var hætt handboltaiðkun en tók fram skóna á nýjan leik síðasta haust og það munaði svo sannarlega um hana í Valsmarkinu. Hún varði mikilvæga bolta á lokakafla leiksins sem hjálpuðu liðinu að hafa betur í leiknum og sigla titlinum í höfn. „Mér fannst við ofboðslega góðar í þessu einvígi og við mættum mjög einbeittar til leiks í þennan leik. Fyrir utan fyrsta leikinn þar sem við unnum frekar sannfærandi voru þetta samt hörkuleikir sem hefðu getað endað hvorum megin sem var. Sem betur fer náðum við að kreista fram sigra og mér fannst Ágúst [Jóhannsson] klókur í þessum leikjum. Hann sá til þess að við vorum með gott leikplan og svör við því sem Framliðið var að gera,“ sagði Íris Björk enn fremur. „Við fundum það svona þegar tók að vora að við værum með mjög öflugt lið sem gæti klárlega barist um alla þrjá titla sem í boði voru. Við vissum alveg að það yrði erfitt en alveg vel raunhæft. Við settum stefnuna á það og höfum spilað frábærlega undanfarnar vikur og mér finnst við hafa sýnt það að við séum með besta lið landsins, allavega á þessum tímapunkti,“ sagði hún um spilamennsku Vals í úrslitakeppninni. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Valur vann Fram 25-21 í þriðja leik liðanna í úrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gær. Þar með höfðu Valskonur betur 3-0 í rimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn og 17. titillinn í höfn hjá Hlíðarendaliðinu. Hlutverkin snérust því við frá því í fyrravor þegar Fram bar sigurorð af Val og varð Íslandsmeistari. Valur er þrefaldur meistari en liðið vann Fram sömuleiðis í bikarúrslitum og varð deildarmeistari eftir baráttu við Fram í allan vetur. Lovísa Thompson, Morgan Marie Þorkelsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar hjá Val með fjögur mörk hver. Að öðrum ólöstuðum var hins vegar Íris Björk Símonardóttir fremst á meðal jafningja en hún, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Gerður Arinbjarnar mynduðu þéttan varnarmúr sem Fram átti í miklum erfiðleikum með að brjóta niður. Írís Björk varði um og yfir 20 skot í leikjunum þremur og hún, þétt vörn Valsliðsins og agaður og góður sóknarleikur urðu til þess að Fram náði ekki að verja titil sinn og bikarinn verður á Hlíðarenda næsta árið hið minnsta. „Þetta er algjörlega geggjuð tilfinning og eitthvað sem ég gæti klárlega vanist. Þó svo að ég hafi gert þetta áður þá er sú stund þegar þetta er í höfn alltaf jafn innileg. Umgjörðin í þessum leik var líka alveg einstök og ég man ekki jafn mikilli stemmingu á handboltaleik. Stuðningsmenn okkar voru algerlega frábærir og þeir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Iris Björk í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Íris Björk var hætt handboltaiðkun en tók fram skóna á nýjan leik síðasta haust og það munaði svo sannarlega um hana í Valsmarkinu. Hún varði mikilvæga bolta á lokakafla leiksins sem hjálpuðu liðinu að hafa betur í leiknum og sigla titlinum í höfn. „Mér fannst við ofboðslega góðar í þessu einvígi og við mættum mjög einbeittar til leiks í þennan leik. Fyrir utan fyrsta leikinn þar sem við unnum frekar sannfærandi voru þetta samt hörkuleikir sem hefðu getað endað hvorum megin sem var. Sem betur fer náðum við að kreista fram sigra og mér fannst Ágúst [Jóhannsson] klókur í þessum leikjum. Hann sá til þess að við vorum með gott leikplan og svör við því sem Framliðið var að gera,“ sagði Íris Björk enn fremur. „Við fundum það svona þegar tók að vora að við værum með mjög öflugt lið sem gæti klárlega barist um alla þrjá titla sem í boði voru. Við vissum alveg að það yrði erfitt en alveg vel raunhæft. Við settum stefnuna á það og höfum spilað frábærlega undanfarnar vikur og mér finnst við hafa sýnt það að við séum með besta lið landsins, allavega á þessum tímapunkti,“ sagði hún um spilamennsku Vals í úrslitakeppninni.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira