Zuckerberg óttast alræðisríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 08:00 Zuckerberg óttast ekki afleiðingarnar. Nordicphotos/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, varar við því að ríki heims geri kröfu um að stafræn gögn um ríkisborgara verði vistuð í hverju landi fyrir sig. Það gæti leitt til þess að alræðisríki steli upplýsingum um þegna sína og nýti í annarlegum tilgangi. Þetta sagði Zuckerberg í um níutíu mínútna viðtali við sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem birtist í gær. Kæmi til þess að krafa sem þessi yrði gerð sagði Zuckerberg að Facebook myndi einfaldlega neita að hlýða. Fyrirtækið myndi ekki setja upp gagnaver í alræðisríkjum og þannig stefna viðskiptavinum sínum í hættu. Slík lög eru nú þegar til staðar í Rússlandi og Kína. „Ef ég væri í ríkisstjórn gæti ég sent herinn á svæðið og tekið þau gögn sem ég vildi. Tekið þau til þess að stunda eftirlit eða gera árásir. Mér finnst það hljóma eins og afar slæm framtíð. En við erum ekki á þeirri vegferð. Sem aðili sem er að byggja upp vefþjónustu, eða bara sem almennur borgari, vil ég ekki sjá þessa þróun,“ sagði Zuckerberg og bætti við: „Ef ríkisstjórn getur nálgast persónuleg gögn þín getur hún komist að því hver þú ert, læst þig inni, meitt þig og fjölskyldu þína og valdið þér alvarlegum líkamlegum skaða.“ Zuckerberg sagði aukinheldur í símtali með hluthöfum fyrr í vikunni að Facebook gerði sér fullkomlega grein fyrir því að starfsemi fyrirtækisins í alræðisríkjum gæti verið bönnuð ef það hlýddi ekki kröfum sem þessum. Viðtalið við Harari sagði Zuckerberg að væri liður í átaki hans fyrir árið 2019 þar sem hann ætlaði að ræða oftar og ítarlegar um framtíð veraldarvefsins og stafræns samfélags á opinberum vettvangi. Leiða má líkur að því að Zuckerberg hafi tekið þessa ákvörðun eftir þá álitshnekki sem hann og Facebook og hafa beðið undanfarin misseri. Facebook hefur gengið í gegnum erfiða og alvarlega röð hneykslismála sem snúa mörg hver að öryggi stafrænna, persónulegra gagna. Til dæmis má nefna Cambridge Analytica-hneykslið, þar sem ráðgjafarfyrirtæki nýtti gögn Facebook-notenda í pólitískum tilgangi, öryggisgalla sem ollu því að hakkarar komust yfir milljónir lykilorða og gerðu persónulegar ljósmyndir óvart aðgengilegar öllum, deilingu persónulegra gagna með öðrum stórfyrirtækjum og notkun öfgamanna á samfélagsmiðlum fyrirtækisins sem auðvelduðu þeim að beita ofbeldi. Þá er ótalinn þáttur Facebook í afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum en gríðarlegur fjöldi falsfrétta komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlinum. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, varar við því að ríki heims geri kröfu um að stafræn gögn um ríkisborgara verði vistuð í hverju landi fyrir sig. Það gæti leitt til þess að alræðisríki steli upplýsingum um þegna sína og nýti í annarlegum tilgangi. Þetta sagði Zuckerberg í um níutíu mínútna viðtali við sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem birtist í gær. Kæmi til þess að krafa sem þessi yrði gerð sagði Zuckerberg að Facebook myndi einfaldlega neita að hlýða. Fyrirtækið myndi ekki setja upp gagnaver í alræðisríkjum og þannig stefna viðskiptavinum sínum í hættu. Slík lög eru nú þegar til staðar í Rússlandi og Kína. „Ef ég væri í ríkisstjórn gæti ég sent herinn á svæðið og tekið þau gögn sem ég vildi. Tekið þau til þess að stunda eftirlit eða gera árásir. Mér finnst það hljóma eins og afar slæm framtíð. En við erum ekki á þeirri vegferð. Sem aðili sem er að byggja upp vefþjónustu, eða bara sem almennur borgari, vil ég ekki sjá þessa þróun,“ sagði Zuckerberg og bætti við: „Ef ríkisstjórn getur nálgast persónuleg gögn þín getur hún komist að því hver þú ert, læst þig inni, meitt þig og fjölskyldu þína og valdið þér alvarlegum líkamlegum skaða.“ Zuckerberg sagði aukinheldur í símtali með hluthöfum fyrr í vikunni að Facebook gerði sér fullkomlega grein fyrir því að starfsemi fyrirtækisins í alræðisríkjum gæti verið bönnuð ef það hlýddi ekki kröfum sem þessum. Viðtalið við Harari sagði Zuckerberg að væri liður í átaki hans fyrir árið 2019 þar sem hann ætlaði að ræða oftar og ítarlegar um framtíð veraldarvefsins og stafræns samfélags á opinberum vettvangi. Leiða má líkur að því að Zuckerberg hafi tekið þessa ákvörðun eftir þá álitshnekki sem hann og Facebook og hafa beðið undanfarin misseri. Facebook hefur gengið í gegnum erfiða og alvarlega röð hneykslismála sem snúa mörg hver að öryggi stafrænna, persónulegra gagna. Til dæmis má nefna Cambridge Analytica-hneykslið, þar sem ráðgjafarfyrirtæki nýtti gögn Facebook-notenda í pólitískum tilgangi, öryggisgalla sem ollu því að hakkarar komust yfir milljónir lykilorða og gerðu persónulegar ljósmyndir óvart aðgengilegar öllum, deilingu persónulegra gagna með öðrum stórfyrirtækjum og notkun öfgamanna á samfélagsmiðlum fyrirtækisins sem auðvelduðu þeim að beita ofbeldi. Þá er ótalinn þáttur Facebook í afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum en gríðarlegur fjöldi falsfrétta komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlinum.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira