Díselolía víkur fyrir rafmagni á hálendinu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2019 20:15 RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingarfjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu. Verkefnið varð mögulegt vegna hundrað milljón króna framlags frá stjórnvöldum en forsætisráðherra segir það vera í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. Samanlagt verða strengirnir frá Bláfellshálsi upp á Hveravelli og í Kerlingarfjöll 67 kílómetra langir. Verkefnið kostar um 300 milljónir króna en kostnaður dreifist sveitarfélög á svæðinu og fjármagnast einnig af tengigjöldum og áætlaðri notkun aðila á svæðinu. En það var ákvörðun stjórnvalda um að styrkja verkefnið um 100 milljónir króna sem gerði gæfumuninn að sögn hagsmunaaðila.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þessar framkvæmdir í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. „Ástæða þess að við tökum þetta út fyrir sviga er að þetta rímar sömuleiðis við stefnu okkar um að byggja hér upp sjálfbæra ferðaþjónustu. Hingað er fólk að koma til að sjá ósnortna náttúru,“ segir forsætisráðherra. Áætlanir eru síðan uppi um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki við veginn upp í Hveravelli og Kerlingafjöll. „Ég velti því hér upp áðan hvort það muni ekki gerbreyta upplifun okkar af því að ferðast um hálendið ef við getum gert það með til dæmis algerlega hljóðlausum hætti. Án þess að spúa frá okkur mengandi efnum á meðan,“ segir Katrín. Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK segir mikilvægt að með þessu sé verið að spara keyrslu á díselvélum. Það gerbreyti aðstöðu í ferðamannaskálum á svæðinu sem og í tengivirkjum fjarskiptafyrirtækja sem í dag eru kynnt og lýst með olíu. „Það er hægt að halda þeim heitum eða frostfríum allt árið. Það skiptir auðvitað miklu máli. Það er dýrt að reka díselvélar og það er mjög erfitt að láta þær ganga allt árið. Það hafa fjarskiptafyrirtækin þurft að gera,“ segir Tryggvi. Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar segir þetta auka öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna. Þetta sé einnig framlag til þeirra orkuskipta sem séu fram undan. Þetta lengi líka ferðamannatímabilið. „Hægt að hugsa sér meiri vetrarferðaþjónustu og þessháttar. Það er hægt að byggja þarna upp fleiri skála, stækka og breyta og auka þjónustustigið. Sem er mjög mikið kallað eftir,“ segir Helgi Kjartansson. Bensín og olía Orkumál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingarfjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu. Verkefnið varð mögulegt vegna hundrað milljón króna framlags frá stjórnvöldum en forsætisráðherra segir það vera í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. Samanlagt verða strengirnir frá Bláfellshálsi upp á Hveravelli og í Kerlingarfjöll 67 kílómetra langir. Verkefnið kostar um 300 milljónir króna en kostnaður dreifist sveitarfélög á svæðinu og fjármagnast einnig af tengigjöldum og áætlaðri notkun aðila á svæðinu. En það var ákvörðun stjórnvalda um að styrkja verkefnið um 100 milljónir króna sem gerði gæfumuninn að sögn hagsmunaaðila.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þessar framkvæmdir í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. „Ástæða þess að við tökum þetta út fyrir sviga er að þetta rímar sömuleiðis við stefnu okkar um að byggja hér upp sjálfbæra ferðaþjónustu. Hingað er fólk að koma til að sjá ósnortna náttúru,“ segir forsætisráðherra. Áætlanir eru síðan uppi um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki við veginn upp í Hveravelli og Kerlingafjöll. „Ég velti því hér upp áðan hvort það muni ekki gerbreyta upplifun okkar af því að ferðast um hálendið ef við getum gert það með til dæmis algerlega hljóðlausum hætti. Án þess að spúa frá okkur mengandi efnum á meðan,“ segir Katrín. Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK segir mikilvægt að með þessu sé verið að spara keyrslu á díselvélum. Það gerbreyti aðstöðu í ferðamannaskálum á svæðinu sem og í tengivirkjum fjarskiptafyrirtækja sem í dag eru kynnt og lýst með olíu. „Það er hægt að halda þeim heitum eða frostfríum allt árið. Það skiptir auðvitað miklu máli. Það er dýrt að reka díselvélar og það er mjög erfitt að láta þær ganga allt árið. Það hafa fjarskiptafyrirtækin þurft að gera,“ segir Tryggvi. Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar segir þetta auka öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna. Þetta sé einnig framlag til þeirra orkuskipta sem séu fram undan. Þetta lengi líka ferðamannatímabilið. „Hægt að hugsa sér meiri vetrarferðaþjónustu og þessháttar. Það er hægt að byggja þarna upp fleiri skála, stækka og breyta og auka þjónustustigið. Sem er mjög mikið kallað eftir,“ segir Helgi Kjartansson.
Bensín og olía Orkumál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira