Gefast upp vegna álags Ari Brynjólfsson skrifar 25. apríl 2019 02:00 Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag, samkvæmt spá Landlæknis frá árinu 2009 var gert ráð fyrir að þeir yrðu 2.800. Vísir/Vilhelm Mörg dæmi eru um að sjúkraliðar gefist upp vegna vinnuálags og hefur nýliðun í faginu ekki gengið eftir. Líkt og greint var frá í síðustu viku er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur þurft að fresta aðgerðum vegna þess. Ástandið er einnig slæmt þegar kemur að sjúkraliðum og segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, að ef ekki verði að gert muni heilbrigðisþjónusta skerðast. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag og er meðalaldurinn 47 ára. Samkvæmt mannaflaspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkraliðum árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófaglærðir. Sandra segir þörfina á sjúkraliðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk. „Ef það er ekkert gert í málunum þá endar þetta með mjög skertri þjónustu og lélegri gæðum.“ Launin og starfsumhverfið eru það sem skiptir öllu í þessu samhengi. „Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ segir Sandra. Hún hefur sjálf unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfshlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heilbrigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ segir Sandra. Sjúkraliðar hafa í langan tíma verið langstærsti hópurinn sem sótt hefur til VIRK endurhæfingarmiðstöðvar vegna alvarlegrar kulnunar í starfi. Hefur félagið tekið eftir fjölgun þeirra sem búnir eru með veikindaréttinn hjá vinnuveitanda og sækja um sjúkradagpeninga. Sandra segir það skjóta skökku við að þróunin sé á þessa leið á sama tíma og þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. „Íslendingar lifa lengur og hópurinn sem þarf á þjónustunni að halda stækkar. Fólk er með fjölþætt vandamál sem kalla á flókin hjúkrunarverkefni og fagaðstoð. Það endar ekki vel þegar álagið eykst á sama tíma og stéttin er að gefast upp vegna vinnuálags. Þetta er samfélagslegt verkefni sem þarf að fara ofan í saumana á.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Mörg dæmi eru um að sjúkraliðar gefist upp vegna vinnuálags og hefur nýliðun í faginu ekki gengið eftir. Líkt og greint var frá í síðustu viku er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur þurft að fresta aðgerðum vegna þess. Ástandið er einnig slæmt þegar kemur að sjúkraliðum og segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, að ef ekki verði að gert muni heilbrigðisþjónusta skerðast. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag og er meðalaldurinn 47 ára. Samkvæmt mannaflaspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkraliðum árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófaglærðir. Sandra segir þörfina á sjúkraliðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk. „Ef það er ekkert gert í málunum þá endar þetta með mjög skertri þjónustu og lélegri gæðum.“ Launin og starfsumhverfið eru það sem skiptir öllu í þessu samhengi. „Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ segir Sandra. Hún hefur sjálf unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfshlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heilbrigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ segir Sandra. Sjúkraliðar hafa í langan tíma verið langstærsti hópurinn sem sótt hefur til VIRK endurhæfingarmiðstöðvar vegna alvarlegrar kulnunar í starfi. Hefur félagið tekið eftir fjölgun þeirra sem búnir eru með veikindaréttinn hjá vinnuveitanda og sækja um sjúkradagpeninga. Sandra segir það skjóta skökku við að þróunin sé á þessa leið á sama tíma og þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. „Íslendingar lifa lengur og hópurinn sem þarf á þjónustunni að halda stækkar. Fólk er með fjölþætt vandamál sem kalla á flókin hjúkrunarverkefni og fagaðstoð. Það endar ekki vel þegar álagið eykst á sama tíma og stéttin er að gefast upp vegna vinnuálags. Þetta er samfélagslegt verkefni sem þarf að fara ofan í saumana á.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira