Hundrað konur í Zumba í sundi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2019 20:15 Um hundrað konur á Selfossi og nágrenni komu saman í vikunni í sundlauginni á staðnum og tóku þátt í sundlauga Zumba. Konurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa stundað vatnsleikfimi til fjölda ára í níu mismunandi hópnum. Á Selfossi er frábær sundaðstaða í Sundhöll Selfoss. Vatn og heilsa er fyrirtæki á staðnum sem nýtir laugina mikið fyrir vatnsleikfimi en fyrirtækið fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af tímamótunum var öllum vatnsleikfimiskonunum hóað saman og boðið upp á hressandi Zumba í útilauginni á vorhátíð Vatns og heilsu. „Þetta er fyrirtæki sem Elísabet stofnaði fyrir 20 árum síðan og byrjaði bara með einn eða tvo hópa í upphafi og hefur svo bara undið upp á sig og erum við komnar með níu hópa í dag í vatnsleikfimi og einn gönguhóp 20 árum seinna“, segir Ásdís Ingvarsdóttir, einn af eigendum fyrirtækisins og bætir við. „Við erum með allskonar hópa, gigtarhópa, kvöldhópa, morgunhópa og þrekhóp þannig að þetta hentar breiðum hópi. Kristbjörg Ágústsdóttir var upp á bakkanum og kenndi konunum í sundlauginni sporin í Zumba í lauginn með skemmtilegri tónlist.Magnús HlynurEn hvað er það við vatnsleikfimina sem er svona gott? „Það er vatnið, mótstaðan í vatninu, það er hiti og þú flýtur í vatninu. Líkaminn er í rauninni bara einn sjöundi af eigin þyngd með vatn upp öxlum, þannig að ef þú ert sjötíu kíló þá ertu bara 10 kíló, þannig að þetta hentar rosalega mörgum, sérstaklega þeim sem eiga við einhvern stoðkerfisvanda“, segir Elísabet Kristjánsdóttir, stofnandi Vatns og heilsu. Konurnar hjá Vatni og heilsu er alsælar með vatnsleikfimina, sem þær eru í nokkrum sinnum í viku. „Vatnið fer svo vel með okkur og svo eru kennararnir frábærir. Vatnið fer vel með líkama og sál“, segja þær Hrefna, Ingibjörg og Katla. Konurnar skemmtu sér konunglega í Zumbatímanum í sundlauginni á Selfossi.Frá vinstri, Hrefna Halldórsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Steingerður Katla Harðardóttir hafa verið í mörg, mörg ár í vatnsleikfimi hjá Vatni og heilsu og segja það algjörlega frábært og hrósa kennurunum í hástert. Árborg Heilsa Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Um hundrað konur á Selfossi og nágrenni komu saman í vikunni í sundlauginni á staðnum og tóku þátt í sundlauga Zumba. Konurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa stundað vatnsleikfimi til fjölda ára í níu mismunandi hópnum. Á Selfossi er frábær sundaðstaða í Sundhöll Selfoss. Vatn og heilsa er fyrirtæki á staðnum sem nýtir laugina mikið fyrir vatnsleikfimi en fyrirtækið fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af tímamótunum var öllum vatnsleikfimiskonunum hóað saman og boðið upp á hressandi Zumba í útilauginni á vorhátíð Vatns og heilsu. „Þetta er fyrirtæki sem Elísabet stofnaði fyrir 20 árum síðan og byrjaði bara með einn eða tvo hópa í upphafi og hefur svo bara undið upp á sig og erum við komnar með níu hópa í dag í vatnsleikfimi og einn gönguhóp 20 árum seinna“, segir Ásdís Ingvarsdóttir, einn af eigendum fyrirtækisins og bætir við. „Við erum með allskonar hópa, gigtarhópa, kvöldhópa, morgunhópa og þrekhóp þannig að þetta hentar breiðum hópi. Kristbjörg Ágústsdóttir var upp á bakkanum og kenndi konunum í sundlauginni sporin í Zumba í lauginn með skemmtilegri tónlist.Magnús HlynurEn hvað er það við vatnsleikfimina sem er svona gott? „Það er vatnið, mótstaðan í vatninu, það er hiti og þú flýtur í vatninu. Líkaminn er í rauninni bara einn sjöundi af eigin þyngd með vatn upp öxlum, þannig að ef þú ert sjötíu kíló þá ertu bara 10 kíló, þannig að þetta hentar rosalega mörgum, sérstaklega þeim sem eiga við einhvern stoðkerfisvanda“, segir Elísabet Kristjánsdóttir, stofnandi Vatns og heilsu. Konurnar hjá Vatni og heilsu er alsælar með vatnsleikfimina, sem þær eru í nokkrum sinnum í viku. „Vatnið fer svo vel með okkur og svo eru kennararnir frábærir. Vatnið fer vel með líkama og sál“, segja þær Hrefna, Ingibjörg og Katla. Konurnar skemmtu sér konunglega í Zumbatímanum í sundlauginni á Selfossi.Frá vinstri, Hrefna Halldórsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Steingerður Katla Harðardóttir hafa verið í mörg, mörg ár í vatnsleikfimi hjá Vatni og heilsu og segja það algjörlega frábært og hrósa kennurunum í hástert.
Árborg Heilsa Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira