Lífið

Fer oft út í eitthvað algjört rugl

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það var sannarlega góðmennt á frumsýningu Kling Kling í Smárabíói á dögunum.
Það var sannarlega góðmennt á frumsýningu Kling Kling í Smárabíói á dögunum. Fréttablaðið/Mummi
Fyrsti þátturinn af KlingKling var frumsýndur í Smárabíó á föstudagskvöld en þættirnir koma úr smiðju rapparans Herra Hnetusmjörs. Í þáttunum fetar rapparinn nokkuð ótroðnar slóðir ásamt fríðu föruneyti og fer yfir það helsta sem íslenskt samfélag hefur upp á að bjóða.

Í samtali við Fréttablaðið segir rapparinn að í þáttunum verði prófaðir hlutir sem ekki hafi áður sést í íslensku sjónvarpi en nýr gestastjórnandi verður með rapparanum í hverjum þætti. Þar á meðal eru söngvarinn Frikki Dór, Bríet og plötusnúðurinn Dóra Júlía en í fyrsta þættinum mun söngkonan GDRN stýra þættinum ásamt Herra Hnetusmjör.

„Ég fæ til mín einn gestastjórnanda og það er nýtt viðfangsefni í hverjum þætti. Þættirnir ganga út á það að við könnum nýjan hlut í hverjum þætti, í þremur mismunandi útfærslum. Í fyrsta þættinum tökum við til dæmis fyrir bíla og prófum ódýrasta, miðlungs og dýrasta,“ segir rapparinn en hann segir að viðtökurnar hafi hingað til verið afar góðar og að umfjöllunarefni í næstu þáttum muni koma fólki á óvart.

„Við prófuðum ýmislegt sem meðalmaðurinn hefur kannski ekki tök á að prófa. Eins og þegar við prófum það dýrasta sem völ er á, að þá fer þetta oft út í eitthvað algjört rugl,“ segir rapparinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.