Fjölgun listeríusýkinga Sighvatur Jónsson skrifar 24. apríl 2019 12:15 Listeríubakteríur ræktaðar. Vísir/Getty Í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins kemur fram að kona á fimmtugsaldri lést eftir að hún greindist með listeríusýkingu hér á landi eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax um síðustu jól. Þar kemur fram að konan hafi verið með undirliggjandi ónæmisbælingu. Listeríusýking var staðfest með því að rækta bakteríuna úr leifum laxins sem voru geymdar í frysti á heimilinu. Á vef embættis landlæknis kemur fram að listería sé baktería sem finnist hjá fjölda dýrategunda. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. Nýfædd börn og fóstur í móðurkviði eru í aukinni hættu á að sýkjast sem getur leitt til fósturláts eða dauða.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.vísir/valliListeríusýkingar sjaldgæfar Á síðasta ári voru listeríusýkingar þrjár en sjö árið þar áður. Árin 2015 og 2016 komu engin tilfelli upp. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að fullyrða um aukningu listeríusýkinga en segir vísbendingar þar um. „Það er einkum tvennt sem gæti stuðlað að aukningu. Í fyrsta lagi breyttar matarvenjur fólks, fólk er farið að borða meira af hráu kjöt og hráum fiski en áður var. Svo erum við líka með aukinn fjölda af einstaklingum sem eru annaðhvort á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Þegar þetta tvennt fer saman þá gætum við verið að sjá aukningu á svona sýkingum.“ Þórólfur segir að í venjulegum tilfellum eigi heilbrigt fólk að geta borðað hrátt kjöt og hráan fisk án ótta við listeríusýkingu. Brýna þurfi fyrir ófrískum konum að fara varlega með hrátt fæði. Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins kemur fram að kona á fimmtugsaldri lést eftir að hún greindist með listeríusýkingu hér á landi eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax um síðustu jól. Þar kemur fram að konan hafi verið með undirliggjandi ónæmisbælingu. Listeríusýking var staðfest með því að rækta bakteríuna úr leifum laxins sem voru geymdar í frysti á heimilinu. Á vef embættis landlæknis kemur fram að listería sé baktería sem finnist hjá fjölda dýrategunda. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. Nýfædd börn og fóstur í móðurkviði eru í aukinni hættu á að sýkjast sem getur leitt til fósturláts eða dauða.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.vísir/valliListeríusýkingar sjaldgæfar Á síðasta ári voru listeríusýkingar þrjár en sjö árið þar áður. Árin 2015 og 2016 komu engin tilfelli upp. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að fullyrða um aukningu listeríusýkinga en segir vísbendingar þar um. „Það er einkum tvennt sem gæti stuðlað að aukningu. Í fyrsta lagi breyttar matarvenjur fólks, fólk er farið að borða meira af hráu kjöt og hráum fiski en áður var. Svo erum við líka með aukinn fjölda af einstaklingum sem eru annaðhvort á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Þegar þetta tvennt fer saman þá gætum við verið að sjá aukningu á svona sýkingum.“ Þórólfur segir að í venjulegum tilfellum eigi heilbrigt fólk að geta borðað hrátt kjöt og hráan fisk án ótta við listeríusýkingu. Brýna þurfi fyrir ófrískum konum að fara varlega með hrátt fæði.
Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira