Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2019 19:15 Kjarasamningar alls þorra launafólks á almenna vinnumarkaðnum voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. Verkalýðsfélögin greindu frá niðurstöðum atkvæðagreiðslna um nýgerða kjarasamninga í dag. Þáttaka í þeim var fremur dræm en alls staðar voru kjarasamningarnir samþykktir. Þannig samþykktu um 88 prósent félagsmanna VR samninga við Samtök atvinnulífsins annars vegar og Félag atvinnurekenda hins vegar þar sem þátttaka var frá um 21 prósenti til rúmlega 26 prósenta. Rétt rúmlega 77 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninga Eflingar samþykktu þá en þar var þáttakan rétt rúmlega tíu prósent. Þátttaka hjá öðrum félögum Starfsgreinasambandsins var að meðaltali 12,8% sem samþykktu samningana með yfir 70% atkvæða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir margar ástæður geta legið fyrir dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslum í sumum félögum. „Við erum þokkalega sátt við þátttöku okkar félagsmanna. Við erum yfir meðallagi, töluvert yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir mikla félagsblöndun bæði tekju- og menntunarlega innan VR samþykki mjög hátt hlutfall samningana.Stöð 2Ennáeftir að útfæra margtísamningum Þá segir formaður VR samningarnir einnig flókna og margt eigi eftir aðútfæra. „Það er líka margt sem kannski er pínulítið óljóst eins og varðandi skattkerfisbreytingarnar. Hvernig þær verða útfærðar og ýmislegt annað sem við eigum eftir að vinna. Vegna þess að nú hefst í rauninni aðalvinnan. Það er að fylgja þessum samningum eftir eins og í húsnæðismálum og fleiri málum sem snúa að ríkisstjórninni og Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við verðhækkunum vegna kjarasamninganna sem muni leiða til verðbólgu og hækkunar vaxta og þar með hækkunar skulda fyrirtækja ekki síður en heimila. Endurskoðunarákvæði séu í samningunum í september á næsta og þarnæsta ári. Ný forysta í verkalýðshreyfingunni hafi gefið mjög sterk skilaboð um að verðhækkanir vegna kjarasamninga verði ekki liðnar. „Eins og hefur verið gert samning eftir samning áratugum saman. Þannig að við munum svo sannarlega nýta okkur þetta uppsagnarákvæði og sækja, hvaðáég að segja, það sem upp á vantar af mikilli hörku komi til þess aðþurfa að segja þeim upp. En ég vona svo sannarlega að svo verði ekki og fyrirtækin haldi að sér höndum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Kjarasamningar alls þorra launafólks á almenna vinnumarkaðnum voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. Verkalýðsfélögin greindu frá niðurstöðum atkvæðagreiðslna um nýgerða kjarasamninga í dag. Þáttaka í þeim var fremur dræm en alls staðar voru kjarasamningarnir samþykktir. Þannig samþykktu um 88 prósent félagsmanna VR samninga við Samtök atvinnulífsins annars vegar og Félag atvinnurekenda hins vegar þar sem þátttaka var frá um 21 prósenti til rúmlega 26 prósenta. Rétt rúmlega 77 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um samninga Eflingar samþykktu þá en þar var þáttakan rétt rúmlega tíu prósent. Þátttaka hjá öðrum félögum Starfsgreinasambandsins var að meðaltali 12,8% sem samþykktu samningana með yfir 70% atkvæða. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir margar ástæður geta legið fyrir dræmri þáttöku í atkvæðagreiðslum í sumum félögum. „Við erum þokkalega sátt við þátttöku okkar félagsmanna. Við erum yfir meðallagi, töluvert yfir meðallagi,“ segir Ragnar Þór. Þrátt fyrir mikla félagsblöndun bæði tekju- og menntunarlega innan VR samþykki mjög hátt hlutfall samningana.Stöð 2Ennáeftir að útfæra margtísamningum Þá segir formaður VR samningarnir einnig flókna og margt eigi eftir aðútfæra. „Það er líka margt sem kannski er pínulítið óljóst eins og varðandi skattkerfisbreytingarnar. Hvernig þær verða útfærðar og ýmislegt annað sem við eigum eftir að vinna. Vegna þess að nú hefst í rauninni aðalvinnan. Það er að fylgja þessum samningum eftir eins og í húsnæðismálum og fleiri málum sem snúa að ríkisstjórninni og Samtökum atvinnulífsins,“ segir Ragnar Þór. Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við verðhækkunum vegna kjarasamninganna sem muni leiða til verðbólgu og hækkunar vaxta og þar með hækkunar skulda fyrirtækja ekki síður en heimila. Endurskoðunarákvæði séu í samningunum í september á næsta og þarnæsta ári. Ný forysta í verkalýðshreyfingunni hafi gefið mjög sterk skilaboð um að verðhækkanir vegna kjarasamninga verði ekki liðnar. „Eins og hefur verið gert samning eftir samning áratugum saman. Þannig að við munum svo sannarlega nýta okkur þetta uppsagnarákvæði og sækja, hvaðáég að segja, það sem upp á vantar af mikilli hörku komi til þess aðþurfa að segja þeim upp. En ég vona svo sannarlega að svo verði ekki og fyrirtækin haldi að sér höndum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira