Eini íbúi blokkarinnar sem greindist með hermannaveiki Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2019 22:13 Umrædd blokk fyrir eldri borgara er að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Sjötugur karlmaður, sem greindist með alvarlega lungnabólgu af völdum hermannaveikibakteríu (Legionella pneumophilia) í febrúar, var eini íbúi fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í Vesturbænum sem greindist með bakteríuna. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis.Sjá einnig: Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdómar.Fannst í miklu magni í vatnslögnumVísir greindi frá umræddu smiti í mars en um er að ræða fjölbýlishús fyrir aldraða að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Farsóttarfréttum segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi kannað vatnslagnir í húsinu og kom í ljós að bakteríuna var að finna í miklu magni í vatnshausum í íbúðinni. Hana var einnig að finna í minna magni í öðrum íbúðum sem tengdust sömu vatnslögn. Bakterían fannst þó ekki í öðrum vatnslögnum í húsinu. Bráðabirgðaaðgerðir voru fólgnar í því að láta heitt vatn (yfir 60⁰C) renna í 2-3 mínútur áður en farið er í sturtu til að hreinsa bakteríurnar úr sturtuhausum. Einnig þarf að lagfæra viðkomandi vatnslögn í húsinu, að því er fram kemur í Farsóttafréttum. Helstu einkenni hermannaveiki eru, samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknisembættisins, hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur. Þá er lungnabólga alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða hjá 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki, þ.e. tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 2–10 dagar. Sjúkdómurinn er ávallt meðhöndlaður með sýklalyfjum og í mörgum tifellum er þörf á sjúkrahúslegu. Hermannaveiki smitast ekki manna á milli heldur verður smit þegar svifúði (aeorsol) myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamyndun á sér oftast stað út frá loftkælingum og kæliturnum sem ætlaðir eru til kælingar á stóru iðnaðarhúsnæði, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá heitum nuddpottum og gufu- og rakagjafa í grænmetisverslun. Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Sjötugur karlmaður, sem greindist með alvarlega lungnabólgu af völdum hermannaveikibakteríu (Legionella pneumophilia) í febrúar, var eini íbúi fjölbýlishúss fyrir eldri borgara í Vesturbænum sem greindist með bakteríuna. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum Landlæknis.Sjá einnig: Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Hermannaveiki er hættuleg sýking af völdum bakteríunnar legionella pneumophila en um 1-4 tilfelli koma upp árlega hér á landi. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reykingar og langvinnir lungnasjúkdómar.Fannst í miklu magni í vatnslögnumVísir greindi frá umræddu smiti í mars en um er að ræða fjölbýlishús fyrir aldraða að Grandavegi 47 í Vesturbæ Reykjavíkur. Í Farsóttarfréttum segir að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi kannað vatnslagnir í húsinu og kom í ljós að bakteríuna var að finna í miklu magni í vatnshausum í íbúðinni. Hana var einnig að finna í minna magni í öðrum íbúðum sem tengdust sömu vatnslögn. Bakterían fannst þó ekki í öðrum vatnslögnum í húsinu. Bráðabirgðaaðgerðir voru fólgnar í því að láta heitt vatn (yfir 60⁰C) renna í 2-3 mínútur áður en farið er í sturtu til að hreinsa bakteríurnar úr sturtuhausum. Einnig þarf að lagfæra viðkomandi vatnslögn í húsinu, að því er fram kemur í Farsóttafréttum. Helstu einkenni hermannaveiki eru, samkvæmt upplýsingum af vef Landlæknisembættisins, hiti, hrollur, hósti, beinverkir, höfuðverkur, lystarleysi og stundum niðurgangur. Þá er lungnabólga alltaf hluti af sjúkdómsmyndinni. Gangur sjúkdómsins er misslæmur og dauðsföll verða hjá 5–30% tilfella. Meðgöngutími hermannaveiki, þ.e. tími frá smiti þar til einkenna verður vart, er 2–10 dagar. Sjúkdómurinn er ávallt meðhöndlaður með sýklalyfjum og í mörgum tifellum er þörf á sjúkrahúslegu. Hermannaveiki smitast ekki manna á milli heldur verður smit þegar svifúði (aeorsol) myndast frá vatnsleiðslum eða vatnstönkum. Slík svifúðamyndun á sér oftast stað út frá loftkælingum og kæliturnum sem ætlaðir eru til kælingar á stóru iðnaðarhúsnæði, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Vitað er um tilfelli eftir svifúðamyndun út frá heitum nuddpottum og gufu- og rakagjafa í grænmetisverslun.
Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Hermannaveiki greindist í fjölbýli fyrir aldraða í Vesturbænum Unnið er að því að skoða vatnslagnir í blokkinni í samstarfi við heilbrigðiseftirlitið. 7. mars 2019 10:45