Ekkert heyrst frá Eurovision vegna kröfu um brottvísun Hatara Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. apríl 2019 14:28 Hatari samanstendur af Matthías Tryggva Haraldssyni, Klemens Hannigan og Einari Stefánssyni. visir/vilhelm Íslenski Eurovision-hópurinn mun halda sínu striki þrátt fyrir kröfur tveggja stuðningssamtaka Ísraelsríkis um að Hatari verði rekinn úr keppni. Ekkert hafi heyrst frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna málsins en forseti og framkvæmdastjóri sambandsins voru á meðal þeirra sem fékk bréfið sent.Sjá einnig: Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins segir í samtali við Vísi að hann geti lítið tjáð sig um kröfurnar þar sem fátt liggi fyrir í málinu, utan yfirlýsingarinnar um bréfið. „Við erum bara ekkert búin að ræða þetta og ekkert farin að skoða þetta nánar, þannig að við vitum voðalega lítið um málið, og höfum ekkert heyrt frá EBU,“ segir Felix. „Þannig að í augnablikinu er ekkert að frétta, frá okkar herbúðum að minnsta kosti.“Felix Bergsson hefur verið fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision undanfarin ár - og er enn.Vísir/StefánÍ bréfinu, sem samtökin UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandaríska Simon Wiesenthal-stofnun skrifa undir, er þess krafist að Hatara verði vikið úr Eurovision. Bréfið er stílað á Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem heldur keppnina, auk forseta og framkvæmdastjóra sambandsins fengu einnig bréfið. Vísað er til þess að Hatari hafi gert keppnina að pólitískum vettvangi með afstöðu sinnar til kapítalisma og Ísraelsríkis, auk þess sem textinn sé and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Með þessu hafi sveitin brotið reglur keppninnar, sem kveða á um að Eurovision skuli halda utan við alla pólitíska umræðu.Sjá einnig: Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu Felix segir sveitina nú stadda í Madríd þar sem hún stígur á stokk í kvöld. „Þau eru búin að vera í Ísrael í vikunni að gera póstkortið og voru svo í London í viðtölum og öðru slíku, það er mikill áhugi á þeim þar.“En er þetta eitthvað sem þykir ástæða til að skoða?„Við höldum bara okkar striki og svo sjáum við bara hvað kemur. Enn þá er ekkert sem er á borðinu með neitt slíkt. Við höldum bara áfram að fylgjast með umræðunni, þannig lagað,“ segir Felix. Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið væri greinilega spurning um hagsmuni. „Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ sagði Matthías. Eurovision Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Íslenski Eurovision-hópurinn mun halda sínu striki þrátt fyrir kröfur tveggja stuðningssamtaka Ísraelsríkis um að Hatari verði rekinn úr keppni. Ekkert hafi heyrst frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vegna málsins en forseti og framkvæmdastjóri sambandsins voru á meðal þeirra sem fékk bréfið sent.Sjá einnig: Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Felix Bergsson fararstjóri íslenska hópsins segir í samtali við Vísi að hann geti lítið tjáð sig um kröfurnar þar sem fátt liggi fyrir í málinu, utan yfirlýsingarinnar um bréfið. „Við erum bara ekkert búin að ræða þetta og ekkert farin að skoða þetta nánar, þannig að við vitum voðalega lítið um málið, og höfum ekkert heyrt frá EBU,“ segir Felix. „Þannig að í augnablikinu er ekkert að frétta, frá okkar herbúðum að minnsta kosti.“Felix Bergsson hefur verið fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision undanfarin ár - og er enn.Vísir/StefánÍ bréfinu, sem samtökin UK Lawyers for Israel (UKLFI) og hin bandaríska Simon Wiesenthal-stofnun skrifa undir, er þess krafist að Hatara verði vikið úr Eurovision. Bréfið er stílað á Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, en Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, sem heldur keppnina, auk forseta og framkvæmdastjóra sambandsins fengu einnig bréfið. Vísað er til þess að Hatari hafi gert keppnina að pólitískum vettvangi með afstöðu sinnar til kapítalisma og Ísraelsríkis, auk þess sem textinn sé and-evrópskur, and-menningarlegur og hatursfullur. Með þessu hafi sveitin brotið reglur keppninnar, sem kveða á um að Eurovision skuli halda utan við alla pólitíska umræðu.Sjá einnig: Sómasamningur Hatara komi í veg fyrir skilaboð á sviðinu Felix segir sveitina nú stadda í Madríd þar sem hún stígur á stokk í kvöld. „Þau eru búin að vera í Ísrael í vikunni að gera póstkortið og voru svo í London í viðtölum og öðru slíku, það er mikill áhugi á þeim þar.“En er þetta eitthvað sem þykir ástæða til að skoða?„Við höldum bara okkar striki og svo sjáum við bara hvað kemur. Enn þá er ekkert sem er á borðinu með neitt slíkt. Við höldum bara áfram að fylgjast með umræðunni, þannig lagað,“ segir Felix. Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að gagnrýni samtakanna verki bitlaus. Málið væri greinilega spurning um hagsmuni. „Auðvitað er alltaf gaman að sjá þegar fólk les af svona mikilli alúð í textana manns en þegar markmiðið með rýninni er svona augljóst þá tekur það kannski bitið úr henni. Hitt er annað mál að svona viðbrögð sýna hversu miklir hagsmunir eru í húfi,“ sagði Matthías.
Eurovision Tengdar fréttir Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55 Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00 Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Samtök gegn gyðingahatri krefja framkvæmdastjóra Eurovision um brottrekstur Hatara Söngvari Hatara segir viðbrögð samtakanna sýna hversu miklir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. 20. apríl 2019 10:55
Á bak við tjöldin í upptökum Hatara á póstkorti fyrir Eurovision Hatari stígur á sviðið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision þann 14. maí og flytur þá lagið Hatrið mun sigra. 15. apríl 2019 15:00
Telja Hatara nytsama sakleysingja í áróðursmaskínu Ísraelríkis Póstkortið kemur illa við samtökin Sniðgöngum Eurovision í Ísrael. 16. apríl 2019 10:44