Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. apríl 2019 07:15 Framkvæmdastjóri Bónuss hefur áhyggjur af yfirlýsingum ÍSAM um verðhækkanir. Fréttablaðið/Sigtryggur ari „Við eigum eftir að sjá þetta gerast. En það er enginn samnefnari fyrir því að þessu sé bara velt út í verðlagið. Við munum spyrna við fótum eins og við mögulega getum,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um boðaðar verðhækkanir ÍSAM verði kjarasamningar samþykktir. Guðmundur segir að Bónus sé viðkvæmt fyrir hækkunum líkt og þeim sem þar eru boðaðar sökum lágrar álagningar. En á endanum sé það neytenda að velja og hafna með innkaupum sínum. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá boðar heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. Þessu til viðbótar að verð á allri innfluttri vöru muni hækka um 1,9 prósent. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma þessa tilkynningu ÍSAM og segir hana fordæmalausa meðan kosningar um samningana standi enn yfir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur meðal annars lýst þeim sem ógeðfelldum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokar ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin og hefur boðað að verðlagseftirlit ASÍ verði eflt. „Málið snýst um það að fyrirtæki eins og Bónus, sem leggur lítið á, er viðkvæmt fyrir svona hækkunartilkynningum. Þess vegna hefur maður áhyggjur af þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um málið. Aðspurður hvort komi til greina að Bónus fari að selja eitthvað annað í staðinn fyrir vörur ÍSAM, segir hann neytendur hafa valdið. „Bónus er til fyrir neytendur og það eru neytendur sem ráða vöruúrvalinu með kaupum sínum. Þeir greiða atkvæði með buddunni. En auðvitað munum við skoða aðrar leiðir. Hvaða vörur er hægt að bjóða upp á, sambærilegar sem munu ekki hækka og eru á góðu verði. Það skiptir okkur máli að spyrna við fótum og skoða hvað sé hægt að gera til að spara kostnað. Er hægt að stækka pantanir? Er hægt að gera hlutina eitthvað öðruvísi en í dag? Þetta snýst allt um það. Hvernig er hægt að einfalda ferlið og þá reyna að panta meira inn og mýkja þessar hækkanir sem hafa verið boðaðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við eigum eftir að sjá þetta gerast. En það er enginn samnefnari fyrir því að þessu sé bara velt út í verðlagið. Við munum spyrna við fótum eins og við mögulega getum,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um boðaðar verðhækkanir ÍSAM verði kjarasamningar samþykktir. Guðmundur segir að Bónus sé viðkvæmt fyrir hækkunum líkt og þeim sem þar eru boðaðar sökum lágrar álagningar. En á endanum sé það neytenda að velja og hafna með innkaupum sínum. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá boðar heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. Þessu til viðbótar að verð á allri innfluttri vöru muni hækka um 1,9 prósent. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma þessa tilkynningu ÍSAM og segir hana fordæmalausa meðan kosningar um samningana standi enn yfir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur meðal annars lýst þeim sem ógeðfelldum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokar ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin og hefur boðað að verðlagseftirlit ASÍ verði eflt. „Málið snýst um það að fyrirtæki eins og Bónus, sem leggur lítið á, er viðkvæmt fyrir svona hækkunartilkynningum. Þess vegna hefur maður áhyggjur af þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um málið. Aðspurður hvort komi til greina að Bónus fari að selja eitthvað annað í staðinn fyrir vörur ÍSAM, segir hann neytendur hafa valdið. „Bónus er til fyrir neytendur og það eru neytendur sem ráða vöruúrvalinu með kaupum sínum. Þeir greiða atkvæði með buddunni. En auðvitað munum við skoða aðrar leiðir. Hvaða vörur er hægt að bjóða upp á, sambærilegar sem munu ekki hækka og eru á góðu verði. Það skiptir okkur máli að spyrna við fótum og skoða hvað sé hægt að gera til að spara kostnað. Er hægt að stækka pantanir? Er hægt að gera hlutina eitthvað öðruvísi en í dag? Þetta snýst allt um það. Hvernig er hægt að einfalda ferlið og þá reyna að panta meira inn og mýkja þessar hækkanir sem hafa verið boðaðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira